Verðfelling kennarastarfsins hefnir sín.

Sú var tíðin að kennarastarfið var metið að verðleikum hvað varðaði laun. Það sýna nýbirtar upplýsingar um að laun kennara hafi fyrr á tíð verið álíka há og laun Alþingismanna.

Þá störfuðu margir afburða góðir kennarar í skólum landsins, sem nutu mikils álits og virðingar.

Halldór Jónsson minnist á þetta í bloggpistli en telur launin ekki hafa átt neinn þátt í þessu.

Sem sagt; ekki fylgni á milli launa og sóknar fólks í starfið.

Það er einkennilegt ef aðstaða og laun hefur ekki haft nein áhrif á að nú hefur því fólki fækkað stórlega sem fer í kennaranám, svo að það er að verða eitt aðal áhyggjuefni þeirra, sem hafa bent á það grundvallaratriði að vandað sé til menntunar og skólauppeldis uppvaxandi kynslóðar.

Í athugasemd minni við pistil Halldórs bendi ég á það að við Hofteig, gegnt Laugarnesskólanum, hafi á æskuárum mínum risið einbýlishúsa, sem kennarar við skólann byggðu.

Það var ekki hver sem var á þeim árum, sem gat gert slíkt.

Halldór bendir á að hann hafi vitað um kennara sem áttu heima í fjölbýlishúsum eins og annað fólk.

Það breytir ekki þeim tveimur atriðum, að kennarar þess tíma höfðu mun betri laun miðað við aðrar stéttir en nú er og að nú hefur aðsókn í kennaranám hríðminnkað.    


mbl.is Búast við „rólegum” fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laun kennara í Sviss. Meðaltölur brúttó launa fyrstu starfsárin:

Leiksskóli: 697.000 mánaðarlaun.

Grunnskóli: 747.000 mánaðarlaun.

Framhaldsskóli: 1.046.500 mánaðarlaun.

Miðað við gengið 1:120

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.11.2016 kl. 19:23

2 identicon

Kennarar starfa á þeim launum sem þeir samþykktu sjálfir í síðustu samningum. Og næst munu þeir samþykkja samninga og laun sem ekki munu bæta ástandið. Það er það sem skeður þegar konur ná meirihluta í starfsstéttum. Vinnuveitendur eru ekki það heimskir að vita ekki að konur sætta sig við minna. Það er hinn kaldi raunveruleiki.

Hábeinn (IP-tala skráð) 14.11.2016 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband