16.11.2016 | 20:54
Verður frestun ESB-málsins niðurstaða stjórnarmyndunarviðræðna?
Stundum þarf að víkja erfiðum og umdeildum málum til hliðar við stjórnarmyndanir.
Stundum veldur þróun slíkra mála því að fresta verður framkvæmd þeirrar stefnu, sem sett hafði verið á blað í stjórnarsáttmála.
Gott dæmi um þetta er þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk stuðnings þingmanna Alþýðuflokksins gerði varnarsamning við Bandaríkin 1951 sem fól í sér að bandarískt herlið settist að á Keflavíkurflugvelli, kom sér þar fyrir og reisti hernaðarmannvirki.
Þetta gerðist 1951 þegar stríð í Kóreu jók mjög hættu á nýrri heimsstyrjöld, enda lagði Douglas Mac Arthur yfirhershöfðingi liðsins, sem barðist við lið kommúnista, til að kjarnorkuvopnum yrði beitt.
Sem betur fór varð ekki af því, en staðan var mjög eldfim.
1953 lést Stalín, vopnahlé var samið í Kóreu, og svonefnd "þíða" í samskiptum kommúnistaríkjanna og Vesturveldanna hófst.
Á útmánuðum 1956 samþykktu vinstri flokkarnir ályktun á Alþingi þess efnis, að viðræður yrðu teknar upp um brottflutning herliðs Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli.
Rökin voru þau að í ljósi bættra samskipta austurs og vesturs væri liðsins ekki þörf.
Haustið 1956 braust hins vegar út stríð í Miðausturlöndum og Rússar réðust með her inn í Ungverjaland og komu í veg fyrir að landið tæki upp hlutleysisstefnu og mildara stjórnarfar.
Þessi tíðindi komu róti á alþjóðastjórnmál og fyrirætlanirnar um samningaviðræður um brottför hersins hófust aldrei.
Í síðari stjórnarmyndunarviðræðum þar sem Alþýðubandalagið átti aðild, fjaraði hermálið út var ekki einu sinni nefnt í stjórnarsáttmálum 1978, 1980 og 1988.
Þetta auðveldaði þessar stjórnarmyndanir og svipað kann að verða uppi á teningnum nú.
Það er óvissa ríkjandi í málefnum ESB og almennt á Vesturlöndum, sem veldur því, að kannski verður það útgönguleið til að mynda ríkisstjórn að fresta málinu um sinn, annað hvort í einhvern tiltekinn tíma eða í ótiltekinn tíma, og sjá hvað setur.
Undirskriftasöfnunin "Varið land" 1974 varð til þess að þegar vinstri stjórnir eftir það voru myndaðar, var hermálinu ýtt á undan sér.
Ef andstaðan við inngöngu fer áfram vaxandi og þeim, sem vilja ganga í ESB, fer fækkandi, er kannski best að staldra við og fresta málinu um sinn.
Finna einhverja leið, sem heldur málinu samt vakandi á meðan óvissuástand ríkir í Evrópu.
Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vinstri grænir og Píratar hafa ekkert á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um að halda áfram viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Og harla ólíklegt að Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn vilji fresta enn frekar aðildarviðræðunum, sem enn eru í fullu gildi, og eru aðalstefnumál þessara flokka
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:19
Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.
Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.
Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:21
Hvað ert þú eiginlega að gera í Samfylkingunni, Ómar Ragnarsson?!
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:25
1.4.2015:
"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:27
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:29
20.10.2015:
""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."
"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.
Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.
Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."
"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""
Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:33
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:34
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:34
25.2.2014:
Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:53
Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:53
31.3.2016:
"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."
"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.
Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.
Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.
Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 21:55
Ég er einfaldlega að lýsa því í bloggpistlum mínum hvernig sú staða geti komið upp í stjórnarmyndunarviðræðum að fresta þurfi málum og setja í biðstöðu svo hægt sé að ná fram málamiðlun.
Ég hélt að Jón Baldvin Hannibalsson væri jafn mikill sósíaldemókrati og áður og fylgjandi samvinnu þjóða, þótt hann hefði lýst ESB sem "brennandi húsi" fyrr á þessu ári.
Ómar Ragnarsson, 16.11.2016 kl. 22:01
"Framsóknarmenn hafi framkvæmt flest af því sem komið hafi fram í stefnu flokksins fyrir síðustu kosningar ..."
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 22:04
Hér fyrir neðan er slóð í góða grein eftir Jakob Kellenberger í NZZ. Yfirskrift: Europäische Wirrnisse.
Að tala um óvissuástand í Evrópu er rangt. Ekki láta "rednecks" í Heimssýn spila með ykkur.
http://www.nzz.ch/meinung/kommentare/europaeische-wirrnisse-1.18691477
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 22:07
Það eru ekki margir íslenskir sósíaldemókratar eftir ef þeir eru eingöngu í Samfylkingunni.
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 22:09
Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir meira en tveimur áratugum, eins og hér hefur margoft komið fram.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 22:11
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 22:18
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 22:19
"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 22:20
"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."
Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002
Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.
"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."
Jarðalög nr. 81/2004
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 22:21
"Tilraunir kínverska fjárfestisins Huangs Nubos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hefur jörðin verið auglýst til sölu á Evrópska efnahagssvæðinu."
Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 22:23
24.1.2016:
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir koma til greina að kjósa Pírata
Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 22:34
Þarf endilega að endurprenta 20 athugasemdir í hundraðasta skiptið í sjö sinnum lengra máli en pistillinn er, þótt ég tæpi aðeins á möguleikum á málamiðlunum í stjórnarmyndunarviðræðum?
Ómar Ragnarsson, 16.11.2016 kl. 23:50
Steini smile (IP-tala skráð) 17.11.2016 kl. 03:45
Ómar, þar sem þú kemur gjarnan með áhugaverðan vinkil á málin, en ert því miður hýsill fyrir ótæpilega losun Steina Briem sem er oft lítt tengt færslunni, þá hlýtur að koma að því að langlundargeð þitt gagnvart honum þrýtur og þú lokir á hann, þannig að við öll hin getum átt eðlileg samskipti við þig og notið pistlanna áfram.
Ívar Pálsson, 17.11.2016 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.