5.11.2016 | 10:56
"Hetjur bak við luktar dyr."
Mér er í barnsminni þegar ég var veikur um nokkurra vikna skeið og hlustaði á tónlist í útvarpinu þar sem ég lá.
Eitt af þeim lögum, sem aldrei gleymast, var lagið sem Elsa Sigfúss söng á svo hjartnæman hátt, og var við ljóð Davíðs Stefánssonar um verkamannsins kofa.
Þar var lýst kjörum hinna fátækustu á kreppuárunum og er sárt til þess að vita að fátækt skuli enn ekki hafa verið útrýmt á Íslandi sjötíu árum síðar.
Ein af setningum sem Erla söng og enn lifa í minningunni er "...hin sjúka móðir brosti gegnum tárin."
Þessi fáu orð voru hin einu í ljóðinu þar sem minnst var á veikindi eða sjúkleika, en þess sterkari voru þau innan í lýsingunni á ömurlegum kjörum hinnar fátæku fjölskyldu.
Davíð var höfuðsnillingur í skáldastétt og hafði lag á að enda ljóð sín með meitluðum lokasetningum, sem kallast "punch line" á enskri tungu.
Lokasetningarnar voru sterkar í þessu ljóði hans:
"Það búa hetjur bak við luktar dyr. /
Börnin frá mat en foreldrnir svelta."
Var ekkert leyndarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.