Þetta vildi fólkið, var það ekki?

Í áratug hefur verið kyrjaður söngurinn og síbyljan um "nauðsyn atvinnuuppbyggingar" á Suðurnesjum í formi stóriðju í Helguvík og byggingu stórra jarðvarmaorkuverða beint ofan í helstu náttúruperlum Reykjanesskagans. 

Allan þennan tíma hefur það verið básúnað að fólkið á svæðinu heimti þetta og að ekki eigi að hlusta á þá sem tala um "eitthvað annað" en stóriðjuna og stórvirkjanirnar. 

Slíkir "úrtölumenn" og "öfgamenn" í umhverfismálum séu "á móti rafmagni", ´"á móti atvinnuuppbyggingu" og "vilji fara aftur inn í torfkofana."

Fyrsta viljayfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar 2013, sem sagt var að væri einróma skoðun hennar, var sú að álver í Helguvík væri forgangsverkefni sem þyldi enga bið. 

Það yrði að "bjarga Suðurnesjum" eftir brottför Kanans. 

Nú hefur kísilmálverksmiðja risið í Helguvík og aldrei hefur sú ríkisstjórn, sem enn situr, dregið til baka yfirlýsinguna frá 2013, enda standa enn grindur kerskálans, sem reistar voru þegar hátíðleg athöfn og undirritun samninga fór fram 2007. 

Þá ber svo við, að verið er að amast við mengun frá kísilmálmverksmiðjunni sem þó er innan þeirra marka sem sett voru og öllum átti að vera ljós. 

Og kerskálagrindurnar bíða eftir því að álver, sem miklu, miklu stærra, já, margfalt stærra en kísilmálmverksmiðjan, rísi í Helguvík og þá væntanlega með miklu meiri mengun sem líka verði innan settra marka. 

Er hugsanlegt að jafnvel sama fólkið og heimtaði sem mesta stóriðju í Helguvík og kaus þá stjórnmálamenn, sem mestu lofuðu í þeim efnum, sé nú að mótmæla broti af því sem heimtað var?

Þetta vildi fólkið, var það ekki?  Það hlýtur að fagna því að mengunin frá broti af þeirri stóriðju sem þarna á að koma, sé innan marka sem fyrirfram var vitað hver yrðu?


mbl.is Fjöldi ábendinga um mengun í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Útlit er fyrir að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll í ár verði meira en hálfri milljón fleiri en var spáð fyrir ári.

Fjölga þarf starfsfólki mikið til að anna þessari aukningu, að sögn forstjóra Isavia.

E
rlendum ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um 36,2% á fyrstu 10 mánuðum ársins frá því í fyrra.

Isavia kynnti í morgun farþegaspá sína þar sem fram kemur að útlit sé fyrir að 1,8 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins í ár og því er spáð að þeir verði rúmlega 2,2 milljónir á næsta ári.

Á síðasta ári komu rúmlega ein og hálf milljón ferðamanna til landsins. Fjölgunin milli ára nemur því 42%.

Gert er ráð fyrir 28% fjölgun á næsta ári.

Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia segir farþegafjöldann vera að dreifast meira en áður yfir fleiri mánuði ársins, ekki bara sumartímann.

Núna sé hægt að líta á ferðaþjónustu sem heilsársatvinnugrein."

Þorsteinn Briem, 23.11.2016 kl. 21:59

4 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Það virðist sem stóriðjubrölt landsmanna síðustu áratugi hafi síður en svo hrakið fólk frá því að ferðast til Íslands.Helstu rök náttúruverndarsinna gegn virkjunum og sölu rafmagns halda því ekki. Við sitjum uppi með lúxusvandamál, ráðum varla við þessa óvæntu fjölgun ferðamanna.

Sigurður Ingólfsson, 24.11.2016 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband