Alvara málsins að renna upp.

Stærð Sjálfstæðisflokksins, þótt miklu minni sé en áður var, nýtist honum  vel í því tafli um stjórnarmyndun, sem nú er teflt. Stærsti stjórnmálaflokkurinn hefur alltaf visst forskot hverju sinni. 

Nú er að renna upp fyrir forystufólki Vinstri grænna og Framsóknar að eftir tvær misheppnaðar tilraunir, annars vegar undir forystu Vg og hins vegar Pírata, til að mynda vinstri-miðjustjórn, stefni hraðbyri í hægri stjórn Sjalla, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 

Eina trompið sem Vg og Framsókn eiga er, að stjórn þeirra með Sjöllum hefði stærri meirihluta en stjórn Sjalla, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 

En þá þarf líka að treysta á að hugsanlegir "villkettir" svonefndir í Vg eyði ekki því meirihlutaforskoti.  

Spurningin er aðeins hvort Vg og Framsókn séu að missa af strætisvagninum þegar alvara málsins er að renna of seint upp fyrir þeim. 


mbl.is Framsókn og VG vilja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsókn hefur alltaf verið til. Allir hinir að Sjálfstæðisflokknum undanskildum  hafa talið sig yfir það hafna að tala við Framsókn. Gott ef það er að lagast hjá VG. Bjarni myndi miklu frekar slíka stjórn, en hún hefur hingað til ekki verið í boði af hálfu VG.

ls (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 10:21

2 identicon

Kata búin að klúðra öllu. Til lukku vinstri menn á klakanum.

Þið eruð snillingar!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 11:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf er nú Framsókn fúl,
fólið er með öllum,
ekki lengur Kata kúl,
kvein í fjörulöllum.

Þorsteinn Briem, 2.1.2017 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband