Kvótakerfið má ekki halda áfram óbreytt að eilífu.

Kvótakerfið hefur leitt af sér samþjöppun aflaheimilda og leiguliðakerfi, sem minnir á stöðu aðalsins fyrr á öldum gagnvart leiguliðum. 

Sægreifar flytja auðæfi sín úr landi í aflandsfélög og þjóðin hefur skipst í tvennt. 

Annars vegar þá elítu sem getur velt sér upp úr gróða sínum í erlendum myntkerfum og hins vegar almenning, sem verður að hírast í krónukerfinu með sínum háu vöxtum. 

Kvótakerfið hefur lagt dauða hönd á fjölmargar byggðir úti á landi og ef ekki kæmi til vaxandi ferðamannastraumur væri ástandið víða mun verra en það er. 

Þegar barist var fyrir strandveiðum í kosningunum 2007 mátti heyra hrakspár um að allt myndi hrynja ef slíkt yrði leyft. 

Annað kom í ljós. Með því að fara að með meiri gætni en um síðustu aldamót, þegar sprenging varð í smábátaflotanum, var hægt að forðast kollsteypu. 

Nú kaupa sægreifar kvóta smærri báta og safna þeim saman hjá sér, þannig að leiguliðakerfið verður verra og verra. 

Það verður að reyna að draga úr hinum stóru ágöllum á núverandi fyrirkomulagi. 

Algerlega óbreytt kvótakerfi getur ekki gengið áfram og má ekki ganga áfram. 

Rétt eins og farið var varlega í strandveiðarnar á sínum tíma er nauðsynlegt að fikra sig áfram í því að bjóða aflaheimildir upp og láta markaðinn ráða. 

Stöðnun er ávísun á meiri misskiptingu og ójöfnuð og hamlar nauðsynlegri nýliðun í greininni. 

Ef farin verður varfærnislega í breytingar á að vera hægt að ná fram nauðsynlegum umbótum án vandaræða. 


mbl.is Uppboðsleiðin veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skrifað af hreinni vanþekkingu, næstum hvert orð. Núllvextir Evrópu og Japans eru til dæmis um mjög sjúkan efnahag. Fiskiðnaðurinn og útgerðin eru hátæknivædd matvælaframleiðsla. Strandveiðar standast engan veginn kröfur nútímans í þeim efnum. Í útgerð er enginn ofsagróði. Það er auðvelt að skilja ef menn hafa fyrir að kynna sér staðreyndir. Og aflandseyjar og fyrirkomulag útgerðar eru auðvitað óskyld mál!

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 22.10.2016 kl. 09:03

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Í útgerð er enginn ofsagróði??? Hmmm..á mínum slóðum eiga menn í útgerð eignir  um allar koppagrundir hér á landi sem erlendis ,einhverjir fé í aflandsskjóli,aðrir eignuðust bílaumboð og pizzarekstur,flestir eiga sumarhúsahallir,keyra um á lágmark 12 milljón króna bílum,..............þeir eiga kannski peningatré Einarcool Dómdagsþvæla er þetta.

Ragna Birgisdóttir, 22.10.2016 kl. 14:53

3 identicon

Annars vegar þá elítu sem getur velt sér upp úr gróða sínum í erlendum myntkerfum og hins vegar almenning, sem verður að hírast í krónukerfinu með sínum háu vöxtum. "

Hér er greinarhofundur greinilega að hvetja til inngongu í ESB.

 En eftir inngongu Íslands í ESB og  upptoku evru mun frálsræði flutnings fjármagns aðeins aukast og lífskjor almennings versna.

Í raun er Ómar að segja að EES samningurinn hafi haft neikvæð áhrif á lífskjor á Íslandi.

 

L. (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 00:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:08

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:08

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.10.2015:

""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."

"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.

Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.

Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."

"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""

Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:12

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:13

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:14

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:15

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:16

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:17

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.

Og þar að auki fullunnu lambakjöti.

Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 01:23

15 identicon

Til að auka gjold ríkissjóð þyrfti alltaf að setja á innflutningsgjold.

Ísland verður ekki dregið að meginlandi evrópu til að auðvelda flutninga.

Flutningar til og frá landinu mun ALLTAF tilheyra ákveðinni mafíu.

Og þeir sem hvetja til þess að Ísland tilheyri bandalagi nýlenduherra eru einfaldlega að svíkja þjóð sína.

L. (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 01:44

16 identicon

Og má bæta við enn og aftur þá hefur ESB það á stefnuskrá sinni að koma á íslensku kvótakerfi í alþjóðavæddri mynd.

Látum fjórflokkinn og áhangendur eins og Pírata ekki trufla okkur!

L. (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 02:01

17 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Eru þeir sem fara með peningana sína í skattaskjól erlendis í stað þess að setja þá í hagkerfið hér ekki að svíkja þjóð sína? Það hefði ég haldið og munu vera meira landráðafólk.Eru þeir sem halda hér öllu í heljargreipum vaxta og styðja handónýta krónu ,flytja framleiðslu sína út og gera á meðan upp í erlendum gjaldmiðli ekki meiri landráðamenn. Tvískinnungur er þetta. cool 

Ragna Birgisdóttir, 23.10.2016 kl. 02:02

18 identicon

Það mun skipta meira máli en nokkru sinni fyrr að arður landsframleiðslu skili sér inn í íslenskt hagkerfi ef á að skipta krónu yfir í evru þá með fullri inngongu í ESB.

Með inngongu í ESB verður engin undanþága veitt hvað varðar frjálsan , óheftan flutning fjármagns.

Því hefur verið marglýst yfir að eftirlit með fjármagnsflutningum er ómogulegt og ríkissjóður hefur þurft að treysta á heiðarleika ...

Og með aðstoð fléttugerðarfyrirtækja er hægt að komast auðveldlega framhjá skattlagningu ...

Torfkofatímabilið nálgast óðum, misskipting auðs hefur aldrei verið meiri ...

Samt er til fólk sem fórnar æru sinni til áróðurs um ennþá meiri misskiptingu með falslausnum sem virðist einkum þjóna feitum fjármagnseigendum.

L. (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband