Hefur gerst oft að ekki hafa verið meirihlutastjórnir.

Ísland hefur verið "stjórnlaust" nokkrum sinnum ef menn vilja nota það orð um það ástand, sem ríkir þegar ekki situr meirihlutastjórn í landinu. 

Svokallaðar starfsstjórnir hafa setið upp í allt að fjóra mánuði, til dæmis 1946-1947 og 1949-1950 án þess að sögur fari af einhverju sérstöku stjórnleysi eða stórfelldum vandræðum á þeim tíma. 

Þessar ríkisstjórnir hafa reynt að haga málum þannig, að komast hjá því að geria eitthvað sem gæti orðið til þess að Alþingi samþykkti vantraust á þær. 

Í raun er það svipað ástand og verður, ef það tekst að klambra saman stjórn og stjórnarsáttmála, þar sem reynt er að sigla fram hjá stórfelldum árekstrum með því að gera málamiðlanir, fresta málum eða draga þau á langinn. 

Þetta gerðist þegar minnihlutastjórn Ólafs Thors sat 1941-1942, 1946-47, 1949-1950, þegar minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat 1949-1950, 1958-1959 og 1979-1980, og þegar minnihlutastjórn Jöhönnu Sigurðardóttir sat frá febrúar-maí 2007. 

Í mörgum tilfellum stóðu þessar minnihlutastjórnir fyrir heilmiklum aðgerðum, sem samið var um að flokkarnir, sem vörðu stjórnina falli, gerðu að skilyrði. 

1959 var til dæmis hrundið í framkvæmd langmestu breytingunni, sem gerð hefur verið á íslensku stjórnarskránni, og var tekist afar hart á um það í tvennum kosningum. 

Ef sú breyting hefði ekki verið gerð og engin breyting eftir það, væri enn möguleiki á að Seyðisfjörður gæti eyrnamerkt sér tvo þingmenn, og Framsóknarflokkurinn hefði hugsanlega getað myndað meirihlutastjórn 2013 út á fjórðung atkvæða. 

En það er til dæmis athyglisvert, að eitt af þeim skilyrðum, sem Framsóknarflokkurinn gerði fyrir stuðningi við minnihlutastjórn Jóhönnu, var að sett skyldi á fót sérstakt stjórnlagaþing til að endurskoða íslensku stjórnarskrána frá grunni. 

Þrátt fyrir meirihlutastjórnir síðan og afgerandi úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012, hefur ekkert fengist fram í því efni í meðförum Alþingis. 

Í mörgum nágrannalöndum okkar hafa setið minnihlutastjórnir meira og minna í áratugi, og Belgía hefur verið "stjórnlaus" í hátt á annað ár á mælikvarða þeirra sem ætla að fara á límingunum yfir slíku hér á landi. 

Alþingi umbar utanþingsstjórn 1942-1944 vegna þess að engin samstaða var á þinginu um myndun meirihlutastjórnar. Ekki fara sögur af því að landinu hafi verið miklu verr stjórnað af þeirri ríkisstjórn en öðrum ríkisstjórnum á þeim tímum. 

Á valdatíma þeirrar ríkisstjórnar þurfti að sigla landinu í gegnum ólgusjó mestu styrjaldar heimssögunnar. 


mbl.is Össur vill sjá Alþingi stjórna Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband