Fleiri svipaðir kostir í stöðunni. Framsókn gæti fengið útspil.

Minnihlutastjórnir hafa nokkrum sinnum setið hér á landi og þær hafa verið algengar í nágrannalöndunum. 

Stjórn Framsóknarmanna 1927-31 var hvað formið varðandi minnihlutastjórn, en Alþýðuflokkurinn veitti henni stuðning og hét að verja hana vantrausti. 

Ólafur Thors myndaði minnihlutastjórnir Sjálfstæðisflokksins 1942 og 1949, Emil Jónsson minnihlutastjórn Alþýðuflokksins 1958-59, Benedikt Gröndal minnihlutastjórn Alþýðuflokksins 1979-80 og Jóhanna Sigurðardóttir minnihlutastjórn 2009. 

Í þessi fimm skipti var ekki farið í "samkvæmisleikinn" með langvarandi tilraunir til myndunar meirihlutastjórna, heldur var tíminn notaður vel, enda knappur. 

Einn kostur, sem nefndur hefur verið, er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisngar og Bjartrar framtíðar. 

Helsti galli þeirrar hugmyndar er að sú stjórn myndi aðeins hafa eins atkvæðis meirihluta á þingi og að það er svolítið stór biti að kyngja fyrir Viðreisn og Bjarta framtíð að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn með slíkri stjórnarmyndun. 

En Framsóknarflokkurinn gæti átt spil á hendi þrátt fyrir að vera lítt stjórntækur vegna óuppgerðra mála innan flokksins, til dæmis með því að bjóða upp á hlutleysi eða jafnvel stuðning við ríkisstjórn, án þess að eiga beina aðild að stjórninni eða ráðherra í henni. 

Þar með myndi vandinn vegna hugsanlegs ráðherradóms Sigmundar Davíðs. 

Framsóknarflokkurinn varði minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009 með nokkrum skilyrðum og gæti notað útspil af þessu tagi ef svipuð staða kæmi upp nú.

Eitt þessara skilyrða Framsóknar var að gerð yrði ný stjórnarskrá!

 

Útspil Pírata núna beinist að því að koma koma bæði Sjálfstæðisflokki og Framsókn úr stjórn.   


mbl.is Vilja styðja minnihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Viðreisn og Framsóknarflokkurinn eru gjörólíkir flokkar og þar má til að mynda nefna landbúnaðarmálin og aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 31.10.2016 kl. 14:06

2 identicon

Man nú ekki langt fram eftir síðustu öld, en tvær síðustu minnihlutastjórnirnar sem hér eru nefndar voru myndaðar í kjölfar falls sitjandi ríkisstjórna og höfðu það eitt hlutverk að sitja meðan kosningar voru haldnar og búið væri að mynda meirihlutastjórn í framhaldi af þeim. 

ls (IP-tala skráð) 31.10.2016 kl. 14:36

3 identicon

Ég sting upp á stjórn Sjálfstæðisfl., Viðreisnar og VG. Slík stjórn myndi draga úr hatrinu í þjóðfélaginu.

Ég held að Katrín væri alveg til í að fara í stjórn með Bjarna, en hún gaf í skyn að hún fengi skömm í hattinn, léti hún það í ljós. Það veltur því allt á Steingrími.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 31.10.2016 kl. 14:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir líta út fyrir að flokkurinn sé í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndun.

Áður en hann hélt inn á fund forseta sagðist hann aðspurður ekki útiloka neitt stjórnarsamstarf nema eitt og átti þá við að ganga inn í meirihlutasamstarf með fráfarandi ríkisstjórnarflokkum.

"Þetta var áhugavert útspil," sagði Benedikt aðspurður um þær hugmyndir Pírata að styðja minnihlutastjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna.

Þetta væri ekki eitthvað sem flokkurinn útilokaði."

Þorsteinn Briem, 31.10.2016 kl. 15:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 31.10.2016 kl. 15:04

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég held að Katrínu og Bjarna gæti komið vel saman.  Bæði þyrftu auðvitað að víkja frá einhverjum stefnumálum flokka sinna en kjósendur yrðu sæmilega sáttir.

Kolbrún Hilmars, 31.10.2016 kl. 15:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.10.2015:

""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."

"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.

Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.

Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."

"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""

Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill

Þorsteinn Briem, 31.10.2016 kl. 15:06

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra
segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."

"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.

Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.

Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.

Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 31.10.2016 kl. 15:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 31.10.2016 kl. 15:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 31.10.2016 kl. 15:10

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 31.10.2016 kl. 15:11

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2016:

"Benedikt Jóhannesson said that changes would not go through with the current governmental parties
and that Resurrection (Viðreisn) wanted change.

"I believe it is highly unlikely that we could agree with them on anything.

I find it much more likely that we will come to an agreement with other parties."

Þorsteinn Briem, 31.10.2016 kl. 15:32

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Krónan veldur ekki óstöðugleika sínum heldur verðtryggingin.

Án verðtryggingar væri hún ekkert verri en aðrir gjaldmiðlar.

Með skynsamlegri peningamálastjórn væri hún fullkomlega nothæf.

Það er sorglegt hversu fáir skila þá einföldu staðreynd.

Halda að pappír og málmskífur geti tekið ákvarðanir.

Sem enginn hefur nokkru sinni séð gerast í alvöru.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2016 kl. 15:41

16 identicon

Koma verður í veg fyrir að Íhaldið, sem er heltekið af spillingu, komist í ríkisstjórn og fái ráðherrastóla fyrir Panama-Tortóla-skattsvikara. Það gengur ekki nema íslenska þjóðin vilji komast í ruslflokk vestrænna samfélaga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.10.2016 kl. 17:03

18 Smámynd: Már Elíson

- Ákkúrat hárrétt hjá Guðmundi 15# - Hef aldrei getað skilið þegar fólk heldur að með því að taka upp evru á Íslandi, þá leysist allur vandinn. - Það er til ótrúlegur fjöldi manns sem bara nær ekki heildarmyndinni, hreinlega skilur ekki að hagkerfi landsins er í molum og hefur búið við algera óstjórn um áratuga skeið. - Laga hausverk með plástri ? Nei, það virkar ekki.

Már Elíson, 1.11.2016 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband