8.11.2016 | 21:48
Þetta væri ekki spurning í "landi frelsis og einkaframtaks".
Lónin við jaðra jökla hér á landi, einkum lónin við jaðar Breiðamerkurjökuls, eiga enga sína líka í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að vísu er til svipað lón í Alaska, en hvergi nærri með viðlíka umhverfi og stórjökul að baki eins og Vatnajökul.
Á sama hátt og Vatnajökulsþjóðgarður var látinn ná alls staðar út að jaðrinum þegar honum var komið á fót, þarf að færa mörkin það langt út, að þau nái að minnsta kosti að þeirri línu, sem jökullinn náði til þegar hann var stærstur í kringum aldamótin 1900.
Í Bandaríkjunum, "landi frelsis og einkaframtaks" þykir sjálfsagt að helstu náttúruverðmæti séu í þjóðareign og að allir, jafnt þegnar landsins sem aðrir, greiði gjald fyrir að koma inn á þessi svæði og þess vegna væri löngu búið að koma íslensku jökullónunum í þjóðareign, ef þau væru í Bandaríkjunum.
Sigurður Ingi vill að ríkið kaupi Fell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu að tala um landið, sem er að kjósa Landráðamann sem forseta, með kosningasvikum og eru búnir að lýsa yfir stríði við Rússa til að fela "kosningasvikin"?
Þetta land "landi frelsis og einkaframtaks", þar sem litaðir eru skotnir af löggunni, fyrir það eitt að vera litaðir?
Hvenær flyturðu? viltu hjálp við flutninginn? Þú verður "vel" haldinn þarna vestra, enda ertu "hvítur" strákur.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.11.2016 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.