20.12.2016 | 03:48
Öll athygli er auglýsing. Endilega start-up?
Ugly-Pizza er ögrandi nafn, sem vekur athygli og árangurinn af því að nota svona óvenjulegt nafn byggist á því að allt umtal sé gott, jafnvel þótt yfirbragðið sé neikvætt. Eða að ákveðinn kímni sé jákvæð.
Ásókn enskrar tungu virðist óstöðvandi, ekki aðeins til þess ætluð að ganga í augun á ferðamönnum, heldur í einu og öllu. Ugly Pizza er svo mikið erlendis eins og Bo myndi kannski orða það.
Íslenskan á fjölmörg orð, sem nota mætti til þess að segja frá því að þetta sé nýgræðingsfyrirtæki byrjendafyrirtæki, nýtt fyrirtæki, ferskt fyrirtæki eða frumkvöðlafyrirtæki, allt eftir því hvað eigandanum finnst þjóna sér best til að gefa nafninu aðlaðandi blæ.
Nei, start-up skal það vera og lengja rununa Black Friday, Cyber Monday, Tax-free, Outlet o.s.frv.
Ferðamenn forvitnir um nafnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eðlilegt að eigendur fyrirtækja í miðbæ Reykjavíkur vilji nú draga að þeim erlenda ferðamenn með erlendum nöfnum fyrirtækjanna.
Og ekki nýtt að fyrirtæki heiti erlendum nöfnum hér á Íslandi, til að mynda verslanirnar Hamborg, Edinborg, Glasgow og London hér í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 08:49
Undirritaður bjó í áratug í norðlenskum afdal og þar var notaður mýgrútur af dönskuslettum en ekki vantaði harðmælið, sem margir íslenskufræðingar voru afar hrifnir af og töldu besta íslenska framburðinn.
Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 09:00
Tonie Gertin Sörensen - Íslendingar hafa misskilið orðið "ligeglad":
"Kæru Íslendingar,
Það er sorglegt að segja það en þið hafið notað þetta orð rangt í áratugi, "ligeglad" þýðir að væra kærulaus eða alveg sama um hluti.
"Jeg er ligeglad" þýðir "mér er alveg sama" og "jeg er fuldstændig ligeglad" þýðir "mér er nákvæmlega sama".
Og hvorki danir né íslendingar kæra sig um að vera sagðir kærulausir.
Sem dana finnst mér það mikið klúður og pínlegt þegar til dæmis Hagkaup auglýsir Danska daga með orðunum "Oh, ég er svo ligeglad" og enn fáránlegra þegar maður heyrir íslendinga segja við dani: "Danir eru svo ligeglade".
Þá ertu ekki að hrósa þeim fyrir að vera afslappaðir, heldur ertu í raun að segja á neikvæðum nótum að danir séu kærulausir og alveg sama."
Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 09:05
Dönskuslettur voru margfalt fleiri í íslensku en enskuslettur eru nú.
Og íslenskan er langt frá því að deyja út.
Nýjar slettur koma í tungumálið en aðrar falla út og nýyrði eru smíðuð.
Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 09:10
29.12.1998:
"Orðin sem hún skráði sem dönskuslettur í íslensku voru 3.500.
Úir og grúir af dönskuslettum í daglegu máli."
Hvað er dönskusletta og hvað íslenska?
Þorsteinn Briem, 20.12.2016 kl. 09:11
Sumir nota erlend orð sem allir skilja en aðrir búa til orð úr útlendum orðum sem svo þarf að útskýra fyrir jafnt útlendingum sem íslendingum í hvert sinn sem það er notað. Er ekki kominn tími á enn eina túrbínutrix grein?
Hábeinn (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 13:00
Því má ef til vill bæta við hér til að nefna dæmi, að fáir ef nokkur útlendingur sem heimsækir Ísland veit hvað evra er. Allir þekkja euro, eða júró.
Samt eru dæmi um að afreiðslufólk í íslenskum verslunum þekki ekki orðið júro, eða euro og reyni að þvæla við erlenda viðskiptavini um einhverjar evrur.
Er slík vitleysa markmið í sjálfu sér?
G. Tómas Gunnarsson, 20.12.2016 kl. 15:35
G. Tómas Gunnarsson. Enn einn ignoranten að tjá sig. Margir Grikkir koma til Íslands og á grisku heitir Evran, ευρώ.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 16:50
Haukur Kristinsson Þú upplýsir okkur svo ef til vill næst um hvernig ευρώ er borið fram á grísku?
Það er ekkert að því að laga stafsetningu að framburði.
Nú eða framburð að erlendu orði. Gott dæmi um hið síðarnefnda er til dæmis hið "rammíslenska" orð ball, sem rímar á móti hinu stórskemmtilega orði skrall, og oft er notað um sama hlutinn.
G. Tómas Gunnarsson, 20.12.2016 kl. 17:33
..blaðamenn þurfa að standa undir þeirri kröfu að þýða aulafrasa s.s. Start-up fyrirtæki. Viðmælendur eru margir og misvitrir - láta út úr sér hugtök sem þeir lepja upp eftir þeim sem þeir líta upp til. En blaðamenn eiga ekki að hleypa þessu inn í greinar sem þeir skrifa á íslensku.
jon (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 19:36
...og svo er þarna monthani sem kann að stafa í grísku. Og þarf að láta aðra vita að hann kunni það sko.
jon (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.