Óvenjulegt á Íslandi.

Það hefur verið einkenni íslenskra stjórnmálamanna að þráast við að taka ábyrgð á því, þegar blasað hefur við að þeim hafi mistekist ætlunarverk sitt. 

Afsögn Oddnýjar G. Harðardóttur, aðeins sólarhring eftir að úrslit í kosningum lágu fyrir, sætir því tíðindum og sýnir kjark, ábyrgðartilfinningu og heiðarleika. 

Því miður hafa ísenskir stjórnmálamenn komist upp með að sitja sem fastast og þrauka þar til að þeir, sem vildu að þeir öxluðu ábyrgð, létu gleymsku og kæruleysi hrekja sig frá því að láta viðkomandi stjórnmálamenn sæta ábyrgð og jafnvel verðlaunað þrjóskukindurnar eins og nú hefur gerst varðandi forystufólk Sjálfstæðisflokksins.  

Í vor sagði Vilhjálmur Þorsteinsson strax af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar þegar það lá fyrir að hann hefði átt fé erlendis, á sama tíma sem forystufólk Sjálfstæðisflokksins sátu sem fastast.

Það er því kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa aukið fylgi sitt og segir kannski meira um kæruleysi og ábyrgðarleysi stórs hluta íslenskra kjósenda en um ábyrgðartilfinningu þeirra, sem létu sem ekkert væri.  


mbl.is Oddný hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Óvenjulegt á Ísland." Félagslegt vanþroska Ísland. Upp til hópa eru íslenskir kjósendur "rednecks."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.10.2016 kl. 23:10

2 identicon

Flokksdindlarnir stundum skemmtilegir.

Þessi hér er t.d. búinn að vera með framsókn á heilanum í hálft ár, en man ekki hvernig Guðni Ágústsson varð formaður.

Reyndar er það frekar sjaldgæft að flokkar tapi meira en helmingi fylgis, eftir álíka stórt tap í kosningunum þar á undan og stjórnarandstöðusetu.

ls (IP-tala skráð) 1.11.2016 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband