Verður "biðlundin" ekki samt endalaus?

Samkvæmt fréttum af kísilmálmverinu United Silicon í Helguvík hefur úblástur frá verksmiðjunni aldrei farið yfir svokölluð viðmiðunarmörk. 

Svipað er sagt um stóriðjuverin á Grundartanga þrátt fyrir ýmis einkenni í búsmala bænda á svæðinu og þrátt fyrir að ljótir reykjarmekkir hafi stundum stigið frá járnblendiverksmiðjunni þar um margra ára skeið.

Stóriðjustefnan hefur ekki verið aflögð hér á landi ef marka má fyrirætlanir um fleiri verksmiðjur á þessum tveimur stöðum.

Væntanleg sólarkísilverksmiðja á Grundartanga verður með alveg nýja framleiðsluaðferð, sem er svo góð að sögn eigendanna, að ekki þarf að viðhafa mat á umhverfisáhrifum.

Fyrst þessi augljósa tilraunastarfsemi þar er svona örugglega mengunarlaus er undarlegt að menn séu í vandræðum með þekktar aðferðir í kísilmálmverinu í Helguvík.

 

Það þykir fréttnæmt að "einhugur virðist ríkja í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að hafa eftirlit með kísilmálmverinu United Silicon í Helguvík."

Maður hefði haldið að ekkert væri sjálfsagðara en að hafa eftirlit, jafnvel þótt "mengun væri innan viðmiðunarmarka" eins og það er orðað. 

Það var líka sagt á sínum tíma að einhugur væri um sem allra mesta stóriðju í Helguvík þar sem risaálver myndi "bjarga Suðurnesjum", því að önnur "atvinnuuppbygging" en stóriðja væri óhugsandi.

 

Þess vegna virka orð eins og "að biðlund verði ekki endalaus" máttlítil og kannski mest til heimabrúks til að halda óánægjuröddum í skefjum.

Því að meðan "mengun er innan viðmiðunarmarka" er ekki hægt að sjá að hægt sé að snúa við á þeirri braut sem mörkuð var 2006-2007 og hefur verið fetuð síðan í átt til ítrustu stóriðju, og vandséð er, hvernig bæjaryfirvöld muni láta leggja niður atvinnustarfsemi stórs fyrirtækis, sem átti að vera hluti af því að "bjarga" byggðinni og "atvinnuuppbyggingu" á svæðinu.   

 


mbl.is „Höf­um ekki enda­lausa biðlund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:29

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:32

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:33

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.8.2015:

"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."

"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:38

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það eru engin rök í máli að segja eitthvað út í loftið eins og til að mynda þetta:

"Botninn mun detta úr túrismanum innan nokkurra ára."

Við höfum öll séð þessa fullyrðingu frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum árum saman.

Einnig að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka bráðlega.

Einmitt þveröfugt hefur gerst og ekkert að marka þessar fullyrðingar.

Þegar menn rökræða mál eiga þeir að beita rökum en ekki "ég held og mér finnst" og krefjast þess svo að aðrir beiti rökum í málinu.

Menn eiga sem sagt ekki að krefjast hærri launa vegna þess að einhverjir aðrir geti tapað á því, til að mynda ríkið.

Flestir Íslendingar hafa fengið miklar launahækkanir undanfarið vegna þess að þeir hafa farið í verkföll eða hótað því að fara í verkfall.

Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.

Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.

Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.

Steini Briem, 5.3.2016

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:39

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12.6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:40

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:41

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna

Flugfreyjufélag Íslands

Flugvirkjafélag Íslands

Flugumferðarstjórar í BSRB

Steini Briem, 17.10.2010

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 17:47

18 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

veit einhver að þessir drulludelar fá ekki bara næstum fría raforku her- ÞEIR BRENNA LIKA KOLUM--- SEM VERIÐ ER AÐ REYNA AÐ FÁ ÚT ÚR EVRÓPU VEGNA MENGUNAR!

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.1.2017 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband