Verra ástand en 1944? Óviðunandi flöskuháls.

Eitt af frægustu og óvenjulegustu atvikum íslenskrar samgöngusögu gerðist árið 1944 þegar gamla Ölfursárbrúin brast undan mjólkurflutningabílum, svo að þeir féllu í ána, en mannbjörg varð. 

Annar bíllinn féll í straumiðuna þar sem áin er dýpst, en bílstjóranum tókst að komast út um glugga og ná taki á mjólkurbrúa og síðar varadekki sem báru hann 1200 metra niður eftir ánni. 

Þar gat hann sleppt dekkinu og svamlað í land. 

Árið 1944 var umferð um gömlu brúna ekki nema örlítið brot af því sem nú er um brúna, sem reist var 1945. Bílar voru auk þess miklu léttari og flutningabílar margfalt léttari en þeir eru nú. 

Á sumardögum er mun seinlegra nú en 1944 að aka þjóðveg 1 í gegnum Selfoss. 

Slys eins og gerðist 1944 gerast yfirleitt eftir að búið er að misbjóða mannvirkjunum oft áður en þau bresta endanlega, líkt og þegar dropinn fyllir mælinn. 

Nýjasta dæmið um svona lagað er brú sem brast í Vatnsdal. 

Ef Ölfurárbrú nútímans brestur mun það gerast vegna þess að of margir þungir bílar verða þá á henni. 

Það mun þýða margfalt voðalegra slys en gerðist 1944, hugsanlega mannskætt slys. 

Ölfusárbrú og hinn þrönga leið í gegnum Selfoss er fyrir löngu orðin að óviðundandi og hættulegum flöskuhálsi á hringveginum. 

Dregist hefur allt of lengi að smíða nýja brú, en tregða hefur verið hjá sumum vegna þess að verslun á Selfossi myndi minnka. 

Það er svipuð afstaða og margir tóku þegar Rangárbrú við Hellu var færð og einnig andstaðan á Blönduósi gegn nýrri brú, sem yrði í landi Blönduósbæjar, en 14 kílómetrum sunnar en núverandi brú er. 

Ölfusárbrú og vegarkaflinn í gegnum Selfossbæ eru hluti af því sem heitið "innviðir" er notað um þegar verið er að ræða um aðkallandi aðgerðir vegna stórfjölgunar ferðamanna en landsmenn hafa ekki tímt að leggja í. 

Ef Ölfusárbrú brestur verður það svo táknrænt um brostna innviði að vekja mun athygli víða um lönd. 

Viljum við að það gerist?  Er blandan af græðgi og nísku svona sterk?


mbl.is Umferðin verði takmörkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég ætla ekki að vera á móti þér í þessu en hversvegna settu þeir breiðan göngustíg á brúnna og mér sýnist töluvert þungan. Þessi göngustígur skapar frekar hætti en annað og það hefði vel mátt hugsa aðrar lausnir og þar með strætisvagn ef hann er ekki þegar á´svæðinu.

Valdimar Samúelsson, 12.1.2017 kl. 10:24

2 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Sérgæzka: sem og inngróin eigingirni nokkurrs hóps Selfyssinga sjáfra, undir leiðsögn Kjartans nokkurrs Björnssonar hárskera og frammámanns í Bæjarstjórn Selfosskaupstaðar og hjáleigna hans (svo nefndri Árborg), hafa verið einna stærsti hemillinn á löngu tímabæra brú, á móts við Laugardælur í Hraungerðishreppi.

En - eins og flestir vita, er Kjartan Björnsson, eins konar Gísli Marteinn Baldursson, þeirra Selfyssinganna / sjálfumglaður flokks klár (Sjálfstæðis flokksins) , sem gapuxi alla tíð, blessaður drengurinn.

Viðlíka: er sjálfhverfa all nokkurra Blönduósinga: þar nyrðra, gagnvart þarfri og tiltölulega skjótfarinni Húnvetningabraut, nokkrum kílómetrum sunnan Blönduóss kaupstaðar, til styttingar þjóðvegar 1 þar um slóðir, svo annað dæmi sé, til tekið.

Þegar visst áhrifafólk - í plássum eins og á Selfossi og á Blönduósi t.d. leggur sig í líma við, að tala niður þjóðþrifa verkefnin, þá helypir það nú ekki neinni sérstaklegri framkvædagleði Vegagerðinni, fremur en öðrum báknum ríkisins neitt sérstakt kapp í kinn, til þess drífa áfram brýnar framkvæmdir, sem varða jú:: samgöngur ALLRA landsmnanna / ekki bara heimamanna, hvers staðar - út af fyrir sig, fjölfræðingur góður.

Með beztu kveðjum: sem endranær - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 10:37

3 identicon

.... afsakið: stöku stafa brengl, inn á milli nokkurra orða.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 10:41

4 identicon

Ástandið við brúna sérstaklega á sumrin er orðið með öllu óviðunandi.

Ekki óalgengt að fólk lendi í 10-15 biðröð til þess að komast yfir brúna.

Þar fyrir undan þá get ég tekið undir það með þér Ómar að það er ekki laust við það að það fari stundum um mann þegar að maður situr fastur á miðri brúnni í umferðateppu. Brúin veldur mörgum óþægindatilfinningu enda er hún bæði komin til ára sinna og virðist heldur veigalítil þegar maður keyrir yfir hana með vörubíl fyrir fram síg og steypubíl fyrir aftan.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 12.1.2017 kl. 10:52

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er ekki búið að ákveða nýtt stæði fyrir brú? Halda menn að Bónus, Húsasmiðjan og allt þetta helvítis drasl, hafi byggt sínar verzlanir á sínum stað, í útjaðri Selfossbæjar, án vitneskju um slíkt? Er fólk blint, eða bara fífl? Þeir sem tefja nýja brú eru þjóðhættulegir kaupfélagsbjálfar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.1.2017 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband