30.10.2016 | 22:34
Þá hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að fá ca 350 milljónir.
Það þykir frétt að Flokkur fólksins kunni að fá 40 milljónir króna styrk á næsta kjörtímabili, ef það verður fjögur ár.
Það þykir hins vegar engin frétt þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni þá væntanlega fá eitthvað í kringum 350 milljónir króna á sama árabili, því að framlög úr ríkissjóði miðast við atkvæðafjölda í kosningum.
Raunar er svo að sjá að þessi framlög séu með svipaða krónutölu og var í kosningunum 2007, þannig að þau hafa lækkað í raungildi síðan þá um marga tugi prósenta.
40 milljónir til Flokks fólksins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flokkur fólsins og Sjálfsæðisflokkurinn.
Þetta eru ekki góð nöfn hvað misritun varðar.
Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 23:07
Alþingi veitir flokkunum meðgjöf upp á 1300 milljónir árlega, var mér sagt um daginn. Samt er lýðræðishalli. Kemur ekki að því að mönnum verði borgað fyrir að vera til eins og sumir flokkar lofa.
Sjónvarpsmynd ársins sem sýnd var í sjónvarpi allra í kvöld var óvæntur óborganlegur glaðningur. Þrátt fyrir að nærmynd af smáblómunum vantaði. Ótal aðrar myndir gáfu innsýn í það sem að fjallabaki býr við Trölladyngju.
Það er afstætt hvað á að veita miklu fjármagni í óbyggðir. Las 3 bindi um Ódáðahraun sem ég fann á bókasafninu, skrifuð um miðja tuttugustu öldina. Lýsing af ferðalögum á hestum og fótgangandi um víðernið. Perla í samtímaskrifum.
"Hálendið og víðáttan á þessum slóðum opnast síðsumars" og er fáum aðgengileg. Hef lengi ætlað að fara að Holuhrauni eftir gos. Fara hægt yfir og njóta, eins og Þjóðverjarnir sem ég fann í hrauninu. Þeir nutu þess að vera innan um gulu hraunblómin. Andstæður svartgráa hraunssandsins.
Sigurður Antonsson, 30.10.2016 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.