Það, sem ekki var Rússum að kenna.

Það, sem ekki var Rússum að kenna en réði nógu miklu til þess að Donald Trump yrði forseti er meðal annars þetta: 

Enginn átti von á því að Trump ætti minnstu möguleika á að komast neitt áfram í forkosningum Republikanaflokksins. Trump nýtti sér eftirsókn fjölmiðla eftir krassandi fyrirsögnum, svo að hann var jafnt og þétt í fyrirsögnum fjölmiðlnanna og það var ekki Rússum að kenna.

Hillary Clinton ætlaði sér að spila á galla kjörmannakerfisins til þess að komast í Hvíta húsið. Það mistókst hjá henni og það var ekki Rússum að kenna.

Kjörmannakerfið olli því að næstum þriggja milljóna atkvæða meirihluti Clintons var langt frá því að nýtast henni til sigurs. Það var ekki Rússum að kenna.   

Demókratar töldu sig vera með tryggt og gróið fylgi í "Ryðbeltinu" svonefnda þar sem var fjölmenn verkalýðsstétt þessara fyrrum öflugustu iðnaðarríkja Bandaríkjanna. Trump tókst að virkja reiði og sárindi verkalýðsins vegna atvinnuleysis og hnignandi iðnaðar og það var ekki Rússum að kenna.

Trump tókst að beina reiði milljóna vonsvikinna Bandaríkjamanna að dæmigerðum fulltrúa stjórnmálastéttarinnar og stjórnkrefisins vestra, og það var ekki Rússum að kenna.

Margir eldri flóttamenn frá Kúbu voru Demókrötum reiðir vegna þess að Obama friðmæltist við alræðisstjórnina á Kúbu. Sú gjörð Obama var ekki Rússum að kenna.

Þegar allt þetta er lagt saman sýnist afar ólíklegt að "lekarnir" úr tölvukerfum Demókrata hefðu breytt nógu miklu til þess að úrslitin væru Rússum að kenna.

Trump reyndist hafa úr nógu að moða samt.  


mbl.is Herferð Rússa hafi engin áhrif haft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Demokratar þurfa að taka til heima hjá sér.  Það er ekki eðlilegt að þeir tapi á öllum vígstöðvum á einu bretti; ekki aðeins forsetanum heldur líka Congress, Senate og ríkisstjórunum. Léleg afsökun að skella þeirri skuld á Pútín!

Kolbrún Hilmars, 7.1.2017 kl. 18:01

2 identicon

Enginn átti von á því að Trump ætti minnstu möguleika á að komast áfram í forkosningum republikanaflokksins,,,,furðulegt að sjá svona fullirðingu ,,,var Putin þarna með puttana líka?

Alfreð (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 18:16

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott Ómar. Góð samantekt.

Valdimar Samúelsson, 7.1.2017 kl. 19:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Almenn menntun er mun betri í Rússlandi en Bandaríkjunum og Rússar trúa ekki alls kyns rugli og lyga"fréttum" eins og stór hluti Bandaríkjamanna og Framsóknarflokkurinn, til að mynda Már Elíson og "Þorvaldur S".

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 19:37

5 identicon

Góð samantekt Þorsteinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 19:41

6 identicon

Flóttamenn frá Kúba kusu aldrei Demókrata. Voru ofsafengir stuðningsmenn harðlínu Republikana. Þeirra draumur var að endurreisa einræði í stíl Fulgencio Batista. Gera Kúbu aftur að spilavíti og hóruhúsi Ameríkana.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 20:23

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þá er Svisslendingurinn orðinn sérfræðingur í hvað Kúbanskir flóttamenn kjósa, það er enginn endir á vizku Svisslendingsins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.1.2017 kl. 23:34

8 Smámynd: Sigurður Andrés Jónsson

Þarna færdu prik Omar, vel gert, koma folki nidur a jördina aftur.

Sigurður Andrés Jónsson, 8.1.2017 kl. 02:21

9 identicon

PK-fascisminn liggur eins og blaut, fúl slæða yfir vesturlöndum, svo að heilbryggt hugsandi fólk nær varla andanum.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband