Lúlli Karls var líka ótrúlegur.

Ţađ er búiđ ađ nefna ţađ hérna á síđunni hve ótrúlegur golfárangur Ólafíu Ţórunnar Kristinsdóttur er, og beina útsendingin og myndirnar sem bárust frá keppninni stađfestu ţađ. Skal ítrekuđ ađdáun mín á henni og hennar mikla afreki. Lúlli Karls á bikini og sandölum

Fyrir tilviljun ţótti ýmsum ţađ full ótrúlegt á sama tíma, ađ í Ferđastiklum í gćrkvöldi skyldi vera sagt frá ótrúlegu uppátćki Lúđvíks heitins Karlssonar viđ glóandi rennandi hraunstraum úr eldgígum viđ Heklurćtur sumariđ 1970, hvernig hann hljóp eftir örţunnri sjóđheitri skán á yfirborđi hraunstraumsins og stökk af skáninni ţegar fariđ var ađ rjúka úr sandölununm!

Gleymi aldrei veinunum og skrćkjunum í ţýsku kellingunum, sem stóđu ţarna í hóp og horfđu á ţessi ósköp!

En síđan bárust mér í morgun óvćnt tvćr ljósmyndir sem Leifur Magnússon tók.

Efri myndin er tekin skammt frá vettvangi hraunstraumskánarhlaupsins upp viđ Heklurćtur og sést á myndinni ađ einhver ađ vísu lánađ Lúlla bol, og hann er kominn međ fáránlega kollu á hausinn, en á myndinni sést líka ađ hann er berfćttur í sandölum og í neđri hluta af bikini, og á ţessu tvennu, sandölunum og bikininu hljóp hann sitt fáránlega hlaup.Lúlli Karls ađ setja bensín á TF-GIN

Ég stend viđ bíl minni, R-7670, sem var Fiat 850, en í baksýnn sést blár Bronkó, vćntanlega bíllinn sem Lúlli var á. 

Takiđ eftir hraunmylsnunni, sem Lúlli stendur á berfćttur eins og indverskur fakír.

Nú rifjast upp fyrir mér ađ mér fannst ţađ ekki síđur merkilegt hvernig hann gat sprangađ um berfćttur á hinni egghvössu hraunmöl.

Hugsanlega voru sandalarnir orđnir ónýtir ef myndin er tekin eftir hlaupiđ!

Mörg uppátćki og ćvintýrir Lúlla voru jafn lygileg og spunasögur ţessa óviđjafnanlega sagnameistara sem tókst oft ađ spinna ţannig í frásögnum af eigin ćvintýrum ađ mađur trúđi ađ lokum öllu í krafti orđa Indriđa G. Ţorsteinssonar, ađ góđ saga megi ekki líđa fyrir sannleikann! 

Á neđri myndinni af bensínddćlingu niđri á Helluflugvelli sem Lúlli hjálpađi mér viđ, er klćđaburđur minn lítt skárri en Lúlla, ég er uppáklćddur í dökk sunnudagajakkaspariföt međ lakkrísbindi, en í hvítum strigaskóm.  

Flugvélin var sú fyrsta í minni eigu, TF-GIN, sem enn er til, en hana notađi ég til ađ draga svifflugur á loft á Íslandsmótinu á Hellu 1970 og eru ýmsar sögur til af ţví. 

   


mbl.is Ótrúlegt afrek hjá Ólafíu Ţórunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessadur Ómar

Undirritadur hefur hlustad á ýkjusögur af Lúlla Karls hjá thér Ómar, bćdi hér á Íslandi og erlendis.

Er ekki kominn tími til thess ad gefa út bók med thessum sögum ?

S.b. sögurnar af Óla Kjét rútubílstjóra !

Veit um mann sem skrifadi ritgerd um hann Óla Kjét, sem hann liggur á. Thessi madur heitir Jón Kristján Johnson, thjódfrćdingur.

Virdingarfyllst

Gudjón Helgason

Gudjón Helgason (IP-tala skráđ) 5.12.2016 kl. 17:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband