Þyrfti að vera ein setning utan á pökkunum.

Allir þekkja áletranirnar, sem eru á sígarettupökkunum og lýsa afleiðingum reykinga. 

Í raun greina þær frá aukaverkunum reykinga. Það, sem fær fólk til að reykja, eru áhrif nikótíns á reykingafólkið, sem því finnst þægileg og verða að lokum að ávanabindandi fíkn. 

Aukaverkanirnar eru síðan sjúkdómar, sem reykingar valda, og áletranirnar greina frá þessu frumatriði. 

Raunar vantar eitt orð í áletranirnar: "Nikótín er ávanabindandi fíkniefni." 

Þegar maður kaupir lyf eins og íbúfen, er enga áletrun um aukaverkanir að finna utan á pökkunum. 

Inni í þeim er hins vegar seðill með miklu og smáu letri, sem greinir meðal annars frá aukaverkunum. 

Fróðlegt væri að vita hve margir þeirra, sem hafa keypt þetta lyf, hafa lesið þennan seðil til hlítar. 

Ég var fyrst að lesa hann núna í dag eftir að ég sá tengda frétt á mbl.is og fór að kynna mér þetta mál nánar. 

Raunar hef ég vitað nokkuð lengi um þær aukaverkanir sem tengjast hættu á blæðingum, til dæmis vegna veikrar húðar í vélinda og maga af völdum bakflæðis. 

En árum saman hafði ég ekki minnstu vitneskju um þessar aukaverkanir og tengdi því ekki óþæginda í maga og vélinda við það að nota íbúfen. 

Það varð eftir að svili minn varð óþyrmilega fyrir barðinu á þeim eftir að hafa þurft að nota lyfið í miklu mæli vegna meiðsla.  


mbl.is Mikilvægt að tilkynna aukaverkanir lyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband