Vantar ekki enn eitthvað upp á góða landkynningu?

Það er ekki liðin öld síðan Halldór Laxness birti sína mögnuðu lýsingu á þeim ósiðum, sem viðgengjust á okkar landi. 

Á þeim tíma var meirihluti sveitabæja landsins enn torfbæir, ekkert vegakerfi sem hægt var að nefna því nafni og enn aldarfjórðungur þar til flugvellir, allt malarvellir, yrðu gerðir. 

Margt annað var eftir því, þar á meðal siðmenning þjóðarinnar. 

Það er athyglisvert að Íslendingar sem hafa verið erlendis taka eftir því hvað almenn kurteisi og tillitssemi eru miklu meiri víðast erlendis en hér á landi. 

Náttúruverðmæti Íslands er helsta aðdráttaraflið fyrir þá flóðbylgju ferðamanna, sem eru undirstaðan undir bættum þjóðarhag, en sinnuleysi okkar gagnvart ástandi þeirra og alltof almennt tillitsleysi og óreiða almennt er slæm landkynning að ekki sé talað um þá græðgi, sem ferðafólkið mætir oft af okkar hálfu. 


mbl.is Ferðamaður flúði fullan leigusala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikill er hér fjandafans,
fjári Ómar byrstur,
allt fer hér til andskotans,
Ómar fer þó fyrstur.

Þorsteinn Briem, 31.12.2016 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband