Óvenju hreinskiptið svar hjá Sigurði Inga.

Í sjónvarpinu í hádeginu í dag svaraði Sigurður Ingi Jóhannsson spurningu um stöðu Framsóknar á óvenju hreinskiptinn hátt með því að nefna tvö atriði sem voru og eru Framsóknarflokknum fjötur um fót, svo að hann hefur misst meira en helminginn af því fylgi sem hann hafði í síðustu kosningum.  

Annars vegar sé um að ræða fólk, sem hafði kosið Framsóknarflokkinn áður en Panamahneykslið kom upp, en gat ekki hugsað sér að kjósa flokk, sem væri áfram með Sigmund Davíð Gunnlaugsson í forystusveit. 

Þetta hefðu sumir látið sér nægja að segja, en Sigurður Ingi bætti því við, að sumir hefðu ekki kosið flokkinn vegna þess hvernig hlutirnir gengu á flokksþinginu.

Það er óvenjulegt að heyra stjórnmálamann segja eitthvað þessu líkt, sem snertir hannn sjálfan.

En með þessu er Sigurður Ingi að ræða um hluta af því ástandi innan flokksins, að það er eftir að græða sárin sem atburðir síðustu mánaða skilja eftir.

Svo er að sjá af viðbrögðum margra forystumanna annarra flokka en Sjalla og Framsóknar að þeir geti ekki hugsað sér að fara í stjórn þar sem þessir tveir flokkar eru saman innanborð, því að það liti út eins og að verið sé að framlengja líf núverandi stjórnar.

Og með svari sínu í hádeginu kemur Siguruður Ingi inn á ákveðinnn vanda varðandi hugsanlega stjórnarsetu Framsóknarflokksins, án Sjálfstæðisflokksins, sem felst í því að flokkurinn er í raun klofinn og að það er eftir að ganga frá óuppgerðum málum innan hans.

Af því leiðir að kannski sé enda þótt stefnumörkunin fyrir þessar kosningar hafi haft á sér talsvert félagshyggjusvip, sé flokkurinn illa stjórntækur og þurfi tíma til að vera í stjórnarandstöðu og ná sér eftir það áfall, sem hann varð fyrir.  


mbl.is Segir Framsókn hafa unnið varnarsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins hefur síðastliðin ár verið um 11% samkvæmt skoðanakönnunum og flokkurinn fékk einnig um 11% fylgi í kosningunum í gær.

Panamamálið síðastliðið vor hefur því ekkert að gera með minnsta fylgi Framsóknarflokksins í þessum kosningum í hundrað ára sögu flokksins.

Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 16:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Framsókn ætlaði að endurtaka hókus pókus trikkið frá síðustu kosningum þegar Framsókn sagðist ætla að láta hrægammana greiða hrunið, en sendi svo reininginn á skattgreiðendur. Nú var trikkið að lækka að lækka skatta. Meinið var að skattgreiðendurnir áttu sjálfir með beinum hætti að fjármagna þá aðgerð. Kjósendur sáu í gegnum það.

Hvað ætli hafi orðið af þessum gífurlega mikla stuðningi sem Sigmundur Davíð talaði um og var hreinlega að drekkja honum rétt fyrir flokksþingið?

Ef þetta afhroð er varnarsigur í augum Lilju Daggar, hvernig ætli hún sjái fyrir sér ósigur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2016 kl. 17:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir tveimur árum, 31. október 2014, var fylgi Framsóknarflokksins 11% samkvæmt skoðanakönnun Gallup og fylgi flokksins hefur verið mjög svipað allan þennan tíma.

Sjónvarpsþátturinn um Panamaskjölin var sýndur 3. apríl síðastliðinn.

Og fylgi Framsóknarflokksins var 11% 29. febrúar síðastliðinn, 12% 31. mars, 10,8% 6. apríl, 10,5% 30. apríl, 10,2% 31. maí, 10% 30. júní, 9,9% 28. júlí, 9% 31. ágúst, 9,4% 14. september, 8,2% 30. september, 9,8% 13. október og 9,3% 28. október.

Flokkurinn fékk 11,5% fylgi í kosningunum í gær og alltaf eru einhver skekkjumörk í þessum skoðanakönnunum.

Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar 24,4% fylgi í alþingiskosningunum árið 2013.

"Varnarsigurinn" er því enginn.

Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband