Gylfi Þ. "áhugalaus" 1971, Benedikt Gröndal 1979.

Sagan geymir dæmi um það að forystumenn flokka hafi eftir mikla ósigra í kosningum orðið "áhugalausir" um að fara í ríkisstjórn, þótt það hafi hugsanlega verið mögulegt. 

Tvívegis gerðist þetta í sögu Alþýðuflokksins. 

Í kosningunum 1971 fékk Alþýðuflokkurinn innan við 10% atkvæða og munaði hársbreidd að hann kæmi ekki manni á þing. Þótt mörgum fyndist eðlilegt að stjórnarandstaðan 1959-1971, sem hafði nú fengið meirihluta, myndaði ríkisstjórn, leist Hannibal Valdimarssyni og Birni Jónssyni á tímabili jafnvel betur á að fara í ríkisstjórn með fráfarandi stjórnarflokknum. 

En Gylfi ku hafa verið áhugalaus um þetta og talið réttara að Alþýðuflokkurinn sleikti sár sín, færi í stjórnarandstöðu og byggði sig upp að nýju.

Haustið 1979 var gerð hallarbylting í Alþýðuflokknum á meðan formaðurinn, Benedikt Gröndal, var erlendis og efnt til stjórnarslita við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag.

 

Eftir stuttar þreifingar varð að niðurstöðu að Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjórn, nokkurs konar starfstjórn þar til kosningar hefðu farið fram í desember.

Í þeim kosningum glutraðist niður hið gríðarlega fylgi sem flokkurinn fékk í kosningunum 1978.

 

Á þessum tíma fengu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur tækifæri til að hafa samstarf í nefndakjöri á Alþíngi og komast í aðstöðu til að mynda stjórn í anda Viðreisnarstjórnarinnar 1959-1971.

En Benedkit Gröndal og fleiri ráðamenn í Alþýðuflokknum voru áhugalausir um þetta og Alþýðuflokkurinn lenti utan stjórnar á árunum 1980-1987.

Síðar kallaði Jón Baldvin Hannibalsson þetta "pólitískt umferðarslys."

Erfitt er að segja um hvort eða fleiri pólitísk umferðarslys hafi orðið eða eiga eftir að verða í núverandi stjórnarkreppu.

Kannski verður niðurstaðan sú að Framsóknarflokkurinn sleiki sár sín og byggi sig upp að nýju, eins og kratar gerðu 1971 og 1979 eftir fylgishrun, sem þó var minna hlutfallslega en hjá Framsókn nú.

  


mbl.is Framsókn áhugalaus um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allt nú féll í ljúfa löð,
loks í brundtíðinni,
áður Framsókn alltaf gröð,
en ekki að þessu sinni.

Þorsteinn Briem, 24.11.2016 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband