Las rétt í þjóðarsálina þótt hann fengi færri atkvæði?

Donald Trump yfirsteig fleiri hindranir á leið sinni í Hvíta húsið en dæmi eru um áður. 

Leiðin var vörðuð nokkrum áföngum á milli hindrana í forkosningaferli Republikana, sem nær allir töldu óyfirstíganlegar.

Það er hins vegar ofmælt hjá Vladimir Pútín að Trump hafi lesið hárrétt í þjóðarsál meirihluta Bandaríkjamanna, því að Hillary Clinton fékk næstum þremur milljónum fleiri atkvæði.

Hann las hins vegar hárrétt í stemninguna í ryðbeltisríkjunum svonefndu þar sem starfsfólk í fyrrum stórverksmiðjum Bandaríkjanna missti atvinnuna í stórum stíl vegna þess að framleiðslan var færð annað, oftast til annarra landa.

Um kosningu kjörmannanna í þessum mörgu og fjölmennu ríkjum munaði yfirleitt litlu á Clinton og Trump, en um fyrirkomulagið gilti lag ABBA: "The winner takes it all", sigurvegarinn fær allt, taparinn ekkert.  


mbl.is Aðeins Rússar trúðu á sigur Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engan betri augum leit,
en hann Pútín ríka,
Trump á turn í sinni sveit,
sjóði gilda líka.

Þorsteinn Briem, 23.12.2016 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband