Vonandi ekki nóg að "eiga" báðar þingdeildirnar.

Þegar Bandaríkin og heimsbyggðin öll bíður á milli vonar og ótta um það hve mikið af ferlegum loforðum sínum og groddalegum yfirlýsingum í kosningabaráttunni Donald Trump muni efna þegar hann tekur við forsetaembættinu, er eitt helsta áhyggjuefnið hvernig hann lítur á það, að Republikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. 

Miðað við önnur stóryrði og takmarkalausa vissu um eigið ágæti gæti hann hugsað sér gott til glóðarinnar og talið sig geta valtað yfir mörg af helstu atriðum sem prýtt hafa bandarískt þjóðfélag fram að þessu.

Margir hafa vafalaust áhyggjur af þessu.

En afdráttarlaus ummæli John McCaein frambjóðanda Republikana 2008 um þann vilja Trumps að taka upp pyntingar við yfirheyrslur vekja smá glætu vonar.

McCaine ætti að vita hvað hann er að tala um eftir að hafa sjálfur verið fangi í Víetnamstríðinu og þurfa að sæta harðræði.

Vonandi munu fleiri þingmenn Republikana sýna að þeir hafi bein í nefinu til að taka sjálfstæða afstöðu ef sum af svakalegustu málum Trumps koma á þeirra borð.   

 

En það er dálítið hastarlegt þegar það þarf að vona að Trump muni svíkja sem flest loforð sín í kosningabaráttunni jafn hratt og hann gaf þau.

Vona, að hann hafi sagt margt af því sem hann sagði eingöngu til þess að verða "fyrsta frétt" sem oftast og víðast í kosningabaráttunni og ná með því mikilvæga frumkvæði, sem felst í því að ráða hvað rætt sé um.


mbl.is „Andskotans sama hvað Trump vill gera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er einmitt stærsti kosturinn við Trump; að hvorki hans eigin né  andstæðingarnir leyfa honum hvað sem er. 

Kolbrún Hilmars, 20.11.2016 kl. 18:55

2 identicon

En hvað í andskotanum var hann að gera í Víetnam?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2016 kl. 20:35

3 identicon

ekki trúi ég einu orði sem kemur frá John McCaein,þessi politik er einn skrípaleikur.Elín Sigurðardóttir eins og þú veist var hann i Víetnam að drepa saklaust fólk

http://www.magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2184417/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.11.2016 kl. 21:45

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trump(etinn) verður nú ekki einráður í Bandaríkjunum.

Bandaríska þingið skiptir til að mynda einnig miklu máli.

Steini Briem, 12.11.2016

Þorsteinn Briem, 20.11.2016 kl. 22:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fávitanna fær nú hól,
fáráður og trúður,
tíkarsonur Trump er fól,
tussu er hann snúður.

Þorsteinn Briem, 20.11.2016 kl. 22:57

6 identicon

Þið eruð nú meiri kommúnista fíflin ... er ekki nóg fyrir ykkur, að vita að svona kommunista rugl, gekk hvorki fyrir Sovét, né Kína ... þurfið þið að skola sjálfum ykkur niður í sama klósetið.

Ómar Ragnarson, eins mikið og þú talar um að vilja verja náttúru landsins ... þá ertu ötull við að gera þitt besta til að bera það út í skítinn.

Bíðið, þangað til eftir 19 desember, áður en þið byrjið á heimsku bullinu.

Þið hafið ekki haft rétt fyrir ykkur, um blautan hundaskít í alþjóðamálum ... og ættuð að hafa það að leiðarljósi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 00:17

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Stórhættulegur maður kominn í forsetastól BNA og sá komst þangað með lyga-própaganda eingöngu.  Bullukollur sem er til alls vís.

Eystrasaltsríkin búa sig undir innrás úr austri.

Það er búið að taka upp herskyldu að nýju.

Hvað mun gerast hér uppi í fásinni við þessi stór-alvarlegu tíðindi?  Jú, fjöldi mökkbilaðra framsjalla og öfga-hægrimanna munu stökkva fram og verja Putin og öfga-menn allra handa og telja það sé nú bara í góðu lagi þó Putin ráði öllu, m.a. á Íslandi.

Stundum eins og talsverður hluti fólks, m.a. á Íslandi, sé tæplega með öllum mjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2016 kl. 09:03

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

https://www.youtube.com/watch?v=pabjqmYWGkM

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2016 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband