Sama spurningin aftur: Er áttavitinn alveg orðinn úreltur?

Síðast þegar leitað var að týndum mönnum hér á dögunum var spurt hvort þeir, sem villtist, hefðu verið með áttavita. Hér í gamla daga var það talið bráðnauðsynlegt að hafa á sér góðan áttavita til þess að lenda ekki í villu og ganga kannski meira og minna í hringi eða í öfuga átt. 

Í einni af fréttunum af leitinni nú var sagt að maðurinn hefði gleymt að taka farsímann með sér. 

Á okkar dögum væri ágætt að tækin, sem menn hefðu helst með sér, væru tvö, farsími og kompás. 

Ódýrustu farsímar kosta nokkra þúsund kalla, er svo handhægir að þeir geta verið í minnstu vösum, og er engum ofviða að eiga einn. 

Kompás er heldur ekkert mikið dýrari en það. 

Ef tækin væru tvö, sem menn þyrftu að muna eftir að hafa með sér, væri kannski minni hætta en ella á því að menn gleymdu þeim báðum. 

Sagt var í fréttum að maðurinn hefði verið vel búinn. 

Einmitt það?

Rjúpnaskytta í vondum veðurskilyrðum án tveggja bráðnauðsynlegra smáhluta, minnstu gerðar farsima og handhægs kompáss?


mbl.is Rjúpnaskyttan fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér í gamla daga var það talið bráðnauðsynlegt að hafa á sér góðan áttavita. Samt var stöðugt verið að leita að rjúpnaskyttum sem ekki voru með áttavita. Hér í gamla daga var, eins og nú, enginn skortur á hálfvitum. "Rjúpnaveiðimannaleitartímabilið" er ekki nýtt orð.

Hábeinn (IP-tala skráð) 20.11.2016 kl. 14:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sex ára börn í íslenskum skólum eru með snjallsíma, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 20.11.2016 kl. 14:21

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Áttavitinn er aðallega notaður til að taka stefnur á eitthvað sem að þú sérð í fjarska, það er sjaldnast hægt þegar að  komið er myrkur, slæmt skyggni.

Lærdómurinn af þessu ætti að vera að menn séu með GSM síma, GPS-staðsetningartæki & NEYÐARBLYS.

Jón Þórhallsson, 20.11.2016 kl. 14:48

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Er þetta ekki þriðja eða fjórða útkallið í leit að rjúpnaskyttu, og það er jafn mörgusinnum of mikið. Nú spyr maður sig eru rjúpnaveiðimenn orðnir of kærulausir? Og er hægt að setja strangari reglur viðvíkjandi þessa menn, t.d. að láta þá mæta á næstu lögreglustöð og tilkynna sig, og þá jafnframt tékkað á því hvort þeir séu nógu vel undirbúnir til veiðiferða, t.d. með síma, staðsetningartæki eða þ.h.? En til Guðs lukku fannst maðurinn á lífi.

Hjörtur Herbertsson, 20.11.2016 kl. 15:09

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Þórhalls. Kompás er virkur dag sem nótt getur þó ruglast í þrumuveðri. Ef þú þekkir landslagið sem þú fórst frá t.d þar sem bílnum var lagt þá veistu alltaf í hvaða átt þú gekkst ena allaveganna áttu að taka stefnuna svo tekur þú öfuga átt. Þegar við félagarnir vorum í rjúpu mest á Holtavörðuheiði  aðallega í Tröllakirkjunni þá var gengið í austur að veginum sama hvar þú varst á heiðinni. Kompás hefir verið notaður í um 1000 ár miðað við sögu okkar.

Valdimar Samúelsson, 20.11.2016 kl. 16:40

6 identicon

auk samskiptatækja er auðvitað möst að hafa gps og það hlaðið vel eins og símann. Blys og sólir og gott ljós á svo bara að vera skilda.

olafur (IP-tala skráð) 20.11.2016 kl. 16:55

7 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Eitt sinn var ég í Sauðadalsgöngum og var settur á Svínadalsfjall. Snjór var yfir og ísþoka. Ég var með tvo til reiðar. Ég tek áttina og held á fjallið og reyni að halda mig í stefnu samkvæmt áttinni sem var v/ megin við miðju. Nokkru síðar kom ég á slóð og sagði við sjálfan mig. Það er annar maður á fjallinu ég hélt að ég ætti að vera einn hérna og held áfram. Nokkru seinna kem ég aftur á slóð og segi við sjálfan mig, nú hann er með tvo til reiðar þessi eins og ég. Þá áttaði ég mig á að ég reið í hringi og þetta var mín slóð. Vind átt hafði breyst komin var breytileg átt og ekkert á slíkt að stóla. Greiddist þá til loftsins og sá ég bjarma af sól og áttaði mig á aðstæðum, því sól var þá í hádegistað. Reið ég þá spölkorn áfram og sá þá bæi í Langadal sem ég kannaðist ekkert við en voru Hvammur og Holtastaðir því þar var kirkja. Ég var algerlega villtur þarna, en náði giftusamlega áttum og hélt glaður áfram för minni og hafði góðan skilning á þessu fyrirbæri að fara í hringi. Ég var í engri hættu þarna velbúin með nesti og á góðum hestum. Aðal hætta var ef til vill að lenda í ógöngum þarna, en á Svínadalsfjalli er víða grjóturðir sem vont er að lenda inn í og lenti ég reyndar inn í einni slíkri og átti örðug að koma mér út úr henni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.11.2016 kl. 17:49

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Var ekki spáð brjáluðu veðr á þessum slóðum?  Jú, það held ég.

Alveg prýðilegt að æða þá lengst inn til fjalla til að drepa rjúpu, símalaus og allslaus.

Svo var sagt að um vanan fjallamann væri að ræða.

Og hvernig eru þá þeir óvönu ef þeir vönu eru svona? 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2016 kl. 09:24

9 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Öllum getur orði á að gleyma síma. En maðurinn lifði af og er það eftirtektarvert að hann var vel búin og gerði sér grein fyrir aðstæðum og gróf sig í fönn og má draga lærdón af þessu.

Þannig að þetta dæmi er upprifjun á því hvernig á að fara við svona aðstæður, líka með síma og önnur tæki sem vantaði í myndina.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.11.2016 kl. 09:38

10 identicon

Jón Þórhallsson ritaði:

 "Áttavitinn er aðallega notaður til að taka stefnur á eitthvað sem að þú sérð í fjarska, það er sjaldnast hægt þegar að  komið er myrkur, slæmt skyggni."

Þetta er bara rangt. Áttavitinn er bráðnauðsynlegur þegar skyggnið er orðið slæmt eins og í svartri þoku, hríð osfv. 

Það að labba beint í slíku skyggni er mjög erfitt. Áttaviti gefur þér færi á að ganga beint. Og það skiptir öllu í hverskonar villu.

 

Bjarni Einarsson (IP-tala skráð) 26.11.2016 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband