12.12.2016 | 08:07
"Seljum fossa og fjöll, - föl er náttúran öll..."?
"Seljum fossa og fjöll, /
föl er náttúran öll /
og landið mitt taki tröll!"
Þannig orti Flosi Ólafsson í einum af gamanþáttum sínum í Sjónvarpi, gott ef það var ekki Áramótaskaup.
Lónin, sem þegar eru komin við jaðar hins minnkandi Vatnajökuls, og þau lón, sem eiga eftir að myndast, eru þess eðlis, að þau eiga að sjálfsögðu að verða innan vébanda Vatnajökulsþjóðgarðs úr því að sá þjóðgarður er til.
Lónin eru algerlega smíð þessa langstærsta jökuls í Evrópu og ættu að tilheyra honum í einu og öllu.
Ef það áð selja þessi lón er alveg eins gott að selja jökulinn allan hæstbjóðanda "erlendum fjárfesti."
Á að trúa því að stefna eigi fljótandi að slíkum feigðarósi líkt og var á tímabili varðandi Grímsstaði á Fjöllum?
Hefur ekkert verið rætt um þessi mál í stjórnarmyndunarviðræðum haustsins?
Til eru þeir, sem telja að best fari á því að einstæðar náttúruperlur lúti lögmálum markaðsaflanna, en séu ekki hluti af "ríkisbákninu."
Margir þessara aðdáenda frelsis fjármagns og minnkandi ríkisafskipta er mjög hrifnir af því hvernig þeim málum er varið í "landi frelsisins", Bandaríkjunum, og vitna í orð Trumps og fleiri um nauðsyn þess að létta sköttum og hvers kyns eftirliti og "hömlum" af hinum ríkustu svo að þeir fái notið sín sem best.
Trump stærir sig af því að hann hafi "veitt" fullt af fólki atvinnu við bruðlhallir hans og hvers kyns munað sem hann geti baðað sig í.
Ekki fer hins vegar sögum af því að hann og svipaðir auðkýfingar fjárfesti mikið í nauðsynlegum innviðum þjóðfélagsins, til dæmis varðandi samgöngumál, heilbrigðismál og menntamál, nema þá til að halda uppi dýrustu heilbrigðisþjónustu heims.
En í "landi frelsisins" er fyrir löngu búið að taka helstu náttúruverðmæti landsins frá til verndunar og varðveislu handa þjóðinni sjálfri og mannkynininu í formi þjóðgarða.
Bandaríska þjóðin hefur verið brautryðjandi í stofnun þjóðgarða allt frá árinu 1872, eða 144 ár, og náttúrupassinn, sem fólk kaupir til að njóta þjóðgarðanna vestra, ber áletranirnar "Proud partner" og "experience your America."
Á íslensku: "Stoltur þátttakandi" og "upplifðu þína Ameríku."
Á Íslandi myndi áletrunin sennilega hafa orðið "niðurlæging" og "auðmýking" ef marka mátti þau ummæli, sem notuð voru í umræðunni hér heima um aðgang að íslenskum náttúruperlum.
Salan á Felli ekki verið kærð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."
Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002
Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.
"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."
Jarðalög nr. 81/2004
Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 08:24
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 08:25
"Tilraunir kínverska fjárfestisins Huangs Nubos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hefur jörðin verið auglýst til sölu á Evrópska efnahagssvæðinu."
Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.
Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 08:26
Jókulsárlón er ekki nema að sáralitlu leyti innan marka jarðarinnar Fells og allt land sem komið hefur undan jökli síðan landamerkjabréf voru sett í lok 19. aldar telst þjóðlenda. Eru fyrir því fjöldamargir úrskurðir hæstaréttar.
Hitt er svo annað mál að Fjallsárlón er allt á þjóðlendu og þar er að hefjast blómleg bátaútgerð.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.12.2016 kl. 09:00
Hæstaréttardómur nr. 345/2005:
"Úrskurður óbyggðanefndar 14. nóvember 2003 að því er varðar mörk eignarlands jarðarinnar Fells í sveitarfélaginu Hornafirði og þjóðlendu er felldur úr gildi.
Skal um mörk þessi fara svo: Að austan frá vesturmörkum jarðarinnar Reynivalla í jaðri Vatnajökuls, sem er punktur A, og þaðan í punkt C sem á uppdrætti er í Þröng við Breiðamerkurjökul.
Frá punkti C skal jaðar Breiðamerkurjökuls, eins og hann var 1. júlí 1998, ráða mörkum eignarlands og þjóðlendu þar til kemur að línu sem dregin er frá punktinum H í ósnum úr Jökulsárlóni að Prestsfelli, síðan eftir þeirri línu í punkt H og þaðan eftir miðri Jökulsá í punktinn G við ströndina.
Telst land norðan og vestan þessarar markalínu þjóðlenda, en sunnan og austan hennar eignarland Fells."
Flatarmál þjóðlendunnar minnkar því ekki þótt jökullinn minnki.
Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 09:06
Mikill meirihluti Íslendinga býr á höfuðborgarsvæðinu og þeir sem þar búa eiga því til að mynda meirihlutann í öllum fiskimiðum hér við Ísland, íslenskum þjóðlendum og þjóðvegum, Landsvirkjun og þar með Kárahnjúkavirkjun.
Þorsteinn Briem, 12.12.2016 kl. 09:22
eflaust eru 1.5. milljarður smáaurar í augum sumra en ekki mín. með þennan peníng má gera sjúkrahús á suðurlandi sæmilega tækjavæd i bili. skilst að bara sjúkrahúsið á selfossi þurfi um 1.milljarð í nauðsinlegan búnað, t.d. endurnýun rúma. eignarhald skiptir ekki máli ef löggjafinn stendur sig í stikkinu. en senilega er það full seint nú að breita lögum. nú stendur til að kaupa geysi matsverð eigenda um 3.milljarðar heildarverðmæti. og seigja að ríkið eigi nú þegar um 30%. ríkið á laugina sem á um helmíng svæðisins. þó ekki fullsanað um eignaframsal. barón átti geisi og strokk. gaf hann ekki háskólanum landið ?. ef þettað er rétt. er ríkið að kaupa smáluta innan gyrðíngar.( jón jónsson á laug skildi ekki hvernig þeim á söndunum var leift að byggja þar sem þeir byggðu þar sem þettað var ítak frá bryggju ) og land sem óvíst er um eignarrétt. væri ekki betra að eiða þessum 70.milljónum. til uppbyggínga á þýngvöllum í stað þess að kaupa upp grunn þó hann sé innan þjóðgarðs. setja bara auknar kröfur um ósínileika byggíngarinnar í umhverfinu
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.12.2016 kl. 09:39
Það er gott að þið vekjið athyggli á því, að við getum vaknað upp við það að stórþjóð eigi allt landrými á Íslandi.
Vinsamlega færið ykkur af landinun okkar, úr íbúðarhúsunum okkar og vinnustöðunum okkar.
Þið getið bara farið í Þjóðgarðinn.
Trump ætlar að færa framleiðsluna aftur til Bandaríkjana.
Framleiðslan er farin til þeirra landa sem skrá gjaldmiðilinn sinn lágan, þannig að framleiðslan í Bandaríkjunum verður ekki samkeppnis fær.
Það að skrá gjaldmiðilinn lágan, virkar eins og verndartollur, 40% segir Trump.
Á sama hátt, eigum við að tryggja það að þjóðin missi ekki tilkall til Íslands og búsetu réttar í þétt býli og dreifbýli.
Við tökum Trump til fyrirmyndar og tryggjum Ísland, fyrir Íslendinga.
Það er engin ástæða til að glata Íslandi.
Við höfum hugsandi menntaða stjórnmálamenn.
Út úr Evrópska efnahagssvæðinu strax.
Setja lög, til dæmis um að Íslendingar megi aðeins eiga 2 % af útlöndum, og útlendingar, 2 % á Íslandi.
Það mindi kallast jafnræði.
Við erum ekki eingöngu sykur og sex sjúgandi sauðir.
Við erum frjálsir hugsandi menn, í okkar eigin landi, og reynum að vera til fyrirmyndar.
Egilsstaðir, 12.12.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 12.12.2016 kl. 09:55
U.S., EU Say 'No' To China Buying The World
http://www.forbes.com/sites/gordonchang/2016/10/30/u-s-eu-say-no-to-china-buying-the-world/#1c1a0c0522b8
Regulators on both sides of the Atlantic, acting as if on cue, are moving to block acquisitions of local businesses by Chinese companies.
Egilsstaðir, 12.12.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 12.12.2016 kl. 10:43
Við getum líka selt stjórnmálamennina hæstbjóðanda. Reyndar er engin eftirspurn eftir þeim þannig að rökrétt væri að sturta þeim hressilega niður eins og Karíusi og Baktus. Þá værum við endanlega laus við þá.
http://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/15/skattaivilnanir_fyrir_landsbyggdina/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2016 kl. 11:00
no.8. ef útlendíngar vija kaupa ísland þurfa þeir ekki annað en lepp hér á landi. hversvegna að eiða almanafé í útsíni ef menn géta set svo fáránlegar reglur að ekert verði gert á svæðinu
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.12.2016 kl. 11:26
Á netinu hafur verið sagt að landið gangi til baka til ríkisins í Kína, eftir 70 ár.
Við getum fundið góða leið til að hafa stjórn á Íslandi.
Aðeins að byrja að leita lausna, þá finnst lausnin.
Við komumst hingað í sköpun nýrrar veraldar, af því að einhverjir, fundu sig knúna til að leita að betri framtíð.
Ef hvötin, til sköpunar er ekki í okkur, þá leitum við ekki.
BROS - Það er andinn, sköpunar andinn, heilagur andi, sem við ausum af þegar við leitum nýrra lausna.
Oft tínum við þessum sköpunar anda, og þá fer allt aftur á bak í þjóðfélaginu.
Mundu að Nicola Tesla kallaði viskubrunninn, ""The Core,"" það er kjarnann.
Nicola Tesla jós úr þessum viskubrunni, og færði þjóðunum miklar framfarir.
Við vitum að sá sem teygir sig lengra og lengra, kemst lengra.
Hann leitar, leitast við að finna lausnir.
Egilsstaðir, 12.12.2016 Jónas Gunnlaugsson
Stunda hugleiðslu og bæn þá getum við tengt okkur við alheimsvitið. Er Nikola Tesla að segja það?
Jónas Gunnlaugsson | 5. febrúar 2016
Jónas Gunnlaugsson, 12.12.2016 kl. 14:22
no.12. góð hugleiðíng. vonandi fynna menn góða lausn. peníngar eru ekki altaf besta lausninn
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.