6.11.2016 | 10:31
Grafarþögnin mikla.
Það er athyglisvert hvernig það er eins og að þögn um umhverfismál slær á fyrir kosningar um helstu málefni þjóðarinnar.
Þetta gerðist fyrir kosningarnar 2007 og gerist aftur fyrir kosningarnar nú.
Þó eru umhverfismálin þegar orðin að helsta viðfangsefni mannkyns vegna þess að núlifandi jarðarbúar stunda rányrkju á helstu auðlindum jarðar jafnframt geigvænlegu kæruleysi varðandi umhverfisáhrif þessarar rányrkju.
Hér á landi hefur viðfangsefnunum í aðgerðum á þessu sviði verið vikið til hliðar og er það út af fyrir sig okkur ekki til sóma.
Það sem gert hefur verið hefur að mestu ekki verið vegna hugsjónaelds, heldur einfaldlega vegna þess að það sparaði okkur stórfé og gjaldeyri að fara út í hitaveiturnar okkar til húsaupphitunar í stað þess að flytja inn kol og síðar olíu til þessara nota.
Verst er nefnilega, að við höfum verið að streitast við í síbylju að hreykja okkur upp með síendurteknum fullyrðingum um forystu okkar og hugsjónir á öllum sviðum umhverfismála sem að stórum hluta byggjast á hreinum lygum, svo að talað sé tæpitungulaust.
Það brá fyrir lítil frétt um orkuskort, sem gæti farið að há Reykvíkingum. Samt framleiðir Orkuveita Reykjavíkur rafmagn sem nægt gæti fyrir milljónaborg.
Ástæðu aðsteðjandi orkuskorts nefna menn ekki, en hún er sú, að forsendan, sem gefin var um endingu virkjananna á Hengilssvæðinu og önnur slík jarðvarmaraforkuver á Íslandi, var sú að hún gæti enst í 50 ár.
Sem sagt: Rányrkja en ekki "hrein og endurnýjanleg orka" í sjálfbærri þróun.
Orka Hellisheiðarvirkjunar er þegar farin að minnka á sama tíma sem orkuþörf íslenskra fyrirtækja og heimila vex.
Hin raunverulega ástæða orkuskortsins er sú, að í hreinni græðgi áltrúarmanna var Hellisheiðarvirkjun höfð alltof stór í upphafi til þess að nokkur von væri til að orkan gæti enst, - byggt var á því að geta pumpað nógu mikilli orku upp úr jörðinni til að selja stóriðju sem mest af henni á smánarlega lágu verði.
Orkusalan til stóriðjunnar er fastbundin nokkra áratugi fram í tímann á sama tíma sem orka virkjunarinnar mun fara stöðugt minnkandi.
Það eina sem áltrúarmenn sjá er að byggja upp þörf fyrir nýjar virkjanir úr þeirri ruslakistu rammaáætlunar sem felst í því að njörva á endanum allan Reykjanessskagann frá Reykjanestá til Þingvallavatns í net virkjana með sínum stöðvarhúsum, skiljuhúsum, borholum, gufuleiðslum, risaháspennulínum og vegum sem svona virkjanir, að ekki sé nú talað um virkjananet, fela í sér.
Gígaröðin Eldvörp er næst á dagskrá, þar sem hraða á uppdælingu jarðvarma með fyrrnefndu mannvirkjaneti, sem ná á 15 kílómetra leið frá Svartsengi til sjávar vestan við Grindavík.
Loftmyndin er tekin á flugi suðvestan við Svartsengi og sést til suðurs yfir hluta af þessari sérstæðu þráðbeinu 10 kílómetra löngu gígaröð, en í fjarska sjást Grindavík og ströndin þar vestur af.
Athugasemdir
Flottur Ómar, flottur!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 12:42
´Mikil hlýtur Þórðargleði þín að vera mikil núna Hr Ómar.En lausnin er bara ein virkjanir á landsbyggðini. Nú er farið að huga að virkjun Geitdalsár ,svo er Jökulsá á fjöllum eftir ásamt Eyjabökkum ofl
http://www.ruv.is/frett/orkuskortur-yfirvofandi-vida-um-land
MM (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 18:06
Miklu meira en nóg af raforku á öllu landinu.
Loka einu álveri.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:17
Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.
Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.
Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann en áður hafði hún verið mest í Noregi.
Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:19
Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.
Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:20
17.12.2005:
"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."
"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.
Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."
Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:21
Reisa þarf nýjan Landspítala sem er geysistór nokkurra ára opinber framkvæmd sem ekki er hægt að bíða með.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:22
Hvað með þetta
http://www.bbl.is/frettir/frettir/flod-af-voldum-eldgoss-i-bardarbungu-gaeti-lamad-raforku--og-fjarskiptakerfid/4718/
mm (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 18:23
Að sjálfsögðu vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sama ástand og var hér fyrir Hrunið haustið 2008.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:24
12.7.2016:
"Byggingakrönum hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár og á fyrri hluta þessa árs hefur Vinnueftirlitið skoðað 157 krana en þeir voru 165 á fyrri hluta ársins 2007.
Það er aukning frá því sem var á fyrri hluta síðastliðins árs þegar 137 byggingakranar voru skoðaðir af Vinnueftirlitinu og 319 á árinu í heild.
Einungis fóru fleiri kranar í skoðun hjá Vinnueftirlitinu árið 2007 eða 364."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:27
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur."
"Stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir hlutu einnig að magna vandann."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:34
Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:37
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:39
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:40
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:41
Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.
Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.
Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.
Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:44
18.10.2013:
"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.
Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.
Álverð hefur hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.
Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%]."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:46
Það eru engin rök í máli að segja eitthvað út í loftið eins og til að mynda þetta:
"Botninn mun detta úr túrismanum innan nokkurra ára."
Við höfum öll séð þessa fullyrðingu frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum árum saman.
Einnig að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka bráðlega.
Einmitt þveröfugt hefur gerst og ekkert að marka þessar fullyrðingar.
Þegar menn rökræða mál eiga þeir að beita rökum en ekki "ég held og mér finnst" og krefjast þess svo að aðrir beiti rökum í málinu.
Menn eiga sem sagt ekki að krefjast hærri launa vegna þess að einhverjir aðrir geti tapað á því, til að mynda ríkið.
Flestir Íslendingar hafa fengið miklar launahækkanir undanfarið vegna þess að þeir hafa farið í verkföll eða hótað því að fara í verkfall.
Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.
Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.
Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:47
Þegar og ef eldgos lama fjarskipti og raforkukerfi verður þú í myrkri án tölvu og fjarskipta er það spennandi
mm (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 18:48
16.12.2013:
"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.
Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent til að hægt yrði að ljúka samningum."
Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:48
24.8.2015:
Lágt álverð dregur niður hagnað Orkuveitu Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:49
7.8.2015:
"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."
"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:50
27.9.2015:
"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.
Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."
Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:51
24.2.2016:
"Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 192.500 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í janúar síðastliðnum, sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku.
Af þeim voru 187.200 starfandi.
Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,5% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli einungis 2,8%.
Samanburður mælinga í janúar 2015 og 2016 sýnir að í vinnuaflinu fjölgaði um 7.700 manns, atvinnuþátttakan jókst því um 1,6%.
Fjöldi starfandi jókst um 10.400 og hlutfallið af mannfjölda um 2,8%.
Atvinnulausum fækkaði um 2.600 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnkaði um 1,5%."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:54
17.2.2015:
"Íslandsbanki spáir því að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna á þessu ári, 2015, eða ríflega ein milljón króna á hvern Íslending.
Greinin hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið og með sama áframhaldi verða tekjurnar farnar að nálgast útgjöld ríkisins innan nokkurra ára en þau eru áætluð um 640 milljarðar króna í ár."
"Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir ferðaþjónustuna orðna "langumfangsmestu atvinnugrein þjóðarinnar á mælikvarða gjaldeyrisöflunar.""
Spá 342 milljarða króna útflutningstekjum ferðaþjónustunnar árið 2015
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:56
Fiskiskip Granda hf. og önnur reykvísk fiskiskip, fiskvinnslan og Lýsi hf. við Reykjavíkurhöfn, CCP á Grandagarði, Harpa, hótelin í Reykjavík, hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn og Íslensk erfðagreining afla erlends gjaldeyris.
Það sem flutt er inn í 101 Reykjavík frá landsbyggðinni eru fokdýrar landbúnaðarvörur.
Og skattgreiðendur, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu, halda uppi mörlenskum bændum.
Þar að auki eiga skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu meirihlutann af öllum fiskimiðum við landið, íslenskum þjóðlendum og Landsvirkjun.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:57
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja að tollar á íslenskum sjávarafurðum verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.
En vilja að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 18:58
Samtök iðnaðarins:
"Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:00
Febrúar 2009:
"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.
Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.
Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.
Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.
Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.
Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."
Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi - Fyrrverandi ríkisskattstjóri
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:02
21.2.2014:
Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:03
28.3.2013:
"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.
Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.
Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.
Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.
Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:04
17.12.2015:
Landsvirkjun segir Norðurál sýna mikla hörku og hóta lokun
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:08
HVAÐ með langvarandi rafmagnsleysi á td Sv horninu hefur það engin áhrif,ef komin væri almmenileg hringtenging á landinu og virkjað utan eldgosa og jarðskjálftasvæða, minkaði þessi möguleiki er það ekki rétt?
Þegar og ef eldgos lama fjarskipti og raforkukerfi verður þú í myrkri án tölvu og fjarskipta er það spennandi
mm (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 19:49
"Fjallagrasatínslan":
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar áætlaðar um 400 milljarðar króna á þessu ári, 2016 - Um 44% meiri en árið 2013
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:53
20.5.2014:
Landsvirkjun skuldar andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana, 268 milljarða króna í árslok 2013
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:54
26.2.2014:
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:55
6.9.2013:
"Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.
Þar af jókst þjónustuútflutningur um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%."
Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil 2012
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:56
15.11.2015:
Alcoa aldrei greitt skatt hér á Íslandi - Um 57 milljarðar króna farið frá Alcoa í Reyðarfirði til Lúxemborgar
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:57
9.3.2015:
"Raforkuframleiðsla hér á landi hefur nærri tvöfaldast á mann undanfarinn áratug.
Norðmenn eru ekki nema rúmir hálfdrættingar í raforkuframleiðslu á mann."
"Orkustofnun hefur tekið saman heildarraforkuframleiðsluna í fyrra og nam hún 18.120 gígavattstundum."
"Raforkuframleiðsla á hvern íbúa nam tæpum 56 megavattstundum í fyrra.
Árið 2004 nam hún tæpum 30 megavattstundum og aukningin nemur 90 prósentum.
Magnús Júlíusson verkfræðingur á Orkustofnun segir að Norðmenn komi næstir á eftir okkur en þeir hafi um 30 megavattsstundir á íbúa.
Stöðug aukning hefur verið síðustu áratugi. Mesta stökkið varð þegar Kárahnjúkavirkjun var tekin í gagnið í nóvemberlok 2007.
Heimilin nota aðeins fimm af hundraði rafmagnsins en stóriðjan 80 af hundraði."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:58
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en ellefu milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:00
10.4.2013:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um arðgreiðslu til eigenda, þ.e. ríkissjóðs, að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2012.
Landsvirkjun greiddi 1,8 milljarða í arð í ríkissjóð í fyrra en fyrirtækið greiddi engan arð fjögur ár þar á undan."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:01
CCP á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2009 útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem dugað hefði til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hér á Íslandi laun og launatengd gjöld.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:02
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.
12.6.2008:
"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:03
Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.
(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)
Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:04
Er þetta ekki svarvert?
HVAÐ með langvarandi rafmagnsleysi á td Sv horninu hefur það engin áhrif,ef komin væri almmenileg hringtenging á landinu og virkjað utan eldgosa og jarðskjálftasvæða, minkaði þessi möguleiki er það ekki rétt?
Þegar og ef eldgos lama fjarskipti og raforkukerfi verður þú í myrkri án tölvu og fjarskipta er það spennandi
mm (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 20:08
Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.
Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.
Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna
Flugfreyjufélag Íslands
Flugvirkjafélag Íslands
Flugumferðarstjórar í BSRB
Steini Briem, 17.10.2010
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:09
Þessi starfsemi þar rafmagn er það ekki.HVAÐ MEÐ ÞETTA?
Er þetta ekki svarvert?
HVAÐ með langvarandi rafmagnsleysi á td Sv horninu hefur það engin áhrif,ef komin væri almmenileg hringtenging á landinu og virkjað utan eldgosa og jarðskjálftasvæða, minkaði þessi möguleiki er það ekki rétt?
Þegar og ef eldgos lama fjarskipti og raforkukerfi verður þú í myrkri án tölvu og fjarskipta er það spennandi
mm (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 20:16
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:30
18.8.2015:
Hlutabréf álframleiðenda hríðfalla
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:31
Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:33
Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.
Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.
Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.
Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.
Steini Briem, 8.11.2014
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:35
17.2.2016:
"Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar sé á villigötum.
"Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn velti fyrir sér af hverju þurfi að eyða fjármunum í ferðaþjónustuna?," spurði hún á fundi sem Íslandsstofa boðaði til í morgun um samstarf og markaðssetningu erlendis á árinu 2016.
Helga sagði að stjórnmálamönnum ætti að vera ljóst að um góða fjárfestingu sé að ræða sem muni skila sér margfalt til baka.
Hún nefndi að innan 15 ára geti gjaldeyristekjur Íslands í ferðaþjónustunni numið svipaðri tölu og heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar eru í dag.
Einnig sagði Helga að áætlað sé að gjaldeyristekjurnar í ferðaþjónustunni hafi aukist um 100 milljarða króna frá árinu 2013 til 2015.
"Stundum finnst mér eins og stjórnmálamenn séu ekki tilbúnir til að samþykkja þennan nýja veruleika," sagði hún.
"Það þarf að byggja upp innviði fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar.
Uppbyggingin nýtist okkur öllum vel.""
Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:38
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti:
Röð landa eftir þéttleika byggðar
Hér á Íslandi dvöldu um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra, 2015.
Hver erlendur ferðamaður dvelur hér á Íslandi í eina viku og því voru hér að meðaltali í fyrra um 25 þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.
Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast hér innanlands á ári hverju og gista að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.
Að meðaltali eru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum, þannig að erlendir ferðamenn eru hér einungis um tvisvar sinnum fleiri en þeir íslensku.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:41
Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.
Yellowstone National Park
"Hann var það, Steini, þegar ég kom þangað 2008."
Ómar Ragnarsson, 20.3.2013
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:41
Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.
Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.
Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.
Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.
Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:53
17.4.2015:
Holskefla af kínversku áli lækkar álverð
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 20:58
Steini Briem getur þú ekki svarað þessar spurningu
?
Þessi starfsemi þar rafmagn er það ekki.HVAÐ MEÐ ÞETTA?
Er þetta ekki svarvert?
HVAÐ með langvarandi rafmagnsleysi á td Sv horninu hefur það engin áhrif,ef komin væri almmenileg hringtenging á landinu og virkjað utan eldgosa og jarðskjálftasvæða, minkaði þessi möguleiki er það ekki rétt?
Þegar og ef eldgos lama fjarskipti og raforkukerfi verður þú í myrkri án tölvu og fjarskipta er það spennandi
mm (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 21:32
17.12.2015:
Norðurál þrýstir á lægra orkuverð
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:35
26.2.2014:
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna.
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:38
Norðurál þrýstir á lægra orkuverð en hvað kemur það þassu við Steini Briem
Þessi starfsemi þar rafmagn er það ekki.HVAÐ MEÐ ÞETTA?
Er þetta ekki svarvert?
HVAÐ með langvarandi rafmagnsleysi á td Sv horninu hefur það engin áhrif,ef komin væri almmenileg hringtenging á landinu og virkjað utan eldgosa og jarðskjálftasvæða, minkaði þessi möguleiki er það ekki rétt?
Þegar og ef eldgos lama fjarskipti og raforkukerfi verður þú í myrkri án tölvu og fjarskipta er það spennandi
mm (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 21:39
10.4.2013:
HS Orka hf. - Sautján atriði sem hafa tafið framkvæmdir við álver í Helguvík
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:42
1.11.2013:
Ferðaþjónusta nú stærsta starfsgreinin í Reykjanesbæ
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:43
Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:45
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:46
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:47
18.3.2014:
"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.
Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:49
4.3.2015:
Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 302 milljarðar króna árið 2014 - Stærsta útflutningsgreinin
4.3.2015:
1.35 million tourists this year - 45% of all new jobs created since 2010
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:52
Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.
Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 21:56
Álver og sjávarútvegur er það sem stendur undir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,hér á Húsavík er að rýsa ein af gjaldeyrisöflunarvélum Íslands,sem mun afla þjóðarbúinu tekna um ókomna framtíð.
Þó Landvernd bulli og kæri
Það óstöðugan ekki ærir
Því loftlínur við viljum
101 rvk hírist í hríðarbyljum
mm (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 22:04
Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.
Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.
Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Hins vegar er hægt að meina glæpamönnum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu landgöngu hérlendis.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:09
Norðurál þrýstir á lægra orkuverð en hvað kemur það þassu við Steini Briem
Þessi starfsemi þar rafmagn er það ekki.HVAÐ MEÐ ÞETTA?
Er þetta ekki svarvert?
HVAÐ með langvarandi rafmagnsleysi á td Sv horninu hefur það engin áhrif,ef komin væri almmenileg hringtenging á landinu og virkjað utan eldgosa og jarðskjálftasvæða, minkaði þessi möguleiki er það ekki rétt?
Þegar og ef eldgos lama fjarskipti og raforkukerfi verður þú í myrkri án tölvu og fjarskipta er það spennandi
mm (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 22:17
Hvað með þetta Hr Briem
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/07/flutningskerfi_raforku_naer_sprungid/
mm (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 09:22
Steini Smile (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.