Ó, hve amerískt!

Hvíti maðurinn ruddist yfir Ameríku með vopnavaldi fyrir nokkrum öldum og hertók hana með hestinn og byssuna sem tákn hins óhefta og skilyrðislausa valds yfir frumbyggjum, náttúru, auðlindum og dýrum. 

Indíánar undruðust hvernig þeir riðu viðstöðulaust yfir ár án þess að spyrja landvætti um leyfi. 

Með byssunni fóru Buffalo-Bill og aðrir veiðimenn létt með að útrýma hundraða þúsunda hjörðum vísunda á tiltölulega fáum áratugum án þess að gæta að lögmálum Indíána, sem kveða á um að tryggja skuli að nýting auðlinda sé þannig, að ekki sé gengið á rétt næstu sjö kynslóða til að nýta þær. 

Þetta þýddi í raun sjálfbæra þróun án rányrkju, því að með hverri kynslóð sem féll frá, bættist ein ófædd kynslóð við röð kynslóðanna.  

Ingólfur Arnarson lét heimilisguðina Þór og Frey, sem voru í öndvegissúlunum, reka á land í Reykjavík og hélt vafalaust sérstaka fórnarhátíð þar sem heimilisguðirnir friðmæltust við landvættina. 

Það liggur fyrir að Ingólfur taldi að hinn trúlausi Hjörleifur, fóstbróðir hans, hefði goldið fyrir það með lífi sínu að hafa ekki friðmælst við landvættina í Hjörleifshöfða og Vestmannaeyjum. 

Byssuást Bandaríkjamanna er grunnmúruð í hugsunarhátt hins hrottafengna landnáms, sem er falið í heitunum "frontier-nation" og "frontier-spirit." 

Þess vegna sé byssan enn svo nauðsynleg og næsta heilög. 

Kanadamenn og Ástralir eru líka "frontier-þjóðir" en þar er byssueign margfalt minni og byssudráp sömuleiðis. 

Byssumaðurinn á kjörstaðnum í Virginíu er táknmynd þess sem Donald Trump stendur fyrir, réttur þess sem er meiri máttar til að drottna yfir hinum í krafi auðs, sem oft er illa fenginn, borga enga skatta og skilja eftir sig slóð hlunnfarins fólks í viðskiptum í krafti frumskógarlögmáls viðskiptalífsins. 

Það, að slíkur maður skuli vera hársbreidd frá því eða jafnvel við það að hrifsa völdin í Bandaríkjunum er hins vegar alvarleg áminning um það hvaða afleiðingar staðnað og spillt valdakerfi getur haft.

Trump nærist á réttmætri gremju vaxandi fjölda fólks sem ofbýður sérdrægni og spilling stjórnmálamanna og kerfiskarla vestra.

Þar er í gangi háskaleg blanda peninga og stjórnmála.   


mbl.is Má mæta með byssu á kjörstað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar þú ert á algerum villigötum í þessum skrifum.

Í fyrsta lagi er Trump ekki holdgerfingur þeirra sem auðgast með ósiðlegum hætti og stjórna samfélaginu með eigin gróða í huga.

Trump auðgaðist á að byggja hótel og bari og slíka hluti. Hann hefur án vafa oft verið harðdrægur og farið eins langt og hann hefur getað í viðskiftum sínum við aðra.Mjög líklega hafa margir farið illa út úr viðskiftum við hann.

En þeir sem byggja hótel eru ekki óvinir fólksis,óvini fólksins er að finna á Wall Street þar sem þúsundir manna og kvenna sjúga verðmæti út úr hagkerfinu með svikum sem eru skipulögð af fólki þar, og samþykkt af stjórnvöldum.Þetta fólk leggur engin vereðmæti til samfélagsins,það er einskonar tilberar sem nærast á vinnu annarra án þess að leggja til nokkra uppbyggingu.

Trump hefur aldrei tilheyrt þessum hópi.

Þó að ég eigi ekki byssu og finni til óþæginda í nærveru þeirra ,þá verð ég að leiðrétta þig varðandi byssueign Bandaríkjamanna.Hún hefur ekkert með villta vestrið að gera.

Þessa byssueignaráráttur er að rekja til sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjamanna.Stór hluti Bandaríkjamanna treystir ekki stjórnvöldum,án tillits hver þau eru.Ákvæðið um byssueign sem eru í stjórnarskránni eiga ekkert skylt við villta vestrið,þau stafa af því að "the founding fathers" töldu nauðsinlegt að íbúarnir gætu varið sig ef stjórnvöld færu fram með þeim hætti að óviðunandi sé. Í ljósi ýmissa atburða í heimssögunni er þetta kannski ekki svo vitlaus afstaða. Það hafa margsinnis komið fram stjórnvöld sem hafa farið fram með þeim hætti að óviðunandi var fyrir íbúana,en þeir hafa ekki getað varið sig af því að þeir einu sem höfðu byssur voru stjórnvöld,kúgararnir. Það er vert að hafa í huga að þó að íbúarnir hafi haft þessi úrræði í hundruð ára hafa þeir aldrei beitt þessum möguleika.Þetta er ekki hættulegra en svo.

Ég segi þetta ekki af því ég sé endilega hlynntur byssueign,en þetta eru vissulega gild rök.

Trump er ekki fulltrúi elítunnar í US,það er Hillary Clinton sem vermir það sæti eins og berlega hefur komið í ljós í Wiki leakes póstunum ,hafi menn ekki vitað það fyrr.

Það er Hillary sem heldur ræður gegn hundruð millóna greiðslum á Wall Sreet fyrir luktum dyrum og segir elítunni að stjórnmálammenn þurfi að hafa tvær stefnur,eina sem þeir TALA um við almenning og aðra sem þeir FRAMKVÆMI í samráði við bankamenn.

Það er Hillary sem notar embætti sitt til að þyggja mútur frá ríkisstjórnum og fyrirtækjum um allan heim til að auðgast,en gefur í staðinn þessum fyrirtækjum veiðileyfi á almenning alls heimsins.

Það er Hillary sem notaði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að kúga hundruð milljóna út úr Ercsson fyrirtækinu

Það er Hillary sem hefur staðið fyrir stríðsglæpum í Libýu og Sírlandi sem eru svo skelfilegir að við getum sem betur fer með engu móti gert okkur fulla grein fyrir afleiðingum þeirra.

Það er Hillary sem ofsótti og þaggaði niður í konum  sem Bill Clinton nauðgaði og svívirti yfir alla ævina. Mér finnst í meira lagi merkilegt að sjá konur sem ekki meiga vamm sitt vita í þessum efnum ,styðja Hillary Clinton. 

Það er Hillary sem er líklega barnaníðingur,vegna þess að það hafa fyrir löngu komið fram konur sem hafa lýst því með sannfærandi hætti, að hún hafi lyfjað þær upp á og látið þær hafa samfarir við sig þegar þær voru undir lögaldri.

Ekkert af þessu skiftir máli í dag ,af því að í dag eru menn ekki að kjósa fólk heldur vörumerki.

Hillary er vel auglýst vörumerki ,sem er fulltrúi alls þess versta sem er að finna í Bandarísku samfélagi

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2016 kl. 15:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenski rasistaskríllinn rottar sig saman hér á Moggablogginu.

Meindýraeyðir Íslands

Þorsteinn Briem, 8.11.2016 kl. 15:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 8.11.2016 kl. 15:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 8.11.2016 kl. 15:30

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er brask Trump undirlagt monkí bissnes.  Hann neitaði að leggja fram skattskýrslur og gögn.  Segir ákveðna sögu.  Jafnframt draga sérfræðingar stórlega í efa ríkidæmi Trumps og í framhaldi hef ég séð því lýstnokkurnvegin eins og bankamennirnir hérna fyrir hrun störfuðu.  Allt bara lán, veðsetning á veðsetningu ofan og loft ef á reyndi.  Í raun er margt sem bendir til að Trump gæti verið stórskuldugur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2016 kl. 15:53

6 identicon

Ómar Bjarki.

Þetta er því miður alveg rétt hjá þér.Meirhluti Íslendinaga mundi kjósa Hillary ,jafnvel þó hún sé stórtækasti mútuþegi allra tíma,stríðsglæpamaður og kvenníðingur.

Ég held samt að Íslendingar séu ekkert sérlega hrifnir af þessum "mannkostum" en þetta sýnir bara að hún er gríðarleega vel auglýst vörumerki.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2016 kl. 17:16

7 identicon

Það er best að hafa sem fæst orð um meirihluta Íslendinga.  Ég er nokkuð viss um að restin af heiminum hafi engan áhuga á að fá þessa morðóðu kerlingu í heimsókn til sín.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2016 kl. 17:21

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er umhugsunarefni að sjá frá Íslendingi hér í athugasemd svakalegari svívirðingar í garð Hillary Clinton en meira að segja Trump hefur sett fram. 

En höfuð gallarnir á framboði beggja liggja í peningum, fjármagninu, sem hefur haft spillandi áhrif á feril þeirra beggja, þar sem hin háskalega blanda, peningar og stjórnmál umvefja þau bæði. 

Ómar Ragnarsson, 8.11.2016 kl. 19:50

9 identicon

Ómar ,þú ert væntanlega að beina orðum þínum til mín.

Það er vel þekkt að það eru nokkrar konur sem halda því fram að Hillary hafi látið ofsækja þær í kjölfar ásakana þeirra umm að Bill hafi nauðgað þeim.

Í kosningabaráttunni hafði Trump fréttamannafund með tveimur af þessum konum.Hann gerði það í kjölfar þess að Hillary lét birta hljóðritanirnar af "búningsklefa" röfli hans.

Varðandi ungu stelpurnar ,þá hafa að minnsta kosti tvær stelpur komið fram og ásakað hana um þetta.Þetta átti að hafa átt sér stað þegar þær voru lærlingar í Hvíta húsinu. Að sjálfsögðu veit ég ekki hvort það er rétt enda,er ég ekki að halda því fram. Hinsvegar finnst mér þetta ekki ólíklegt miðað við karaktereinkenni Hillary.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2016 kl. 21:27

10 identicon

því miður er ekki hægt annað en að vera sammala Borgþóri

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.11.2016 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband