Óþrifnaðurinn er með eindæmum.

Það er ekkert annað en óþrifnaður að hreinsa ekki ryk og tjörusalla mánuðum saman af götum Reykjavíkurborgar. 

Svona sleifarlag er ekki liðið erlendis. 

Auk uppsöfnunar svifryks af slitnum götum er ekkert gert til að hreinsa upp þar sem vinnubílar og jarðvegsflutningabílar vaða með drullu af vinnusvæðum inn á göturnar og útata þær í auri. 

Reynt er hér á blogginu að kenna öðru en slitinu á götunum um svifrykið, en tjöruausturinn aftan úr stórum bílum yfir bílana á eftir þeim, sem leggst á framrúður og ljós, þekkja allir, sem eru á ferðinni, og finna muninn á ástandinu til hins betra seint á hverju vori en til hins verra seint á haustin. 

 


mbl.is Sextánföld svifryksmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð lífið Ómars leitt,
enda tóm það tjara,
engin gleði, ekki neitt,
allt í drullu bara.

Þorsteinn Briem, 14.12.2016 kl. 15:14

2 identicon

Hvenær munu innbyggjar hafa vit á því að banna nagladekk. Eins og „Alpalöndin“ gera, þar sem aðstæður eru jafnvel erfiðari en á Íslandi. Nei, í stað þess eru flutt inn léleg vetrardekk sem innflytjandinn fær á spott prís, naglar reknir í draslið og selt innbyggjum sem hágæða vara, því rándýr. Í dag má fá vetrardekk sem eru við nær allar aðstæður betri en nagladekkin sem notuð eru á skerinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 15:45

3 identicon

Venjulega hef ég mest orðið var við saltið á ljósum og rúðum, blandað smá skít.

"..og finna muninn á ástandinu til hins betra seint á hverju vori en til hins verra seint á haustin. " Ástandið ætti að vera verra á vorin eftir heilan vetur á nöglum og betra á haustin eftir sumardekkjaakstur væri nöglum og svifryki um að kenna.

Davíð12 (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 17:46

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir með pistilsritara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2016 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband