Enn er engin hindrun í vegi fyrir að nota brautina, aðeins bókstafur á pappír.

Neyðarbrautin svonefnda á Reykjavíkurflugvelli þarf ekkert að vera lokuð á meðan engar hindranir, kranar eða annað, eru í aðfluginu.

Í vetur hefur ekki verið hægt að sjá neinar slíkar hindranir.

70% af brautinni eru innan brautakerfis vallarins.  

Í dag var flugtæknilega vel hægt að lenda á brautinni allan daginn á sama tíma og hinar brautirnar voru lokaðar allan daginn vegna hliðarvinds. 

Það sem er asnalegast við það að brautin skuli samt vera lokuð er að það nægi að loka henni á pappírnum til þess að verið sé að leika sér að lífi og limum fólks. 

Bókstaf er hægt að breyta og þar með dómum eftir honum, en glatað mannslíf af völdum bókstafs verður aldrei hægt að bæta. 


mbl.is Sjúkraflug komst ekki til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar veit sitt

Hörður Mosena Sigurjónsson (IP-tala skráð) 28.12.2016 kl. 23:33

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

En brautin var lokuð vegna veðurs, ekki er hægt að skilja fréttina öðruvísi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.12.2016 kl. 23:38

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ómar ... þú kannski leiðréttir mig en var ekki hluti af niðurstöðu í dómsmálinu að ríkinu bæri að loka brautinni fyrir tilskilinn tíma? Getur ríkið þar af leiðandi opnað hana aftur?

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 28.12.2016 kl. 23:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert greinilega algjör fáviti, Ómar Ragnarsson!

Kanntu ekki að lesa?!

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:

"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda.

Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga.

Ráðherra hefur frest til 29. september næstkomandi til að loka brautinni en eftir það leggjast dagsektir á ríkið.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur tekið af skarið um að sá frestur verði virtur.

Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð."

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:05

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2013:

"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.

Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á  byggingarlandinu.

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.

Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.

Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.

Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."

Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:07

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dómurinn í málinu byggðist á bókstaf í samningi ríkis og borgar. Þeim bókstaf er hægt að breyta, án þess að hætta við uppbyggingu Hlíðarendasvæðisins og þá myndi niðurstaða nýs dóms um það mál fara eftir þeim bókstaf. 

Ekki þyrfti annað en að lækka bygginguna um eina hæð, sem á að vera næst brautarendanum, hinum megin við Hringbrautina, til þess að hægt sé að nota brautina á meðan ekki er hafin nein uppbygging suður í Skerjafirði. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 00:08

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Rétt Ómar, þessi stjórnvaldsaðgerð mun kosta manslíf.

Sigurður Haraldsson, 29.12.2016 kl. 00:09

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.6.2016:

"Umdeild flugbraut Reykjavíkurflugvallar, norðaustur/suðvestur flugbrautin, verður lokuð í allt sumar.

Kjarninn greindi frá. Isavia segir að brautinni sé lokað vegna lítillar notkunar."

Flugbrautinni var því lokað fyrir hálfu ári.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:13

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég undrast stórlega þá miklu áfergju Steina í að yfirtaka bloggsíðu mína ef bæði ég og sumir þeir sem dirfast að leggja örfá jákvæð orð í belg, svo sem einn gerði í fyrradag, séum í síbylju kallaðir "kexruglaðir fávitar", "vesalingar" o. s. frv.

Af hverju snýr hann sér ekki að öðrum síðum, sem ekki eru á vegum aumingja og gagnslausra úrhraka eins og hann segir að ég sé?  

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 00:14

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svar við að brautin hefði verið lokuð vegna veðurs: Nei, hún hefði verið opin allan daginn á sama tíma og hinar brautirnar voru lokaðar vegna hliðarvinds, ef bókstafur í samningi borgar og ríkis hefði ekki bannað að notkun hennar væri leyfð í neýðartilfellum meðan það er hægt.

Málið snýst um það hvort vegi þyngra, bókstafur á pappír eða möguleiki á að bjarga lífi og limum fólks.  

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 00:17

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dómur Hæstaréttar liggur fyrir í málinu, Ómar Ragnarsson.

Farðu nú að taka þér tak og fara til geðlæknis.

Staðreyndir hverfa ekki, enda þótt þú reynir að eyða þeim.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:20

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2016:

"Reykjavíkurborg hefur keypt landsvæði í Skerjafirði þar sem flugbrautin 06/24 er en henni hefur nú verið lokað."

"Afsal og kaupsamningur var gerður í síðustu viku og hvort tveggja, ásamt eldri samningum um málið, var kynnt á fundi borgarráðs í gær.

Kaupsamningurinn byggir á "Samkomulagi um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð" sem gert var á milli ríkis og Reykjavíkurborgar 1. mars 2013.

Í því er kveðið á um greiðslu kaupverðs og útgáfu afsals eftir að tilkynnt hefur verið formlega um lokun brautarinnar.

Greiðsla hefur nú verið innt af hendi og afsal undirritað."

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:24

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fjórar borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál er stærsta málið í öllum  þessum borgarstjórnarkosningum.

Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.

Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.

Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.

Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:25

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:26

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:27

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram hér í Reykjavík um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og samningar á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar hafa verið gerðir á grundvelli þessara kosninga en ekki samkvæmt einhverjum skoðanakönnunum.

En að sjálfsögðu vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hvorki virða samninga né kosningar.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:28

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vstnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum:

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:29

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2016:

"Ríkið hafði fullnægjandi heimildir til að selja Reykjavíkurborg landspildur við Reykjavíkurflugvöll og var skylt að ganga frá sölunni.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Andstæðingar þess að loka einni flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafa dregið í efa að ríkið hafi haft heimild til að selja jörðina.

Það er vegna þess að heimild til sölunnar var aðeins að finna í fjárlögum ársins 2013 en ekki var gengið frá sölunni fyrr en í ár.

Í minnisblaðinu segir að Hæstiréttur hafi með dómi í júní staðfest að ríkinu væri heimilt að selja borginni landið.

Borgaryfirvöld kröfðust þess að ríkið yrði látið ganga frá sölusamningi og loka norðaustur/suðvestur-flugbrautinni.

Hæstiréttur varð við því og hafnaði þeim rökum ríkisins að söluheimild væri fallin úr gildi.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði grein í Morgunblaðið í vikunni þar sem hann sagði að ríkið hefði skort heimild til sölunnar óháð því hvort heimild fyrir slíku væri gefin í fjárlögum eða ekki.

Hann sagði að ríkið þyrfti heimild í almennum lögum en ekki fjárlögum til að mega selja eignir sínar og kvað lögfræðinga almennt sammála um slíkt.

Þessu sjónarmiði er andmælt í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Þar segir að áratugalöng stjórnskipunarvenja liggi fyrir því að sala fasteigna hafi verið talin heimild á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í þeirri grein fjárlaga sem fjalli um kaup, sölu og leigu á fasteignum ríkisins og öðrum lögum.

Því hafi verið gengið frá samningnum við borgina.

Jafnframt segir að ríkið kynni að hafa skapað sér bótaábyrgð ef það hefði ekki staðið við samkomulagið við borgina."

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:36

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

"78. gr. ... Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:38

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.5.2009:

"Kauptilboð vegna lóða sunnan Sléttuvegar í Fossvogi voru í gær opnuð eftir að tilboðsfrestur rann út að viðstöddum áhugasömum bjóðendum.

Samtals bárust 1.609 tilboð frá 167 bjóðendum.

Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum var 369,6 milljónir króna.


Hæsta tilboð í byggingarétt tvíbýlishúss var 42,3 milljónir króna og hæsta tilboð í byggingarétt keðjuhúss (pr. íbúð) var 34,070 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:39

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:47

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:49

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins
, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:51

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 00:58

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 01:00

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 01:01

29 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er ekki spítali á akureyrir?

Rafn Guðmundsson, 29.12.2016 kl. 01:05

30 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Reykjavíkurborg mun aldrei hrófla við byggingamagni á lóð valsmanna. Það mun aldrei gerast hjá núverandi meirihluta.

Og jú það er spítali á Akureyri en með aðgerðum ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms meðal annars var stór hluti sérhæfðar sjúkrahúsaþjónustu á landinu flutt á Landspítala. Þess vegna var svo óskiljanlegt þessi áköf með reykjavíkurflugvöll að þeirra eigin flokkur í borgarstjórn með besta flokknum m.a. fór fram með jafn mikinn ofsa að vilja flugvöllinn burt. 

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 29.12.2016 kl. 01:39

33 Smámynd: Jónatan Karlsson

 Sæll Ómar o/co

Ég hvet þig Ómar til að halda ótrauður áfram að láta ljós þitt skína, en við Steina Briem vill ég segja að ég undrast að þú veljir að standa í skugga Ómars, en verður þó  sífellt illskeyttari og pirraðari.

Ég gæti sem best trúað að áhugavert væri að lesa umfjöllun Steina um fjölbreytt málefni á hans eigin vegum, í stað þess að skrolla yfir hann líkt og átt gæti við um sífelldar endurtekningar Skræks ræfilsins á orðum Skugga-Sveins í leikritinu.

Jónatan Karlsson, 29.12.2016 kl. 04:52

34 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er það nýjasta að vera ásakaður um að vera geðveikur og að ég þurfi að leita mér geðlæknis. Stutt virðist í það að allir, sem ekki samþykkja nokkur hundruð sinnum birtar langlokur Steina í einu og öllu teljist að hans mati, líka endurtekið nokkur hundruð sinnum, geðveikir, kexruglaðir, fávitar o. s. frv. 

Allir nema Steini. 

Jón Valur Jensson var svo ólánsamur að setja inn þrjú orð: "Lífleg lesning. Fróðlegt" og var samstundis úthrópaður sem "kexruglaður fáviti." 

Gestir mínir hér á síðunni eiga annað skilið en svona dæmalausan dónaskap og yfirgang, sem er hvergi stundaður í neitt viðlíka mæli á minni eigin bloggsíðu, sem nú hefur verið hertekinn af manni úti í bæ sem hefur í engu látið beiðnir mínar um að linna látum og draga úr fúkyrðunum hafa nein önnur áhrif á sig en að færast æ meira í aukana. 

Steini, það er alltof mikil eftirsjá í skemmtilegum, góðlátlegum og rökrænum athugasemdum þínum, oft krydduðum fínum vísum, sem þú hefur lagt þessari síðu til um dagana, til þess að nú sé ekkert að verða eftir nema stanslausar svívirðingar og skítkast, oft í garð grandalausra manna sem eru svo óheppnir að koma sem velkomnir gestir inn á síðuna. 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 08:01

35 identicon

Mér finnst þessi umræða eitthvað öfugsnúin, af hverju þarf alltaf að fara með alla sjúklinga til höfuðborgarinnar..?, það kemur fram að flogið var með sjúklingin til Akureyrar vandræðalaust og ekki vitað annað en að honum/henni heilsist vel enda sjúkrahúsið á Akureyri með þeim bestu á landinu. Mér finnst í raun verið að tala niður til landsbyggðarinnar þegar að flugmaður Mýflugs og aðrir tali um það, að ekkert annað komi til greina en að fljúga með alla sjúklinga til Reykjavíkur vegna þess að heilsugæsluþjónustu á landsbyggðinni sé ekki treystandi.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 08:12

36 identicon

Hvort er Steini stámaður eða flugmaður?

Er hann kannski flugumaður?

Allavega er hann með hausinn þar sem sólin ekki skín.

S: Breik (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 08:12

37 identicon

Flugmaður Mýflugs var að reyna að gera það sem læknar báðu hann um og töldu best fyrir sjúklinginn; að koma honum til Reykjavíkur.

Það er ekki atvinnubótavinna fyrir flugmenn að fljúga með sjúklinga frá Akureyri til Reykjavíkur og heldur ekki útsýnisflug fyrir sjúklingana þeim til yndisauka.

Það er einfaldlega þannig að það er margt sem ekki er hægt að gera fyrir sjúklinga á Akureyri sem er hægt í Reykjavík.

ls (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 08:51

38 identicon

IS, er þá ekki rétt að landsbyggðin berjist fyrir því að sjúkrahúsin á landsbyggðinni verði byggð þannig upp að þau geti tekið við alvarlega veikum og slösuðum sjúklingum, svo ekki þurfi að fljúga með alla til Reykjavíkur í yfirfull sjúkrahús þar, í staðin fyrir að berjast gegn eðlilegri uppbyggingu í Reykjavík..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 11:02

39 identicon

Ég ætla ekkert að segja um það helgi, hverju landsbyggðin á að berjast fyrir eða ekki. Staðan er einfaldlega svona í dag.

Ég hef hins vegar fullan skilning á því að menn séu óánægðir með að þessari braut skyldi lokað án þess að neitt kæmi í staðinn, hvort sem það er að opna samsvarandi braut í Keflavík (sem yrði samt aldrei notuð af venjulegum notendum þess vallar) eða henda slatta af milljörðum í að græja landspítala í hverjum fjórðungi.

Án þess að vita það almennilega hefur mér sýnst að ríkið eigi fullt í fangi með að sjá til þess að þessi eini hátæknispítali landsins hafi tæki og mannskap til að sinna hlutverki sínu.

ls (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 11:20

40 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef þessi sjúkrahús úti á landi eru eins fullkomin og sjá má haldið fram á samfélagsmiðlum í dag væri engin þörf fyrir hátæknisjúkrahús í Reykjavík og hægt að leggja niður sjúkraflug Landhelgisgæslunnar. 

Ábyrgð ríkisvaldsins er mikil. Það hefur svikist um að opna SV-NA brautina á Keflavíkurflugvelli.  

Þess má geta að flugbrautin á Hornafirði snýr ekki í suðvestur, en það gerir brautin á Egilsstöðum hins vegar. 

Sjá má því haldið fram á bloggsíðu Halldórs Jónssonar að enginn læknir ætti að halda réttindum ef hann sendir lífshættulega veikan sjúkling í sjúkraflug.

Það er bara svona. Til hvers eru þá sjúkraflug Landhelgisgæslunnar? 

Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 11:44

41 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sjúkraflug er ekki á vegum Landhelgisgæslunnar. Hins vegar er hún með þyrlur sem notaðar eru til björgunarstarfa.
Þó svo sjúkrahús á landbyggðinni verði betur sett þá má ekki draga úr mikilvægi Landhelgisgæslunnar. Hún er eiginlega kletturinn í björgunarstarfi hér á Íslandi ásamt t.d. Landsbjörg, lögreglu og mörgum öðrum.
Það þarf að finna einhverja leið til þess að auka fjárlög til þessa málaflokks án þess að þurfa að betla. Þetta er bara eitthvað sem þarf að gerast. Alþingi má alveg auka fjárframlögin til þessar málaflokks.

Sumarliði Einar Daðason, 29.12.2016 kl. 15:19

42 identicon

Ég held að flestir sem fara inn á þessa síðu taka Steina ekki alvarlega. Hann er ofger og skrítinn og mikið úr jafnvægi, en kemur oft með ágætan fróðleik. Að vísu hefur hann orðið orðljótari með tímanum, sem segir að það sé kominn tími á að endurskoða lyfjaskammtinn.

Það verður mikill gleðidagur, þegar þessi meirihluti Reykjavíkur hverfur.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 31.12.2016 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband