Pútín og þrjár vikurnar.

Þegar utanríkisráðherra Rússlands lét í það skína í gær að hann myndi reka 35 bandaríska sendimenn frá Rússlandi lá beinast við að skrifa pistil hér á síðunni um  það, að Pútín væri sallarólegur í þessu máli, vitandi það að að aðeins þrjár vikur væru í það að Donald Trump tæki við embætti. 

Hins vegar myndi brottrekstur bandarískra sendimanna gera stöðuna vandasama fyrir Trump þegar hann tæki við. 

En Pútín tók ráðin af utanríkisráðherra sínum og ákvað að leika snjallasta leikinn, að gera ekkert í málinu. Þrjár vikur eru stuttur tími í langvarandi samskiptum þjóðanna og skoða þarf taflið langt fram í tímann. 

Fyrir bragðið verður Trump með alveg frítt spil eftir að hann tekur við embætti við að efna loforð sín um að breyta afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Rússum. 


mbl.is Trump hrósaði Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin og Rússland eru langt frá því að vera óvinaríki, enda eru bæði ríkin nú kapítalísk lýðræðisríki, þótt ýmsum þyki að í þessum ríkjum sé lýðræði ekki í hávegum haft, einkum í Rússlandi.

Þessi tvö ríki eiga hins vegar sameiginlegan óvin, öfgamúslíma, Bandaríkin aðallega í Miðausturlöndum og nágrannaríkjum þeirra en Rússland fyrst og fremst í Kákasus.

Og Rússar taka nú þátt í styrjöldinni í Sýrlandi til að veikja öfgamúslíma, rétt eins og vestræn ríki.

Yfirlýsingar Pútíns eru til að skapa og halda eigin vinsældum í Rússlandi, eins og stórkarlalegar yfirlýsingar Trumps í Bandaríkjunum.

Bandaríkin og Rússland eru alltof öflug herveldi til að heyja styrjaldir við hvort annað og það hvarflar ekki að þeim, frekar en að fara í stríð við Kína.

Steini Briem, 24.7.2016

Þorsteinn Briem, 31.12.2016 kl. 12:05

2 identicon

Leiðinlegt að friðarverðlaunahafinn endi árið á svona stjórnlausu fýlukasti.  Það er vonandi að hann jafni sig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.12.2016 kl. 12:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Obama er mikilhæfur maður með mörg góð stefnumál, en það voru að mínum tómi mistök að sæma hann friðarverðlaunum Nóbels. 

Ómar Ragnarsson, 31.12.2016 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband