Nýir vendir sópa best í Engeyjarstjórninni?

Á fiskifræðingamáli hefur nýliðun í ríkisstjórnum og á Alþingi sjaldan verið meiri og samfelldari í sögu lýðveldisins en í síðustu þremur kosningum. 

Máltækið segir að nýir vendir sópi best og verður svo vonandi nú þótt það hafi sést við fyrri stjórnarskipti að nýliðarnir hafi þurft að hlaupa af sér hornin ef svo má að orði komast. 

Það er til marks um nýja tíma að enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með um fjórðungi minna fylgi í kosningunum núna en hann hafði fram til 2009, hefur staða hans sjaldan verið sterkari en nú. 

Allt frá tímum Thorsaranna hafa ættarveldi verið áberandi í flokknum. Ættfeðurnir Thor Jensen og Benedikt Sveinsson brutust til valda og áhrifa fyrir öld og synir Benedikts, Bjarni, Sveinn og Pétur urðu áberandi í stjórnmálum og efnahagsmálum nokkru fyrir miðja síðustu öld. 

Bjarni Benediktsson eldri tók við af Ólafi Thors sem forsætisráðherra á sjötta áratug síðustu aldar í Viðreisnarstjórninni og nú er aftur kominn Bjarni Benediktsson, tveimur kynslóðum síðar og hægt að kalla þessa ríkisstjórn Engeyjarstjórnina af því að tveir af þremur oddvitum hennar eru frændur og af þeirri ætt.

Og einn stjórnarflokkanna heitir meira að segja Viðreisn. 

Ekki eru þó allir stjórnmálamenn af ættinni á sömu pólitísku línu og þeir. Nægir að nefna Valgerði Bjarnadóttur og Guðrúnu Pétursdóttur í því sambandi.

Einhver staðar sá ég þau ummæli úr herbúðum Viðreisnar að það væri eins og að koma heim í heiðardal Sjálfstæðisflokksins að koma inn í þessa ríkisstjórn. 

Myndun stjórnarinnar er rökrétt afleiðing af því að Viðreisn var í þeirri oddaaðstöðu að geta ráðið því hvort mynduð yrði stjórn með hægri eða vinstri slagsíðu. 

Það minnir mig á að tveir ráðherranna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson voru meðal fjögurra farþega í flugi með þau, Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra og Arnbjörgu Sveinsdóttur þingmann Norðausturkjördæmis um norðausturhálendið og virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar í ágúst 2006.

Vonandi sópa nýir vendir vel í sínum ráðuneytum í þessari ríkisstjórn, sem verður svo sannarlega ekki í öfundsverðri aðstöðu með sinn knappa þingmeirihluta og krefjandi verkefni í kjara- og efnahagsmálum. 


mbl.is Tilkynnti um fimm ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorgerður í þungavikt,
þefar nú af bændum,
í baukinn sparar Benedikt,
Bjarni verstur frændum.

Þorsteinn Briem, 11.1.2017 kl. 11:32

3 identicon

Engir nýir vendir Ómar, hinsvegar nýir sóparar. Gamlir vendir í eigu kleptokratanna, peningavaldsins, sem ræður öllu á skerinu. Búinn að gleyma því þegar Viðreisnar-Bensi hljóp í miðjum samningaviðræðum á fund kvótagreifanna?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.1.2017 kl. 11:40

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Að þurfa að horfa á suma ráðherra þessa ríkisstjórnar taka við stjórnartaumum er þyngra en tárum taki.Ekki batnar svo að fá aðrar ömurlegar fréttir.Aron Pálmarsson verður ekki með á HM. Okkur verður allt að óhamingju í dag.cry

Ragna Birgisdóttir, 11.1.2017 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband