13.12.2016 | 20:12
Fréttir ýktar af andláti víðfeðmustu flugeldasýningar Evrópu?
Sjá hefur mátt á samfélagsmiðlum í dag miklar áhyggur og jafnvel reiði yfir því að ESB ætli að ganga af íslensku flugeldaskotahefðinni dauðri um næstu áramót.
Hins vegar er svo að sjá af tengdri frétt á mbl.is að ekki verði hróflað við 70% af núverandi framboði flugelda, en að 30% af núverandi úrvali flugelda verði skipt út fyrir aðrar tegundir sem að vísu verði ekki eins stórkarlalegar og þær risatertur, sem eiga að hverfa, en muni samt þjóna sama tilgangi um heildarútlit víðfeðmustu flugeldasýningar Evrópu.
Síðan er það önnur spurning, hvort við eigum að hunsa tilskipun ESB og breyta engu.
En þá verður líka að liggja nokkurn veginn ljóst fyrir hve mikil breyting yrði við það að fara eftir kröfum ESB.
Hætta að selja 30% af flugeldunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ástæðan er sú að þá þurfa Íslendingar að fara eftir kröfum Evrópusambandsins um að allir flugeldar þurfi að uppfylla svokallaða CE-stöðlun."
Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).
"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the 28 European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Íslands, Sviss og Noregs].
There is one member per country."
Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN)
Steini Briem, 19.12.2015
Þorsteinn Briem, 14.12.2016 kl. 09:13
Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN)
Þorsteinn Briem, 14.12.2016 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.