Hinn hægi skriðþungi.

Í nokkrum sjónvarpsmyndum að undanförnu höfum við verið minnt á það, hve óhemju seinlegt það er oft að koma fram umbótum í mannréttindamálum. 

Í mynd í Sjónvarpinu í kvöld kom ekki aðeins fram, hve litlu munaði að afnám þrælahalds í Bandarríkjunum yrði afnumið með stjórnarskrárbreytingu 1865, heldur einnig hvernig sá skilningur var enn ríkur, að aðeins væri um lagalegt jafnrétti að ræða með breytingunni en ekki kynþáttajafnrétti. 

Þar heyrðist líka mikill kurr í þingsal þegar minnst var á að svertingjar fengju kosningarétt og enn meiri kurr, þegar minnst var á að konur fengju kosningarétt. 

Í annarri mynd á dögunum var reifað hvernig Lyndon B. Johnson þurfti að beita öllum brögðum í bókinni heilli öld síðar til þess að ná því fram að raunverulegt jafnrétti og að kosningaréttur svertingja yrði tekið upp í öllum ríkjunum.

Nú getur orðið mjótt á munum varðandi það að kona verði forseti Bandaríkjanna, og það heyrðist hjá andmælanda þess vestra, að ótækt væri að kona væri talsmaður og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart karlkyns fulltrúum annarra ríkja.

Er furðulegt að heyra slíkt í ríki frelsis og jafnréttis á þeim tímum sem Margareth Thatcher og Angela Merkel hafa verið einhverjir kraftmestu leiðtogar fjölmennra Evrópuríkja.

Já, skriðþunginn er hægur. 165 árum eftir að þáverandi dönsk valdastétt brá fæti fyrir það að Jón Sigurðsson og aðrir fulltrúar á íslensku sérstaklega kjörnu stjórnlagaþingi (Þjóðfundi) gæti klárað að semja nýja íslenska stjórnarskrá, skuli enn vera brugðið fæti fyrir að uppfylla loforðin 1851 og 1944 um það.   

 


mbl.is Clinton og Trump keppa um lykilríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband