Eðlilegt og sjálfsagt.

Kosningarnar enduðu í afbrigði af pattstöðu:  Stjórnarflokkarnir misstu meirihluta sinn, fengu 40% atkvæða og 29 þingmenn, en flokkarnir fjórir, sem voru á vinstri vængnum yfir á miðjuna, fengu um 45%, eða 27 þingmenn, þannig að hvorug blokkin var með meirihluta, hvorki kjósenda né þingmanna.

Viðreisn staðsetti sig strax utan vinstri vængsins fyrir kosningar og lofaði jafnframt "að verða ekki þriðja hjól undir vagni stjórnarflokkanna." 

Nú hefur Björt framtíð horfið úr hópi flokkanna fjögurra og stillt sér upp við hlið Viðreisnar, bæði til að efla samningsstöðu miðflokkanna og til að veðja frekar á stjórn til hægri en vinstri, af því að færri flokka þarf þeim megin til að mynda meirihlutastjórn.

Viðreisn lofaði því fyrir kosningar að "verða ekki þriðja hjól undir vagni stjórnarflokkanna" sem töpuðu meirihluta sínum, en Benedikt var hvorki spurður um hvort hann myndi vilja verða fjórða hjólið undir vagninum né sagði hann neitt um það.

Þannig að þetta er allt opið og einnig sá möguleiki fyrir hendi að Framsókn verði utan stjórnarinnar og verji hana vantrausti.

Eins og er virðast möguleikarnir eru greinilega meiri til að mynda miðju-hægri stjórn heldur miðju-vinstri stjórn og því er eðlilegt og sjálfsagt að forseti Íslands feli formanni stærsta flokksins þeim megin við miðjuna umboð til stjórnarmyndunar.  

Björt framtíð hefur boðað þá stefnu að bæta vinnubrögð í stjórnmálum og laða saman krafa ólíkra afla.  Eftir byggðakosningarnar 2014 taka þeir þátt í meirihlutastjórnum í Reykjavík og tveimur öðrum af stærstu kaupstöðum landsins.

Þeir hafa með öðrum orðum unnið að því að "gera sig stjórntæka" og eru á svipuðum buxum nú.

Gagnrýnendur lesa orðin hrossakaup og valdafíkn út úr þessu, og að þeir falbjóði sig um of, en um það er of snemmt að dæma varðandi það sem þeir gera núna.  


mbl.is Bjarni Benediktsson fær umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt að Framsóknarflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn eða verji ríkisstjórn vantrausti sem heldur áfram viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Næsta víst að Viðreisn eða Björt framtíð eða báðir flokkarnir verði í næstu ríkisstjórn og þeir leggja báðir áherslu á aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Og að sjálfsögðu er fyrst reynt að mynda meirihlutastjórn.

Þorsteinn Briem, 2.11.2016 kl. 20:29

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Bjarni og Kata leiðtogalykilstjörnur þessara kosninga ætla að hittast í fyrramálið. Kannski gerast furðuhlutir að hægri og vinstri myndi saman stjórnarhjónaband......cool

Ragna Birgisdóttir, 2.11.2016 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband