Nú er erfitt að trúa.

Ef rétt er munað hefur eina yfirlýsingin, sem verið hefur stanslaust í gangi hjá Benedikt Jóhannessyni frá því skömmu fyrir kosningar, verið sú að hann ætlaði sér ekki að verða "þriðja hjólið" undir núverandi ríkisstjórn. 

Með Bjarta framtíð límda við sig í fyrstu stjórnarmyndunarviðræðunum var Benedikt að láta reyna á stjórnarmynstur, þar sem aðeins Sjálfstæðisflokkurinn væri með, en Framsóknarflokkurinn ekki. 

Þótt viðhorfin kunni að breytast smátt og smátt eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn, er það einkennilegt ef Bjarni Benediktsson hefur boðið Benedikt sæti í núverandi ríkisstjórn eins og það er orðað í nýrri frétt á mbl.is

Enda fylgir það fréttinni að Benedikt hafi hafnað tilboðinu. Og skyldi engan undra. En síðan er það annað mál hvort trúlegt sé að svona tilboð hafi virkilega verið gert í hádeginu í gær. 


mbl.is Benedikt afþakkaði boð Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlutlaust þá tel ég að xD, xB og Viðreisn sé eini raunhæfi kosturinn sem kom út úr þessum kosningum. Ég tel að það sé stutt í næstu kosningar ef þetta gegnur ekki eftir og þá mun Viðreisn hverfa af þingi

Baldvin Nielsen 

B.N. (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 22:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá árinu 1929 fyrst og fremst verið kosningabandalag frjálslyndra og íhaldsmanna.

Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.

Meira kraðak er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn margsinnis klofnað og brot úr flokknum myndað ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.

Steini Briem, 7.4.2014

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 23:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.4.2013:

"Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í framboðsræðu til formanns á landsfundi flokksins árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi og það væri eitthvað sem hún gæti ekki sætt sig við.

Þessi ummæli Hönnu Birnu hafa verið rifjuð upp í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7% í kosningunum á laugardaginn, sem er næstminnsta fylgi flokksins í sögunni."

Hanna Birna sagði árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi - Vildi setja markið miklu hærra

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 23:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Viðreisn er frjálslyndur hægri flokkur sem vill aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Kjósendur Viðreisnar í kosningunum í síðastliðnum mánuði kusu flestir ekki Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum árið 2013 þegar flokkurinn fékk 26,7% fylgi og ekkert sem bendir til að þeir kjósi hann aftur.

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 23:30

5 identicon

Viðreisnin skriplaði á skötu,

skipinu sló alveg flötu,

Bensi  því telur,

og það ekkert felur,

að þreifingar valdi á Kötu...

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/29/telur_bjarna_vera_ad_raeda_vid_katrinu/

 kiss

Þjóðólfur í Forsæti (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 23:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir líta út fyrir að flokkurinn sé í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndun.

Áður en hann hélt inn á fund forseta sagðist hann aðspurður ekki útiloka neitt stjórnarsamstarf nema eitt og átti þá við að ganga inn í meirihlutasamstarf með fráfarandi ríkisstjórnarflokkum."

Steini Briem, 31.10.2016

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband