Ekki vantar samsæriskenningarnar.

Á sama tíma og Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra segist vera sleginn yfir Brúneggjamálinu er Vigdís Hauksdóttir fljót til að afgreiða það sem samsæri RUV og "góða fólksins" til þess að knésetja íslenskan landbúnað. 

Ekki er auðvelt að sjá hvernig það geti verið íslenskum landbúnaði lyftistöng að það sé látið viðgangast að neytendur séu blekktir í áraraðir með því einn af framleiðendum landbúnaðarvara selji sína vöru á 40% hærra verði en samkeppnisaðilar með því að merkja vöruna með röngum upplýsingum. 

Nú er það afgreitt sem aðför að landbúnaðinum að kaupendur séu upplýstir um þetta mál. 

Það liggur beint við að álykta í framhaldi af þessari ásökun Vigdísar að eina leiðin til að verjast því að svona árásir séu gerðar á landbúnaðinn sé að leggja Matvælaeftirlitið niður svo að hægt sé að loka fyrir þá leið upplýsinga sem að lokum lak þar í gegn. 

Margt hefur nú komið frá Vigdísi um dagana sem erfitt var að toppa, en lengi má manninn reyna.

 

P.S.  Vigdís telur myndir RUV falsaðar! Og dregur með því umræðuna niður á lægsta mögulega plan.  


mbl.is „Agenda“ RÚV og „góða fólksins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hausnum nú í steininn stakk,
stendur oft á gati,
brókarlaus hún bryður krakk,
brussa er og rati.

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 18:09

2 identicon

Steini snjall. Ómissandi á þessari ágætu síða Ómars.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 19:03

3 identicon

hvað er fölsun og hvað er hagræðing sé lítinn mun á því. mér þóti skrítið að brúnegg skildi fá rekstrarleifi á nýjum stað ef þeir voru svona slæmir.en skýtnar voru skýríngar eigendans ef sjálfur átt hænur sem dey ja úr elli en samt voru þær en í hamnum en eflaust er ég dýraníýraníðíngur að láta þær lifa svo leingi vonandi fréttir matvælastofnun ekki af þessu -

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 19:40

4 identicon

Gerum Kristínu Völundardóttir að forstjóra MAST (Matvælastofnun). Hún hefur sýnt það að vera hörkudugleg og einkar "samviskusöm."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 20:23

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þá getum við sungið:  Dronning Kristín staar ved den höje MAST!

Ómar Ragnarsson, 29.11.2016 kl. 21:35

6 identicon

það eru margar bólur til förum í gegnum mentabólu húsnæðisbólu fjármálabólualt með metnaðarfull markmið en allar eru þær sprúngnar og menn þurfa að fara á byrjunarreitnú vilja menn fara í matvælastofnunnarbólu. hvenær skildi hún springa. hestar sem gátu staðið í hvaða veðri sem er fá núna bólur á húðina kindur og kýr fá dularfulla sjúkdóma. ef börninn fá hvef þá er það lungnabólga. er ekki eithvað að í þessari stofnanaþjóðfélagi. að fá eitn brjálæðínginn en í matvælastofnunn leisir eingan vanda 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband