Vinstri græn "þriðja hjól undir núverandi stjórn"?

Yfirlýsingar um útilokanir af ýmsu tagi strax eftir kosningar fara nú að verða hindranir, sem æ meiri líkur eru á að verði að ryðja úr vegi, eigi að mynda meirihlutastjórn á Alþingi. 

Yfirlýsing Viðreisnar um að ekki kæmi til greina hjá þeim flokki "að verða þriðja hjól undir vagni stjórnar Sjalla og Framsóknar" eru ekki aðeins hindrun í myndun slíkrar stjórnar, heldur einnig í myndun stjórna annarra flokka með bæði Sjalla og Framsókn innanborðs. 

Það er erfitt fyrir vinstri flokk að kyngja því að geta hugsað sér hlutskipti sem flokkur hægra megin við miðju getur ekki hugsað sér.

Yfirlýsing Benedikts getur að þessu leyti virkað eins og hrekkur gagnvart flokkunum, sem reyndu fimm flokka stjórnarmyndun en mistókst. 

En það verður hins vegar æ ljósara eftir því sem stjórnarmyndun dregst, að stjórn verður ekki myndun nema að aðilar hennar verði að gefa verulega eftir í ýmsum málum og éta ofan í sig ýmsar yfirlýsingar til þess að hægt sé að ná saman.  


mbl.is Leggur til D, V og B
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem einkennir Benedikt (Viðreisn) fram til þessa er dilettantismus og Ottarr Proppe, óheiðarleiki. "Nýja Ísland" fjarlægist, sama sagan, incompetence, incompetence, incompetence.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2016 kl. 14:36

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sjaldan er skítaflugan langt frá rassinum.

Ragna Birgisdóttir, 24.11.2016 kl. 14:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjölli Gutt kominn á þríhjól með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Ekki vantar hatrið á Evrópusambandinu frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 24.11.2016 kl. 16:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosningar í haust, kosningar í haust, var gapað í allt sumar.

Man ekki alveg hverjir voru að gapa þetta og hvers vegna þeir vildu þessar kosningar.

Þorsteinn Briem, 24.11.2016 kl. 16:36

5 identicon

Já, var það ekki. Bensi fer á fund með kvótaeigendum í miðjum stjórnarmyndunarviðrðum. Bananalýðveldið Ísland, Bensi "a new player."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2016 kl. 16:40

6 identicon

Píratar útilokuðu Framsókn.

Píratar, samf. og V.G. útilokuðu Sjálfstæðisflokkin sem samstarfsaðila. 

Að viðreisn vilji ekki verða þriðja hjól má vel túlka sem svo að þeir vilji alvöru völd í stjórnarsamstarfi fremur en þeir séu að útiloka samstarf við Framsókn eða móðurskipið. 

Þannig að ef orð skulu standa þá eru það Björt framtíð,Viðreisn,Framsókn og Sjálfstæðisflokkur einu mögulegu ríkisstjórnarflokkarnir ef þessi síðasta tilraun gengur ekki upp.   

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.11.2016 kl. 16:48

7 identicon

En það má bara ekki gerast að Panama-pappírinn hann Bjarni Ben verði aftur ráðherra. Burtséð frá Borgun-spillingunni. Eða ætlum við að skipa okkur í fremstu röð bananalýðvelda?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2016 kl. 18:02

8 identicon

Ef Katrín stýrir viðræðum við Framsókn og Sjálfstæðisflokk og verður jafnvel forsætisráðherra er erfiðara að tala um VG sem þriðja hjól.

Það er eftirtektarvert að Katrín hefur aldrei útilokað að starfa með Sjálfstæðisflokknum, heldur sagt að það yrði erfitt að finna málamiðlun því þeir væru alveg á hinum kantinum.

Svo má sjálfsagt deila um hvort það sé í raun Sjálfstæðisflokkurinn sem er yst á hinum kantinum frekar en viðreisn.

ls (IP-tala skráð) 25.11.2016 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband