"Að gera frostlögin bragðvondann"?

Ágætis frétt er á mbl.is í kvöld um frostlög, sem gerður er bragðvondur til þess að ekki sé hægt að eitra fyrir ketti með honum. 

Því miður gengur í gegnum alla fréttina hreint ótrúleg grundvallarritvilla, þannig að í öll fjögur skiptin, sem talað er um frostlög í þolfalli með greini, er ritað eitt n í lok þessa nafnorðs, talað um "frostlögin". 

En nafnorðið "frostlögin" gæti verið heiti á sönglögum um vetur og kulda, sem menn syngja til dæmis þorrablótum. 

Gott dæmi er lagið Þorraþræll. 

Til að kóróna stafsetningarruglið  er strax í upphafi fréttarinnar talað um efni, "sem gerir frostlögin bragðvondann", -  sett tvö n í lok lýsingarorðsins en ríghaldið í eitt en í greini nafnorðsins frostlögur. 


mbl.is Bitri frostlögurinn freistar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem


Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband