Kemur Framsókn út úr mistrinu eins og 1978?

Framsóknarflokkurinn beið hinn fyrsta stóra ósigur sinn frá 1916 í kosningunum 1978. Hringekja stjórnarmyndunartilrauna fór í gang eins og nú og á endanum reyndist eina færa lausnin vera að formaður Framsóknarflokksins myndaði stjórn með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. 

Nú tapaði Framsóknarflokkurinn enn meira fylgi en 1978, eða meirihluta fylgisins 2013, en munurinn á stöðunni núna og 1978 er sá, að 1974-1978 var Sjálfstæðisflokkurinn með stjórnarforystu, en ekki Framsóknarflokkurinn, eins og nú er komið málum.

Þetta gerir það sálfræðilega erfiðara nú en 1978 að næsti forsætisráðherra verði úr Framsóknarflokknum.

Hins vegar sýna slit tveggja stjórnarmyndunartilrauna þar sem Viðreisn er einn flokkanna sem sitja við borðið, að skattamál og sjávarútvegsmál, sem eru helstu vinstri-hægri málefnin, sigla viðræðunum fyrst og fremst í strand.

Það er athyglisvert að Framsóknarflokkurinn stendur að mörgu leyti nær vinstrinu en Viðreisn, rétt eins og að Framsóknarflokkurinn stóð nær vinstrinu en Sjálfstæðisflokkurinn 1978.

Þátttaka Framsóknar gæti hins vegar strandað á ágreiningi um landbúnaðarmál þótt slíkur ágreiningur hafi ekki reynst úrslitaatriði í stjórnarmyndunum Framsóknar fyrr á tíð.    


mbl.is Búið að slíta stjórnarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar oft í spil að spá,
spekingurinn snjalli,
alltaf vill hann Framsókn fá,
fegin svarar kalli.

Þorsteinn Briem, 23.11.2016 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband