Skipta þarf málefnum í hluta, t.d. framkvæmdaflokk og biðflokk.

Stjórnarmyndunarviðræður geta orðið flóknar þegar flokkarnir eru magir, málefnin mörg og skoðanirnar margar. 

Hver flokkur þarf að skoða fyrir sig, hvaða málefni sín hann á helst möguleika á að koma inn í stefnu nýrrar stjórnar í eins konar framkvæmdaflokki málefna, í hvaða málefnum er hægt að finna hreina málamiðlun til framkvæmdar og loks hvaða málefni væri hægt að leggja til hliðar í bili, setja í eins konar biðflokk. 

Vegna þess hve misjafnlega kann að vera tekið í tillögur um málefnin af hálfu þeirra flokka, sem semja þarf við, kann það að kosta drjúgan tíma. 

Það fer ekki endilega eftir stærð flokkanna hve erfitt kann að vera að semja við þá. 

Þannig sagði Steingrímur Hermannsson, sem var forsætisráðhera í fimm flokka stjórn sem sat til enda kjörtímabils (flokkur Stefáns Valgeirssonar hét "Samtök um jafnrétti og félagshyggju"), að jafn mikill eða jafnvel meiri tími hefði farið í að semja við hinn eina þingmann þessara samtaka og fór í að semja við alla hina flokkana til samans. 


mbl.is Allir finna til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband