Orkuverðið er enn of lágt. Nú vantar Ketil.

Enn er langt frá því að undið hafi verið ofan af dagskipuninni leynilegu frá 1995 þegar Íslendingar sendu stóriðjufyrirtækjum heims tilboð, sem þau gátu ekki hafnað: "Lowest prices!", "Lægsta orkuverð!" og bætt var við: "Sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum." 

Stóriðjufyrirtækin komast áfram upp með það að borga allt of lágt orkuverð og nýjasta uppákoman varðandi raflínurnar fyrir norðan og kröfu fyrrverandi forsætisráðherra um að setja bráðbirgðalög sem hrindir því að farið sé að almennum lögum varðandi lagningu þeirra sýnir líka, að tilboðið um "sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum" er enn í gildi, þrátt fyrir það að við séum í orði kveðnu skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálumm, svo sem Ríósáttmálanum frá 1992, um sjálbæra þróun og að náttúran skuli njóta vafans þegar um slíkt er að ræða. 

Þar að auki var þannig gengið frá samningi við Alcoa, að atriði hans um tekjuskattskil ganga í raun framar landslögum og tryggja, að fyrirtækið þurfi ekki að borga tekjuskatt af miklum gróða sínum í 40 ár. 

Hér á Moggablogginu hélt Ketill Sigurjónsson út svonefndu Orkubloggi, sem bar af að innihaldi vegna mikillar þekkingar og rannsóknarvinnu Ketils.

Ketill hafði mikinn áhuga á orkumálum og lengi vel sá hann þau í ljóma, en eftir því sem hann kafaði betur ofan í þau, komu fram atriði, sem voru stóriðjunni hér á landi ekki hagstæð.  

Álfyrirtækin hófu þá herferð á hendur Katli og tókst að hrekja hann í burtu með skrif sín með hótunum og ofbeldi.  

Hsns er sárt saknað, því að þekking hans var nauðsynleg og upplýsingarnar, sem hann veitt, oft ómetanlegar.  


mbl.is Raforkusamningurinn felur ekki í sér ríkisaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gallinn við skrif Ketils voru augljósar rangfærslur, óraunhæfar væntingar og hreinn skáldskapur. Væri honum svarað með alvöru gögnum hvarf það svar af blogginu. Síðan hætti hann að leyfa svör og að lokum hætti hann að skrifa. Skáldagáfan yfirgaf hann, sannleikselskandi gagnasöfnurum til mikillar gleði.

Vagn (IP-tala skráð) 24.10.2016 kl. 13:42

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Síðan hætti hann að leyfa svör og að lokum hætti hann að skrifa."

Síðasta bloggfærslan á Orkublogginu 14.3.2016:

Átökin um orkuauðlindir Íslands

Fimm athugasemdir.

Nafnleysingjarnir eru sem sagt orðnir "sannleikselskandi".

Þorsteinn Briem, 24.10.2016 kl. 14:36

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er missir að skrifum Ketils. En því miður er ekki hægt að lifa á hugsjónastarfi einu saman, sér í lagi þegar vafasamir karakterar með milljarða á bak við sig hefja stríðið gegn staðreyndunum.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.10.2016 kl. 20:40

5 identicon

Það er er ekki fallegt að kalla Google vafasama karaktera með milljarða á bak við sig, en Google var versti óvinur Ketils.

Vagn (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 02:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leitarvélarnar eru versti óvinur nafnleysingjanna, eins og mýmörg dæmi sanna.

Til að mynda hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 02:39

7 identicon

Hvernig væri að "Vagninn" tæki sig til og nefndi svo sem eina rangfærslu Ketils um raforkugeirann ?

Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband