Plan B: Fjárlög eins og oft fyrrum og stjórnarmyndun í janúar .

Þegar sett var upp áætlun síðastliðið vor um skipulag þingstarfa fram að kosningum 29. október náðist samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um plan A, hvernig hægt yrði að afgreiða allra mikilvægustu mál fyrir kosningar og vera komin það langt með fjárlög, að hægt yrði að afgreiða þau fyrir jól, og að þá yrði ný ríkisstjórn tekin við.

Nú hefur þetta síðasta brugðist og þá blasir plan B við, að klára fjárlögin og taka upp stjórnarmyndunarviðræður í janúar.

Aðstæður eru mun skárri en þær voru í janúar 1979 þegar olíukreppa var skollin á í heiminum með stórversnandi viðskiptakjörum og þjóðarhag.

Þess vegna er svo mikilvægt að einbeita sér að þingstörfum fyrir jól og jafnvel milli jóla og nýjárs og klára þessi mikilvægust árlegu lög þingsins.

Það eru mýmörg fordæmi frá fyrri árum um að fjárlögin hafi verið á síðasta snúningi í árslok og þess vegna er enginn voði á ferðum núna, þótt vissulega hefði verið æskilegra að plan A hefði gengið upp. ´


mbl.is Þingstörf setja strik í reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband