18.11.2016 | 14:25
Orðin "hratt kólnandi" sjást ekki lengur. En hve lengi?
Fyrir einu til tveimur árum var mikið um skrif á netmiðlum þess efnis að það væri lygi og bull að loftslag á jörðinni færi hlýnandi, - þvert á móti færi loftslagið jafnvel "hratt kólnandi".
Þegar ég hitti einn af þeim, sem haldið hafa þessu fram og ég hef kallað "kuldatrúarmenn", sýndi þessi kuldatrúarmaðu mér meira að segja hrollvekjandi mynd af einhverri mestu aukningu hafíss á norðurskautinu, sem mum gæti, máli sínu til sönnunar.
Á þessum tíma sáust mörg ummæli þess efnis að 40 þúsund manns, þar á meðal margir æðstu þjóðarleiðtogar heims og fjölmenn sendinefnd frá Íslandi, hefði myndað einhver stærsta hóp fífla og vitleysinga sem hefðu saman komið á einum stað, það er á Parísarráðstefnunni.
Nýlega mátti meira að segja sjá grein í Morgunblaðinu þar sem niðurstöður alþjóðastofnana og nær allra sérfræðinga á þessu sviði voru léttvægar fundnar.
Íslenska lýsingarorðið "heimskur" á við að mann, sem aðeins sér veröldina út frá því sem blasir við heima hjá honum þannig að sjóndeildarhringur hans markast aðeins af útsýninu heiman frá honum.
Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna skipaði sér í hóp "kuldatrúarmanna" í kosningabaráttunni og taldi fásinnu að Bandaríkjamenn stæðu við Parísarsamkomulagið.
Hann gekk líka lengra í því að hafa allan fróðleik og alla möguleika í þessum fræðum að engu, því að hann bætti því við að jafnvel þótt loftslag á jörðinni færi hlýnandi væri það bara "allt í lagi, af því að það snjóar í New York."
En sem kunnugt hefur hann átt heima og starfað þar.
Í hans augum virðist víðsýnið nóg sem fæst með því að standa á efstu hæð Trump-turnsins.
Þótt orðin "hratt kólnandi" sjáist ekki sem stendur, er aldrei að vita nema að þau birtist á ný ef hægt verður að eitthvert svæði á jörðinni þar sem til dæmis snjóar meira í einhverjar vikur en fyrr.
Það gerðist á svæði austast á mörkum Bandaríkjanna og Kanada í hitteðfyrra.
Kuldatrúarmenn draga meðal annars í efa að meðalhiti á jörðinni sé rétt reiknaður, af því að meira en 70% af hnettinum eru höf þar sem ekki eru veðurstöðvar.
Aðeins örlítil kólnun veðurfars yfir heimshöfunum geri meira en að vega upp hugsanlega hlýnun á meginlöndunum. Og það sé ekki hægt að afsanna það að loftslag yfir höfunum hafi kólnað, af því að gögn um það séu ekki til!
Þetta er svipað og þegar því hefur verið haldið fram að svonefnd Panaskjöl séu ekki til af því að þeir, sem fjölluðu um lekann af þeim, hafi ekki í höndum frumritin!
En með því að halda þessu fram er verið að segja að það sem íslenskir ráðherrar birtu og erlendir líka, svo sem David Cameron, séu rangar upplýsingar úr því að frumgögnin í skattaskjólunum séu ekki birt.
En þá vaknar spurningin af hverju birti þetta fólk upplýsingar sem rímuðu við Panamaskjölin ef þau skjöl eru ekki til og eru tilbúningur alheimssamsæris, sem RUV stjórnar?
Hitabylgja á norðurskautinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðalatriðið er að þessar hitasveiflur hafa gerst þúsund sinnum áður eins og borkjarnar á Grænlandi hafa sýnt.Ágreiningurinn er um hvort þessi sé af mannavöldum eður ei. Baráttan nú virðist aðallega snúast um ráðstefnuhald, skýrzlugerð og álagningu nýrra skatta. Allar hugmyndir um úrbætur eru í skötulíki.
GB (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 15:35
Olíulind ein stór, sem fundist hefur í Texas, breytir engu um það að jarðefnaeldsneyti er takmörkuð orkulind og því fer það saman að sækjast eftir öðrum orkugjöfum, sem leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi, eru hreinir og draga úr hættunni af því hvernig við ausum útblæstri í þvílíku magni út í andrúmsloftið, að annað eins hefur ekki þekkst í meira en 800 þúsund ár.
Ómar Ragnarsson, 18.11.2016 kl. 16:01
Hvort sem menn eru kuldatrúarmenn eða hitatrúarmenn þá blasir við að um trú en ekki vísindi er að ræða. Hvorugur hópurinn hefur getað sannað sína tilgátu eða afsannað tilgátu hins. Og panamaskjölin hvorki sanna né afsanna neitt um loftslag og veðurfar.
Espolin (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 16:19
Framsóknarmenn allra landa sameinist!
Þorsteinn Briem, 18.11.2016 kl. 16:49
Er ekki betra að láta "hitatrúarmenn" njóta vafans heldur en að leika rússneska rúllettu með þennan þunna lofthjúp sem umlykur jörðina.
Freðmýrar Síberíu eru fullar af metani sem hefur 20 sinnum meiri gróðurhúsaáhrif heldur en koldíoxíð. Ef þær þiðna þá streymir það út í gufuhvolfið.
Hver vill bera ábyrgð á því sem skeður þá?
Hörður Þormarr (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 16:50
Það er ekki undarlegt að þú þorir ekki að skrifa hér undir eigin nafni, "Espolin".
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Steini Briem, 4.3.2015
Þorsteinn Briem, 18.11.2016 kl. 16:53
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 18.11.2016 kl. 16:54
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að árin í ár og í fyrra hafa verið óvenju hlý. Ástæðan er óvenju öflugt El-Niño í Kyrrahafinu sem nú er gengið til baka eins og hiti lofthjúps jarðar hefur einnig gert.
El-Niño er óvenju hlýr sjór í Kyrrahafinu.
Árið sem er að líða verður því óvenju hlýtt á heimsvísu, en ólíklegt að næsta ár verði það vegna væntanlegs La-Niña, svipað og gerðist eftir öflugt El-Niño árið 1998. Ekkert er þó sjálfgefið í þessum málum. La-Niña er óvenju kaldur sjór í Kyrrahafinu.
Áhugavert verður að fylgjast með næstu mánuðina. Frá síðustu áramótum hefur hitafallið verið verulegt eins og sjá má af myndinni, en El-Niño toppurinn stóð ekki lengi yfir, en hár var hann. Fróðlegt er að bera saman El-Niño hitatoppana árin 1998 og 2015/2016.
Hitaferillinn nær til loka október 2016. Hann er samkvæmt mælingum með gervihnöttum og úrvinnslan er frá RSS (Remote Sensing Systems).
Blogg með vangaveltum frá því í júlí um fyrirbærið
Hnattrænn hiti fellur hratt - El Niño lokið...
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2176324/
Ágúst H Bjarnason, 18.11.2016 kl. 17:09
Hér er ný mynd frá Áströlsku veðurstofunni sem sýnir frávik í yfirborðs-sjávarhita á ákveðnu svæði í Kyrrahafinu. Greinilegt er að El-Niño er gengið niður.
http://www.bom.gov.au/climate/enso/indices.shtml?bookmark=nino3.4
Ágúst H Bjarnason, 18.11.2016 kl. 17:14
Aðalatriðið er að minnka þarf mengun í heiminum.
Línurit minnka ekki mengun, Ágúst H. Bjarnason.
Þorsteinn Briem, 18.11.2016 kl. 17:21
China pollution documentary goes viral attracting at least 155 million views
Steini Briem, 4.3.2015
Þorsteinn Briem, 18.11.2016 kl. 17:23
Air pollution in India
Water pollution in India
Steini Briem, 4.3.2015
Þorsteinn Briem, 18.11.2016 kl. 17:24
3.11.2016:
Polluted Delhi has become a gas chamber - BBC News
Þorsteinn Briem, 18.11.2016 kl. 17:34
8.11.2016:
Delhi pollution: Face masks run out as residents panic - BBC News
Þorsteinn Briem, 18.11.2016 kl. 17:42
Sá sem trúir á kólnun af því að einu sinn var ísöld er bara jafn heimskur og sá sem trúir á hlýnun nú útaf bruna á jarðaefnaeldsneyti og engu við það að bæta.
Sá eins sem er ekki vitlaus í þessu er sá sem sér að dæmið er stærra svo að en við mennirnir ráðum við að leysa það svo vel sé.
Guðmundur Jónsson, 18.11.2016 kl. 18:50
Það er ekki rétt að hinir svokölluðu "kuldatrúarmenn" haldi því fram að það fari hratt kólnandi. Heldur viðurkenna flestir að hitastig hafi hækkað um 0,8°C frá seinni hluta nítjándu aldar. Ágreiningurinn er hins vegar um það hvort það sé af mannavöldum eða ekki. Sumir trúa að það sé að hluta til af mannavöldum og að hluta til af náttúrulegum orsökum.
Á þessari slóð [http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover] dönsku veðurfræðistofnunarinnar má sjá útbreiðslu hafíss á norðurskautinu og eru nýjustu upplýsingar frá í gær. Hún sýnir að hafísútbreiðsla sé nánast sú sama og árið 2012, en þó er ísinn lágmarkinu í byrjum september 2016 mun meiri en í lámarkinu 2012. Ég er því sammála Mark Serreze, forstöðumaður Snjó- og ísgagnamiðstöðvarinnar í Boulder í Colorado um að veðurfar sé hverfult á norðurskautinu, þannig að hitastigið gæti snögglækkað og ísinn náð sér á strik.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 20:52
Þetta eru góð línurit hjá Ágústi H Bjarnasyni.
Þarna sjáum við hvernig hitinn hefur hækkað og lækkað yfir árþúsundin.
Við áttum okkur einnig á því, hvernig stórfyrirtækin reyna að gera okkur hrædda með því að mæla sftur í kuldapollinn 1850.
Þegar við erum orðnir hræddir þá er sagt að við verðum að samþykkja lög.
Inn í lögin er lætt reglum sem henta stórfyrirtækjunum.
Þetta var gert árið 1900 til 1913, þá var búin til hver kreppan af annari, þar til allir heimtuðu breytingar.
þá voru stórfyrirtækin til búin með lög sem færðu peningabókhaldið, peningaprentunina til stórfyrirtækjana. Við þurfum að fá svona menn eins og Ágúst H Bjarnason til að fræða okkur.
Að sjálfsögðu eigum við að takast á við mengunina.
Alls ekki gera stórfyrirtækin að einræðisherrum yfir jörðinni.
slóðir
Slóðir
40.000 manns var stefnt til Parísar á fund, að sögn vegna mengunar, .. og yrðu aðilar að fá lög samþykkt, .. til að ráða við þennan vanda... lög sem hentuðu stórfyrirtækjunum
Jónas Gunnlaugsson | 14. september 2016
Ágúst H Bjarnason minnir á að fyrir um 1000 árum, hafi verið jafn mikill hiti á jörðinni og í dag, og fyrir 2000 árum + og 3000 árum +, virðist hitinn hafa verið meiri en í dag.
Jónas Gunnlaugsson | 12. nóvember 2016
Egilsstaðir, 18.11.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 18.11.2016 kl. 21:04
Ég á ekki eitt einasta orð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.11.2016 kl. 21:46
Bullið sem vellur upp úr innbyggjum varðandi hlýnun jarðar er með ólíkindum. Eigum fleiri rugludalla per capita en nokkuð annað land.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 22:30
Ég spái kaldari vetrum og meiri úrkomu og lækkandi yfirborði sjávar.það verður ekki geðslegt hafi ég rétt firrir mer og kostnaðurinn við að færa bryggjur lengra og lengra út
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 00:09
Ágúst H Bjarnason hefur nefnt að við vitum ekki hvað hefur orsakað hlýnunina í núinu.
Við vitum ekki hvað orsakaði hlýnunina um og fyrir árið 1000, eða hlýnunina fyrir 2000 árum, Roman varm period.
Við vitum ekki hvað orsakaði hlýnunina, Minoan varm period fyrir 3300 árum.
Við vitum ekki hvað orsakaði hlýnunina aftur og aftur, undanfarin 10000 ár.
Þess vegna látum við engan ræna okkur vitinu með einhliða upplýsingum.
Hér er myndin, GISP 2, GREENLAND
Mynd 1: Niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Skammvinn hlýskeið eru sýnd með grænu.
Stækka má myndir með því að smella á þær.
Bið ykkur vel að lifa.
Egilsstaðir, 19.11.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsso (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 07:06
Einsog allir vita og línuritið sýnir þá toppar hiti jarðar á ca. 100 þúsund ára fresti óháð prumpi frá mannkyninu.
Við erum svo heppin að vera núna á hitatoppi. Er eitthvað öðruvísi með þennan topp enn áður? Kannski að hitinn hefur ekki náð fyrri hæðum og jafnar sig einsog fyrir 400 þúsund árum.
Stóra spurningin er auðvitað hvort mannkynið geti notað gróðurhúsaáhrifinn til þess að koma í veg fyrir gnýstandi kulda framtíðarinnar?
Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 07:12
Einsog allir vita og línuritið sýnir þá toppar hiti jarðar á ca. 100 þúsund ára fresti óháð prumpi frá mannkyninu.
Við erum svo heppin að vera núna á hitatoppi. Er eitthvað öðruvísi með þennan topp enn áður? Kannski að hitinn hefur ekki náð fyrri hæðum og jafnar sig einsog fyrir 400 þúsund árum.
Stóra spurningin er auðvitað hvort mannkynið geti notað gróðurhúsaáhrifinn til þess að koma í veg fyrir gnýstandi kulda framtíðarinnar?
Richard Þorlákur Úlfarsson, 19.11.2016 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.