Er ekki rétt að ný og merkileg sjónarmið fái að koma fram?

Í svari þingmanns við eðlilegri spurningu fréttamanns af gefnu tilefni, sem þingmanninnum og fylgjendum hans fannst  óviðeigandi, kemur fram það sjónarmið hans, að ekkert sé athugavert við það að þingmaður, oddviti flokks síns í sínu kjördæmi og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokks síns, skrópi á vinnustað sinn jafnvel vikum saman og fari með því ekki að ákvæðum þingskapa um skyldur þingmanna um að tilkynna þingforseta fjarvistir og ástæður þeirra, svo að kalla megi inn varamann. 

Sigmundur ber fram það nýstárlega sjónarmið að hann geti alveg eins fylgst með málum á Alþingi heima hjá sér án þess að mæta á vinnustaðinn. 

Er næsta víst að margir aðrir þingmenn og opinberir starfsmenn myndu telja það þægilegt og forvitnilegt ef þeir gætu sinnt vinnu sinni á þennan hátt.

Svarið sýnir raunar að spurning fréttamannsins var fyllilega viðeigandi til þess að þessi nýju sjónarmið kæmu fram.

Þingmenn eru í vinnu hjá kjósendum, almenningi, ef einhver skyldi hafa gleymt því, og það er skylda fjölmiðla að upplýsa um það hvernig þeirri vinnu er sinnt.  

 


mbl.is „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur nú friðinn fann,
flestu vill hann gleyma,
á þingi oft á rassinn rann,
á RÚV nú drullar heima.

Þorsteinn Briem, 17.12.2016 kl. 22:14

2 identicon

Það er allavega ekki nýtt að fyrrv. fréttamaður Ríkisútvarpsins, Ómar Ragnarsson, skuli stökkva til og verja fasískar ofsóknir gersamlega stjórnlauss lýðs í Efstaleiti. Nú, enda fær hann einhverja bitlinga þaðan ennþá.

Ef þetta röfl Ómars væri sannleikurinn, þá myndu skíthælarnir í Efstaleiti krassa afmælisveislur, jólaboð og fermingaveislur annarra þingmanna og rukka þá um skýringar á ferðum sínum. Hvað ætli margir þingmenn á Alþingi hafi sleppt heilum fjórum fundum í röð? Svarið er: sennilega allir þingmenn sem setið hafa lengur en þessa viku sem þingið hefur verið starfandi nú.

Ríkisútvarpið er orðið stjórnlaust skrýmsli þar sem flokksbundnir vinstrimenn sem óflokksbundnir ráðast skipulega gegn pólitískum andstæðingum með pólistískar aftökur í huga. Það er kominn tími til að þjóðin rísi upp gegn þessum viðbjóði.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.12.2016 kl. 22:47

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Síðuhafi Ómar Ragnarsson virðist eiga erfitt með að fara rétt með staðreyndir a.m.k.  þegar ákveðnir aðilar eiga í hlut. Hér heldur hann því fram að hjá Sigmundi Davíð hafi komið fram það sjónarmið að ekkert væri athugavert við það að hann skrópi á vinnustað sínum jafnvel vikum saman.

Fram kemur í viðtalinu sem vitnað ér í að Sgmundur hafi síðast mætt á Alþingi 6. des.  Líklega var síðasti fundur þann 15. þ.m. svo fjarvera Sigmundar er þá ekki nema rétt rúm vika.  Hvernig fær síðuhafi út að þetta séu margar vikur.   Kann síðuhafi ekki að telja?

Daníel Sigurðsson, 17.12.2016 kl. 23:13

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Það er dauði og djöfuls nauð
er dyggðum snauðir fantar
safna auð með augun rauð
en aðra brauðið vantar. - Bólu-Hjálmar

Ragna Birgisdóttir, 18.12.2016 kl. 14:15

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eftir fimmtíu ára dvöl

í Akrahrepp, ég má nú deyja
úr sulti, nakleika, kröm og kvöl.
Kvein mitt ei heyrist, skal því þegja.
Félagsbræður ei finnast þar,
af frjálsum manngæðum lítið eiga,
eru því flestir aumingjar,

en illgjarnir þeir sem betur mega.

(Hjálmar frá Bólu)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.12.2016 kl. 14:33

6 identicon

Áhugasömum um mætingu SDG á vinnustað sinn skal bent á þær staðreyndir að hann hefur ekki tekið þátt í umræðum þar síðan hann sat í ráðherrastóli og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu síðan í júni. Þessu er einfalt að fletta upp á vef Alþingis. Nokkrir stóyrtir mælendur á þessum þræði virðast þó ekki búa yfir þeirri takmörkuðu hæfni sem slík leit útheimtir. Ályktunarhæfni þeirra hlýtur að sama skapi að teljast afar takmörkuð.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.12.2016 kl. 18:45

7 identicon

Persónulega finnst mér það lýsa verulegum skorti á mannasiðum að fara að ræða um þessi mál við þetta tilefni. Af hverju var ekki hægt að leyfa honum og öðrum framsóknarmönumm að halda upp á daginn og njóta þess þetta kvöld?

ls (IP-tala skráð) 18.12.2016 kl. 21:15

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á þriðjudaginn kemur verða liðnar tvær vikur frá þingsetningu. Fjórir fundardagar segja lítið um störf þingmanna sem vinna í nefndum að brýnum málum þingsins um þessar mundir. SDG hefur ekki setið í neinni nefnd og hefði því átt að eiga meiri möguleika á að koma á þingið á þessu ári en flestir aðrir þingmenn. 

Annars fjallar pistill minn um það sjónarmið SDG, að þingmönnum, sem ekki sitja í neinum nefndum, nægi að sitja heima hjá sér eða einhvers staðar annars staðar á landinu til að sinna þingmannsstarfi sínu, án þess að kalla inn varamann.  

Ómar Ragnarsson, 19.12.2016 kl. 02:16

9 identicon

Á tveim stöðum í pistlinum er sérstaklega tekið fram að spurningin hafi verið viðeigandi og því umdeilanlegt hvort pistillinn fjallaði fyrst og fremst um sjónarmið SDG eða að réttlæta framgöngu RUV. Mér finnst spurningin (og reyndar fleiri í viðtalinu) langt í frá viðeigandi á þeim stað og þeirri stundu sem hún var borin fram (þar af leiðandi var spurningin að mínu mati óviðeigandi). Mér finnst líka að starfsmenn RUV eigi að kunna mannasiði og sýna þá í vinnunni.

Ég geri ekki sömu kröfur á aðra miðla m.a. af því að ég er hvorki eigandi að þeim né borga laun starfsmanna þar með nefskattinum.

Það er hins vegar annað mál að það má vel ræða efni spurningarinnar í annan tíma og þá væru spurningarnar viðeigandi, en ég er hræddur um að RUV verði ekki fyrst til að fá neitt efnislegt frá SDG um það úr þessu.

ls (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband