Gömul staka rifjast upp: "Æðstu menn alveg sér gleyma..."

Við að fylgjast með umræðum um hæstaréttardómara rifjast upp staka, sem varð til hér um árið, þegar í ljós kom að handhafar forsetavalds höfðu sankað að sér tollfrjálsu áfengi í svo miklu magni, - í hundraðatali, -  þegar forsetinn fór til útlanda, að þáverandi forseti hæstaréttar sagði af sér og forseti Alþingis var í vanda með að útskýra fjölda flasknanna sem höfðu ratað til hans.

Þá varð þessi vísa til.

 

Æðstu menn alveg sér gleyma, - / 

áfengi hamstra og geyma, - / 

en fengju sér færri / 

flöskur og smærri  / 

ef Vigdís hún væri´alltaf heima.  


mbl.is Segja Markús ekki hafa farið að reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á myndinni má sjá að gaurinn er með orðu eða kross um hálsinn. Veit einhver fyrir hvaða "framlag." Þó varla fyrir stórtæk áfengiskaup eða brask með hlutabréf.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.12.2016 kl. 22:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margt er hér nú þras og þref,
þykir öfund gjöful,
í Helvíti á hlutabréf,
hver sinn dregur djöful.

Þorsteinn Briem, 6.12.2016 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband