24.11.2016 | 02:54
Viðreisn og Björt framtíð einu flokkarnir í báðum viðræðunum.
Af sjö flokkum á þingi hafa aðeins tveir, Viðreisn og Björt framtíð, tekið þátt í báðum þeim stjórnarmyndunarviðræðum og tilraunum sem eru að baki.
Þessir flokkar liggja nálægt miðjunni á vinstri-hægri kvarðanum, en Viðreisn þó frekar hægra megin á miðjunni og Björt framtíð vinstra megin á miðjunni.
Af því að hvorki vinstri fjórflokkurinn né Framsjallar fengu meirihluta og Viðreisn riðlaði kerfinu þannig að pattstaða myndaðist í stað þess að fyrrverandi stjórnarandstaða hefði getað tekið við af fyrrverandi stjórnarmeirihluta, hefði mátt ætla við fyrstu sýn að Viðreisn væri í sterkri oddaaðstöðu, ekki síst vegna þess, að þessi nýi flokkur gat myndað stjórn til hægri á miðjunni með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð og þannig komið sér hjá því að verða þriðja hjól undir núverandi starfsstjórn.
En málið varð flóknara þegar í ljós kom að nú liggur fyrir að Viðreisn hefur hvorki getað samið til hægri né vinstri.
Því veldur að stefnumál flokksins stangast sitt á hvað á við stefnumál hægri flokkanna og vinstri flokkanna, þannig að það strandar á Viðreisn í báðar áttir.
Raunar er hægt að segja að þessi lýsing hér að ofan sé of einföld, mynstrið sé miklu flóknara.
En fólkið í Viðreisn verður að íhuga, hvort það geti farið svo á endanum, að í stað þess að formaður hennar myndi stjórn, verði mynduð stjórn yfir miðjuna þar sem farið verði framhjá Viðreisn.
En slíkt hefur áreiðanlega ekki í upphafi verið ætlun þeirra sem stefnu flokksins ráða.
Heiðarlegast að slíta viðræðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Viðreisn er náttúrulega bara öfga hægriflokkur og það vekur athygli hvað Björt framtíð límir sig fast við þá. Á ekki bara að sameina þingflokkana?
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 24.11.2016 kl. 13:22
Viðreisn er frjálslyndur hægri flokkur sem vill aðild Ísland að Evrópusambandinu og engum nema fávitum dettur í hug að kalla hann öfgaflokk.
Þorsteinn Briem, 24.11.2016 kl. 16:17
Engum nema fábjánum dettur í hug að kalla þá sem eru ósammála þeim fávita. Kemur það þá út sem hrós.
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 24.11.2016 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.