Sigurður Ingi gæti átt möguleika.

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur vaxið mjög í áliti við það að ná mun meiri árangri í starfi en nokkurn óraði fyrir þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu á óróatíma í stjórnmálunum. 

Auðvitað þarf fleiri til en einn þegar margir flokkar koma sér saman um eitthvað svipað því sem gert var í vor og haust varðandi störf Alþingis og stjórn landsins. 

En allt stóð það fyrst og fremst og féll með forsætisráðherranum sem sigldi úfinn sjó af lagni og skynsemi. 

Þegar grunnur Framsóknarflokksins er skoðaðu sem miðjuflokks getur niðurstaðan orðið sú að einmitt þessi staða geti gert Sigurði Inga og flokki hans auðveldara en ella að mynda ríkisstjórn yfir miðjuna eins og Framsókn hefur staðið svo ótal oft að í aldar sögu sinni. 


mbl.is „Sigurður Ingi gæti fengið áheyrn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu margar ríkisstjórnir ertu búinn að mynda frá kosningunum í haust, Ómar Ragnarsson?!

Málið snýst ekki um hvað er í einhverri ímyndaðri miðju í stjórnmálum hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 00:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð, Viðreisn og Píratar vilja til að mynda breytingar í íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði.

Þar að auki þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hins vegar engan áhuga á að taka þátt í þessum meginatriðum í stefnu þessara flokka.

Og engan veginn ætti að vera auðveldara fyrir Vinstri græna að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn en Viðreisn um álagningu skatta.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 00:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband