Nauðsynleg fjölgun borgarfulltrúa.

Allt frá árinu 1978 hafa verið skiptar skoðanir um fjölda borgarfulltrúa í Reykjavík, sem hefur verið óbreyttur í að minnsta kosti 90 ár, þrátt fyrir að borgarbúum hafi fjölgað fimmfalt á þessum tíma og verkefni sveitarfélaga auk þess orðið margfalt fjölbreyttari og meiri að vöxtum en var fyrir næstum öld. 

Fjölgun íbúa segir raunar ekki alla söguna um það hve margir kjörnir fulltrúar eigi að vera, því að væri svo, og til dæmis væri miðað við íbúafjölda Bandaríkjanna og Íslands, þyrfti aðeins einn þingmann á Íslandi til að það væri hærri tala hlutfallslega en tala þingmanna á Bandaríkjaþingi. 

Þegar Helga konan mín var varaborgarfulltrúi hér fyrr á árum var augljóst af miklum verkefnum hennar sam varaborgarfulltrúa, að hinir kjörnu borgarfulltrúar væru of fáir, og að í raun væri enginn sparnaður fólginn í því að hafa þá þetta fáa.

Of mikil og mörg verkefni gætu aukið hættu á mistökum og fúski.  

Á vegum stjórnlagaráðs voru könnuð erlend gögn um fjölda kjörinna fulltrúa í öðrum löndum, og fannst formúla um það efni, sem hafa mátti til hliðsjónar. 

Hún sýndi að hjá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, voru hvorki þingmenn né borgarfulltrúar hjá okkur of margir miðað við flókin verkefni sem sinna þarf og leysa í nútímaþjóðfélagi. 

Meginástæða þess hve lengi hefur verið haldið í 15 borgarfulltrúa í Reykjavík er næsta augljós þegar miðað er við úrslit borgarstjórnarkosninga í 90 ár. 

Meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði meirihluta fram til 1978 og aftur 1982 til 1994, fékk hann oft innan við helming greiddra atkvæða, og í sumum tilfellum hefði hann ekki haldið meirihlutanum ef borgarfulltrúarnir hefðu verið fleiri. 

Svipað gat gilt þegar R-listinn var við völd. 

Nú er kominn tími til að endurskoða fulltrúafjöldann en veita á móti kjörnum aðalfulltrúum sem mest aðhald. 


mbl.is Fylgishrun hjá Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 10:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sveinbjörg þar nú skellti á skeið,
skrítnum sauðaflokki,
sat á baki Gústa gleið,
geldum hjálparkokki.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 10:06

3 identicon

Það er nú ekki alveg bráðnauðsynlegt að fjölga vitleysingum sem stefna að 50% atvinnuleysi.  Viltu kannski 100% atvinnuleysi Ómar?

http://www.visir.is/smari-mccarthy-um-myndskeidid---rettmaet-gagnryni-thvi-eg-tala-eins-og-vitleysingur-/article/2016160928955

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 10:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.2.2014:

"
Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar verður ekki fjölgað á næsta kjörtímabili.

Borgin er skyldug til þess samkvæmt lögum en ætlar að nýta sér heimild í lögum til að fresta þeirri fjölgun um fjögur ár."

Fresta fjölgun borgarfulltrúa til 2018

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 10:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það er nú ekki alveg bráðnauðsynlegt að fjölga vitleysingum sem stefna að 50% atvinnuleysi."

Margbúið að svara þessu hér, Elín Sigurðardóttir.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 10:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit undirritaður til þess að fleiri Píratar séu atvinnulausir en annað fólk, margir þeirra vel menntaðir og með há laun.

En að sjálfsögðu er ekki nóg að hafa há laun hér á Íslandi og til að mynda þurfa vextir á húsnæðislánum að vera hér mun lægri en þeir eru nú og hafa lengi verið.

Og ekki veit ég til þess að Píratar hafi þá stefnu að fjölga kaffihúsum í póstnúmeri 101 eða öðrum póstnúmerum.

Í póstnúmeri 101 eru nú þegar mörg kaffihús og matsölustaðir sem moka inn erlendum gjaldeyri, því tugþúsundir útlendinga kaupa þar vörur og þjónustu.

Og í engu öðru póstnúmeri hér á Íslandi er aflað meiri erlends gjaldeyris.

Hælisleitendur vilja vinna og fá laun eins og aðrir og nú vantar hér þúsundir karla og kvenna til alls kyns starfa.

Útflutningur á þjónustu, til að mynda á kaffihúsum í póstnúmerinu 101, hefur bjargað íslenska þjóðarbúinu og stórminnkað hér atvinnuleysi eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008.

Píratar hafa hins vegar áhuga á öllu, til að mynda breytingum í íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði, og eru í framboði á öllu landinu, fólk í alls kyns störfum.

Í póstnúmerinu 101 er langstærsta fiskihöfnin hér á Íslandi og stærsta sjávarútvegsfyrirtækið.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 10:31

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjallastjórnin liðið lík,
lítil er nú fórnin,
pilsfaldanna pólitík,
plebbaleg var stjórnin.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 10:33

8 identicon

Píratar vilja atvinnuleysi og þeim finnst það fyndið.  Það er það eina sem við vitum um Pírata. 

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/09/14/piratar-oskuillir-i-gard-thingmanna-sinna-hella-ur-skalum-reidi-sinnar-a-pirataspjallinu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 10:34

9 identicon

"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, er til svara þar og segir að ekki hafi verið hægt að greiða atkvæði gegn samningunum vegna þess að Píratar hefðu engar mótaðar hugmyndir um kerfi sem gæti tekið við í staðinn."

Hann veit ekki til hvers hann er þarna en hinn vill atvinnuleysi.  Við þurfum ekki fleiri svona.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 10:45

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.2.2016:

"Sam­kvæmt vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stofu Íslands voru að jafnaði 192.500 manns á aldr­in­um 16-74 ára á vinnu­markaði í janú­ar síðastliðnum, sem jafn­gild­ir 81,7% at­vinnuþátt­töku.

Af þeim voru 187.200 starf­andi.

Hlut­fall starf­andi af mann­fjölda var 79,5% og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli einungis 2,8%.

Sam­an­b­urður mæl­inga í janú­ar 2015 og 2016 sýn­ir að í vinnuaflinu fjölgaði um 7.700 manns, at­vinnuþátt­tak­an jókst því um 1,6%.

Fjöldi starf­andi jókst um 10.400 og hlut­fallið af mann­fjölda um 2,8%.

At­vinnu­laus­um fækkaði um 2.600 manns og hlut­fall þeirra af vinnu­afl­inu minnkaði um 1,5%."

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 10:46

11 identicon

Fyrir nokkru skrifaði maður nokkur: „Í hundraðasta og eitthvað skiptið er mokað hér inn á síðun 18 athugasemdum, sem eru tuttugu sinnum lengri en pistillinn minn, koma efni hans ekkert við og sumt af því hreint bull eins og að miðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu sé við Klambratún á sama tíma og um um það bil 40 þúsund manns búa fyrir vestan túnið en 160 þúsund austan þess. 

Í pistlinum, sem er mjög stuttur, er aðeins talað um það hvernig best yrði staðið að mælingum vegna flugskilyrða við Hvassahraun, - ekkert annað en þetta flugtæknilega og mælingartæknilega atriði. 

Í athugasemdunum 18 er ekki minnst á þetta atriði. 

Lesendur síðu minnar eru búnar að kvarta margsinnis yfir þessu hér á síðunni án nokkurs sýnilegs árangurs, heldur fer þetta versnandi ef eitthvað er.  

Þetta gengur ekki lengur. 

Hér er því síðasta aðvörun. Ef þetta gerist einu sinni enn á þennan grófa hátt, mun ég neyðast til að þurrka það út.  “

Og hvað svo?

 

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 12:27

12 identicon

Píratar hafa engan trúverðugleika.  Þeir glíma við sama vanda og Madonna sem nú fær verðlaun fyrir stuðning sinn við Hillary Clinton og notar tækifærið til að grenja yfir nauðgun og kynjamisrétti.  Vandamálið sem hún glímir við er að það muna allir eftir því hvernig hún skellihló þegar hárgreiðslukonunni hennar var byrlað ólyfjan og nauðgað í myndinni Truth or dare.  

http://www.visir.is/madonna-taradist-er-hun-taladi-um-naudgun-og-kynjamisretti/article/2016161219263

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 13:15

13 identicon

Rétt er að taka fram að hárgreiðslukonunni var ekki nauðgað með tjaldhæl.  Hláturinn einn virðist hafa tryggt Madonnu verðlaunin.

http://www.dv.is/frettir/2012/11/23/hildur-faer-hugrekkisverdlaun/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 14:23

14 identicon

Sæll.

Vinstri menn vilja sífellt stækkan opinbera geirann og auðvelt að tína ýmislegt til því til réttlætingar.

Lítum að hina hliðina - hliðina sem Ómar gleymir alveg: Sveitarfélögin á landinu eru alveg á hliðinni fjárhagslega. Þeim hefur verið afar illa stýrt og eru sífellt að sóa fjármunum. Þeim sem efast um sannleiksgildi þessara orða er bent á skuldahala sveitarfélaga landsins.

Hvað er þá til ráða? Sveitarfélögin verða að segja sig frá fjölda verkefna enda ljóst að þau ráða engin veginn við þau. Að því kemur að þau ráða ekki við að borga af sínum skuldum og fleiri borgarfulltrúar munu ekki létta þeim það verk - hvað svo sem Ómar segir. 

Helgi (IP-tala skráð) 19.12.2016 kl. 14:38

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek fram að ég hef af gefnu tilefni og í samræmi við aðvörunarorð þar um grisjað haug af athugasemdum sem hér var mokað inn í hundraðasta og eitthvað skipti og koma þessu máli ekkert við af gefnu tilefni. 

Slík þrif mun ég ekki tilkynna sérstaklega hér eftir, nema tilefni gefist til 

Þessi bloggsíða er undir minni umsjón ef einhver skyldi hafa gleymt því. 

Ómar Ragnarsson, 19.12.2016 kl. 20:35

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur sjálfur fengið aðvörun, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 20:57

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á meðan þú leyfir og eyðir ekki kolólöglegum athugasemdum hér í minn garð mun ég birta hér það sem mér sýnist hverju sinni.

Ef þú hefur tíma til að eyða því hefur þú einnig tíma til að eyða sífelldri drullu hér í garð undirritaðs síðastliðin tíu ár. Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 21:03

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta sem þú sakar mig um að hafa ekki gert, hef ég margsinnis gert á undanförnum árum, Steini minn, og ég hef ekki dregið af mér við það verk, -  en samkvæmt eðli málsins hefur þú ekki alltaf orðið var við það.

Ómar Ragnarsson, 19.12.2016 kl. 23:05

19 identicon

Gamall málsháttur segir: Svo má brýna deigt járn að bíti.

Ótrúlega er samt sumt járn deigt.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 10:14

20 identicon

Sæll Ómar.

Þetta er athyglisvert umhugsunarefni
sem þú tekur hér fyrir.

Hún er áþekk þeirri að þingmenn eru nú 63
en hefðu sem best mátt vera 41.

Að fulltrúar borgarinnar eða þingmenn á Alþingi
verði fleiri er ekki trygging fyrir neinu nema
óþarfa fjáraustri þar sem fleiri eru fengnir til
að vinna verk sem helmingi færri færu létt með.

Það ætti að vera gleðiefni hverjum og einum
hvort heldur hjá borginni eða á Alþingi að vinna
aldrei færri en 16 stundir á dag í þjónustu fyrir
land og lýð. Menn skipuleggja tíma sinn ekki nógu vel
og skipulag að öðru leyti er oft ekki fyrir hendi.

Fleiri borgarfulltrúar og fleiri þingmenn kosta okkur
líka að þeir verði fleiri sem veljast til starfans
sem skortir flest til að geta skilað nokkru verki af viti.

Má svo til að þakka Elínu fyrir þessar ágætu athugasemdir hennar!

Húsari. (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 12:10

21 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað er það sem 23 borgarfulltrúar geta gert, en 15 gátu ekki gert?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 21.12.2016 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband