Blásið í blöðru vegna ástands vegar.

Jöklajeppar á stórum dekkjum geta verið erfiðir í stýri við vissar aðstæður. Í fyrravetur var ég eitt sinn á slíkum bíl á leið upp Ártúnsbrekkuna þegar vatn var í hjólförum og var því tæknilega ómögulegt að aka bílnum alveg þráðbeint áfram, ekki hvað síst vegna þess, að í ofanálag var hvass og byljóttur hliðarvindur.  

Lögreglubíll kom á eftir mér og var ég stöðvaður og beðinn um að blása í blöðru sem ég gerði með mikilli ánægju, maður sem aldrei hefur bragðað vín á 76 ára ævi. 

Það er svo skemmtilegt þegar þannig stendur á hjá viðkomandi að hann geti fært svona atvik til bókar. Ég lét reyndar útskýringar varðandi ástand götunnar, hliðarvindinn og eðli jöklajeppa fljóta með í samtali mínu við lögreglumennina, en talaði fyrir daufum eyrum, bíllinn nýskoðaður og í fínu standi og því eðlilegt hjá þeim að útiloka ölvun við akstur.Léttir%2c ská aftan frá (1)

Þegar ég fékk mér létt vespuhjól í sumar ákvað ég að nýta mér það, að ellibelgir eins og ég geta fengið frítt einkanúmer.

Mig grunar að það sé frá tíð Geirs H. Haarde sem fjármálaráðherra, en hann hafði einkar góðan skilning á mismunandi aðstæðum bíleigenda.

Ef lögreglumönnum sýnist það óeðlilegt að menn að nálgast áttrætt séu á vélhjólum, geta þeir séð tilsýndar í mínu tilfelli að ástæðan er ekki ölvun.

Auk þess er gott mál að auglýsa þarfa starfsemi og lifnaðarhætti á einkanúmerum, svo sem það að vera edrú og hlynntur starfsemi SÁÁ.  

 


mbl.is Síðast malbikað árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut, Kringlumýrarbraut og Vesturlandsvegur.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.

Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4

"8. gr. Þjóðvegir.

Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."

Vegalög. nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 14.12.2016 kl. 10:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft nú hefur af því frést,
í því varla heil brú,
í Ártúnsbrekku sveiflast sést,
segist vera edrú.

Þorsteinn Briem, 14.12.2016 kl. 11:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Einum og hálfum milljarði króna verður varið til viðgerða og endurnýjunar á malbiki í Reykjavík á næsta ári.

Svo miklu hefur ekki verið eytt í malbik áður.

Þetta er nærri tvöfalt meira fé en notað var til malbiksviðgerða og endurnýjunar á þessu ári.

Að auki verður malbik endurnýjað á götum þar sem framkvæmdir við endurnýjun gatna stendur yfir."

Einn og hálfur milljarður króna í malbikun í Reykjavík á næsta ári

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband