Sagan endalausa. Samkeppnisyfirvöld vanmáttug.

Kostir þess að þjóðfélag okkar er agnarsmátt eru margir, en þessari smæð og fjarlægð frá öðrum löndum fylgja líka ókostir. 

Einn ókosturinn er "sagan endalausa", hvernig innflytjendur og dreifingaraðilar erlendrar vöru, sem er líklega hlutfallslega stærri hluti neyslu okkar en í nokkru öðru landi, nýta sér fákeppnina og aðstöðu sína til þess að hlunnfara íslenska neytendur, einkum þegar gengi krónunnar er hátt og því hægt að gera þetta þannig að neytendur verða þess ekki eins varir og ella. 

Þrátt fyrir að hér séu samkeppnisyfirvöld sem eiga að rannsaka hvort um ólöglegt samráð sé að ræða, er erfitt að sanna slíkt, því að smæð markaðarins býr til undirliggjandi og ósnertanlegt umhverfi, sem er ígildi samráðs, að menn gæta þess að rugga bátnum of mikið og fara yfir ákveðna línu í að lækka verð í samræmi við lækkað innkaupsverð erlendis frá. 

Eins og í boltanum: Fara eins langt og dómarinn leyfir. Og það er allt of oft allt of langt. 


mbl.is Sterkt gengi ekki skilað sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Það er einnig auðvelt að skapa úlfúð með því að taka engar hækkanir inn í dæmið. Sleppa því til dæmis að launakostnaður hefur hækkað um 20-30 prósent hjá versluninni á þessu tímabili. Og þjófkenna þá sem ekki vilja reka sína verslun með tapi. Það virðist vera krafan eftir hrun að verslanir, bankar og fyrirtæki séu rekin eins og góðgerðarstofnanir.

Vagn (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband