Góðar fréttir - flug til Brussel.

Það eru góðar fréttir að WOW air ætli að fljúga fjórum sinnum í viku beint til Brussel. Borgin liggur vel við ferðum um norðvestanverða Evrópu og stutt að fara þaðan til Hollands, Þýskalands, Frakklands og Lúxemborgar. 

Brussel er vinaleg borg með fjölþjóðlegan blæ og menningu.  

Í Ardennafjöllum eru bæði söguslóðir og fallegt landslag og frá Brussel tekur stutta stund að fara með hraðlest til Parísar. 

Alltof margir tengja Brussel eingöngu við ESB og stofnanir þess, en þar eru miklu fleiri alþjóðastofnanir, sem ekki tengjast ESB, svo sem upplýsingastofnanir EFTA, NATO, Kaþólsku kirkjunnar og Flóttamannastofnunar EVrópu. 

Brussel er ekki eina borgin, sem hefur orðið fyrir hryðjuverkum, - London, París og Madrid eru meðal slíkra borga og ástæðulaust að forðast ferðir til stórborga Evrópu bara vegna slíks.

Cork á Írlandi er skemmtilegur áfangastaður. Þaðan er stutt að aka Kerry-hring um fjallalandslag á suðvesturhorni landsins, þar sem hinn veðursæli bær Killarney er á milli fjallanna.

Íbúar þessa hluta Írlands benda á, að í þar sé að finna hið raunverulega og sanna Írland, því að Dublin sé alltof bresk.

Meira að segja var enn hægt að rekast á vegi, sem aðeins voru merktir með keltneskum heitum, þegar við Helga vorum þar á ferð 1992.  


mbl.is WOW flýgur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband